Draugurinn sem ásækir brasilíska landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. maí 2018 08:30 Marcelo í öngum sínum eftir 7-1 tap Brasilíu fyrir Þýskalandi á heimsmeistaramótinu fyrir fjórum árum. Nordicphotos/Getty Þótt aðeins sex leikmenn séu í hópnum frá Heimsmeistaramótinu í heimalandinu árið 2014 er pressa á brasilíska landsliðinu að fara alla leið og svara fyrir smánarlegt 1-7 tap fyrir Þjóðverjum í undanúrslitunum fyrir fjórum árum. Var það versta útreið í sögu brasilíska landsliðsins og fyrsta tap brasilíska landsliðsins í keppnisleik á heimavelli í 29 ár. Gerðist það á heimavelli þegar það átti að fara alla leið og krækja í sjötta heimsmeistaratitilinn. Með því átti að svara fyrir tap gegn Úrúgvæ í úrslitaleiknum árið 1950 þegar tæplega 200.000 manns á Maracana-vellinum horfðu á gullið renna úr greipum Brasilíumanna.Navas.Breytt landslag Aðeins fjórir leikmenn sem voru í leikmannahóp Brasilíu árið 2014 fara með til Rússlands. Thiago Silva og Neymar voru fjarverandi gegn Þýskalandi en Willian, Paulinho, Fernandinho og Marcelo tóku þátt í verstu stund brasilískrar knattspyrnu. Luiz Scolari var gerður að sökudólg og var honum sagt upp og Dunga fenginn inn til að stýra liðinu aftur. Entist hann í stutta stund en honum var sagt upp eftir hörmulega frammistöðu í Copa America og undankeppni Heimsmeistaramótsins og Tite ráðinn inn en hann hafði stýrt liði Corinthians með góðum árangri. Í nítján leikjum hefur aðeins einn tapast, æfingaleikur gegn Argentínu, en Tite hefur tekist að mynda sterkan kjarna sem reiðir sig ekki eingöngu á einstaklingshæfileika Neymars og er óhætt að segja að það muni reynast hausverkur fyrir hvern sem er að stöðva brasilísku sóknarlínuna í Rússlandi í sumar. Við ræddum við Carinu Ávila, brasilískan íþróttafréttamann fyrir TV Globo sem er stödd á Íslandi en hún var send til Íslands til að fjalla um undirbúning Íslands fyrir Heimsmeistaramótið. „Það er alltaf gerð krafa í Brasilíu um að liðið vinni mótið. Lífið er allt annað undir Tite, fólkið í landinu var farið að hata Dunga og óttaðist að við myndum missa af Heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Carina en Brasilía hefur verið meðal þátttakenda í hverju móti, allt aftur til ársins 1930.Xherdan Shaqiri.Fólk talar enn þá um tapið „Hann gjörbreytti spilamennskunni og úrslitin voru mun betri og hann varð um leið dáður í Brasilíu. Það er óhætt að segja að fólk sé komið með miklar væntingar fyrir mótið,“ sagði Carina og bætti við: „Þegar Neymar meiddist óttaðist fólk það versta en undir stjórn Tite unnum við Þýskaland án Neymars og það gefur þjóðinni meira sjálfstraust fyrir mótið. Það hefur oft einkennt liðið að ef stjarnan dettur út þá missir fólk vonina, Neymar er von Brasilíu en hann er sem betur fer búinn að ná sér. Stuttu síðar datt Dani Alves út og fólk hefur núna smá áhyggjur af því hvernig Tite leysir það.“ Hún segir að það sé einstök stemming sem komi yfir þjóðina þegar Heimsmeistaramótið hefst. „Það er frábært að vera í Brasilíu yfir Heimsmeistaramótið, allt í landinu snýst um mótið og fólk vinnur varla vinnuna sína og krakkarnir þurfa ekki að læra. Þegar þú kíkir inn í borgir eru þær eins og eyðimörk, það eru allir að fylgjast með. Jafnvel þeir sem hafa engan áhuga á fótbolta, mamma mín er gott dæmi. Henni finnst fótbolti leiðinlegur en hún fylgist alltaf með Heimsmeistaramótinu,“ sagði Carina en hún man vel eftir 1-7 leiknum. „Það er draugur sem ásækir brasilíska landsliðið fyrir þetta mót, fólk er enn þann dag í dag sorgmætt og talar reglulega um þetta neyðarlega tap. Fólk er nokkuð bjartsýnt um að við getum svarað fyrir það með því að vinna bikarinn í ár.“Neymar.Ísland í uppáhaldi í Brasilíu Carina dvelst hér á landi og hefur gert allt frá því í byrjun mars en það tók töluvert annað veður á móti henni hér heldur en hún hefur vanist. Að hennar sögn er íslenska landsliðið afar vinsælt í Brasilíu eftir Evrópumótið 2016. „Þið eruð annað lið brasilísku þjóðarinnar, þegar við erum ekki að spila munum við fylgjast með og hvetja Ísland áfram. Sérstaklega þegar þið spilið fyrsta leikinn á móti erkifjendum okkar í Argentínu,“ sagði Carina hlæjandi og bætti við: „Íslenska liðið hreif í raun allan heiminn á EM, komu inn sem nýliðar og töpuðu ekki fyrr en í átta liða úrslitunum og slógu út England í leiðinni. Það vakti mikla athygli þar sem þið eruð ekki nema 340.000 manns, það eru hverfi stærri en það í stórborgum Brasilíu. Þetta er eins og afar lítið þorp í Brasilíu myndi bara fara á Heimsmeistaramótið. Íslensku leikmennirnir eru hetjur í Brasilíu.“ Hún kann vel við lífið á Íslandi eftir tvo og hálfan mánuð. „Það er mun meira jafnrétti hér á Íslandi og virðingin sem er borin fyrir konum er aðdáunarverð, ég finn fyrir miklum áhuga á íþróttum og umfjöllun. Í Brasilíu snýst allt um karlaíþróttir, sérstaklega þegar kemur að fótbolta,“ sagði Carina sem kann vel við íslensku náttúruna. „Náttúran er ótrúlega falleg þó að það sé yfirleitt svolítið kalt,“ sagði hún hlæjandi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Þótt aðeins sex leikmenn séu í hópnum frá Heimsmeistaramótinu í heimalandinu árið 2014 er pressa á brasilíska landsliðinu að fara alla leið og svara fyrir smánarlegt 1-7 tap fyrir Þjóðverjum í undanúrslitunum fyrir fjórum árum. Var það versta útreið í sögu brasilíska landsliðsins og fyrsta tap brasilíska landsliðsins í keppnisleik á heimavelli í 29 ár. Gerðist það á heimavelli þegar það átti að fara alla leið og krækja í sjötta heimsmeistaratitilinn. Með því átti að svara fyrir tap gegn Úrúgvæ í úrslitaleiknum árið 1950 þegar tæplega 200.000 manns á Maracana-vellinum horfðu á gullið renna úr greipum Brasilíumanna.Navas.Breytt landslag Aðeins fjórir leikmenn sem voru í leikmannahóp Brasilíu árið 2014 fara með til Rússlands. Thiago Silva og Neymar voru fjarverandi gegn Þýskalandi en Willian, Paulinho, Fernandinho og Marcelo tóku þátt í verstu stund brasilískrar knattspyrnu. Luiz Scolari var gerður að sökudólg og var honum sagt upp og Dunga fenginn inn til að stýra liðinu aftur. Entist hann í stutta stund en honum var sagt upp eftir hörmulega frammistöðu í Copa America og undankeppni Heimsmeistaramótsins og Tite ráðinn inn en hann hafði stýrt liði Corinthians með góðum árangri. Í nítján leikjum hefur aðeins einn tapast, æfingaleikur gegn Argentínu, en Tite hefur tekist að mynda sterkan kjarna sem reiðir sig ekki eingöngu á einstaklingshæfileika Neymars og er óhætt að segja að það muni reynast hausverkur fyrir hvern sem er að stöðva brasilísku sóknarlínuna í Rússlandi í sumar. Við ræddum við Carinu Ávila, brasilískan íþróttafréttamann fyrir TV Globo sem er stödd á Íslandi en hún var send til Íslands til að fjalla um undirbúning Íslands fyrir Heimsmeistaramótið. „Það er alltaf gerð krafa í Brasilíu um að liðið vinni mótið. Lífið er allt annað undir Tite, fólkið í landinu var farið að hata Dunga og óttaðist að við myndum missa af Heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Carina en Brasilía hefur verið meðal þátttakenda í hverju móti, allt aftur til ársins 1930.Xherdan Shaqiri.Fólk talar enn þá um tapið „Hann gjörbreytti spilamennskunni og úrslitin voru mun betri og hann varð um leið dáður í Brasilíu. Það er óhætt að segja að fólk sé komið með miklar væntingar fyrir mótið,“ sagði Carina og bætti við: „Þegar Neymar meiddist óttaðist fólk það versta en undir stjórn Tite unnum við Þýskaland án Neymars og það gefur þjóðinni meira sjálfstraust fyrir mótið. Það hefur oft einkennt liðið að ef stjarnan dettur út þá missir fólk vonina, Neymar er von Brasilíu en hann er sem betur fer búinn að ná sér. Stuttu síðar datt Dani Alves út og fólk hefur núna smá áhyggjur af því hvernig Tite leysir það.“ Hún segir að það sé einstök stemming sem komi yfir þjóðina þegar Heimsmeistaramótið hefst. „Það er frábært að vera í Brasilíu yfir Heimsmeistaramótið, allt í landinu snýst um mótið og fólk vinnur varla vinnuna sína og krakkarnir þurfa ekki að læra. Þegar þú kíkir inn í borgir eru þær eins og eyðimörk, það eru allir að fylgjast með. Jafnvel þeir sem hafa engan áhuga á fótbolta, mamma mín er gott dæmi. Henni finnst fótbolti leiðinlegur en hún fylgist alltaf með Heimsmeistaramótinu,“ sagði Carina en hún man vel eftir 1-7 leiknum. „Það er draugur sem ásækir brasilíska landsliðið fyrir þetta mót, fólk er enn þann dag í dag sorgmætt og talar reglulega um þetta neyðarlega tap. Fólk er nokkuð bjartsýnt um að við getum svarað fyrir það með því að vinna bikarinn í ár.“Neymar.Ísland í uppáhaldi í Brasilíu Carina dvelst hér á landi og hefur gert allt frá því í byrjun mars en það tók töluvert annað veður á móti henni hér heldur en hún hefur vanist. Að hennar sögn er íslenska landsliðið afar vinsælt í Brasilíu eftir Evrópumótið 2016. „Þið eruð annað lið brasilísku þjóðarinnar, þegar við erum ekki að spila munum við fylgjast með og hvetja Ísland áfram. Sérstaklega þegar þið spilið fyrsta leikinn á móti erkifjendum okkar í Argentínu,“ sagði Carina hlæjandi og bætti við: „Íslenska liðið hreif í raun allan heiminn á EM, komu inn sem nýliðar og töpuðu ekki fyrr en í átta liða úrslitunum og slógu út England í leiðinni. Það vakti mikla athygli þar sem þið eruð ekki nema 340.000 manns, það eru hverfi stærri en það í stórborgum Brasilíu. Þetta er eins og afar lítið þorp í Brasilíu myndi bara fara á Heimsmeistaramótið. Íslensku leikmennirnir eru hetjur í Brasilíu.“ Hún kann vel við lífið á Íslandi eftir tvo og hálfan mánuð. „Það er mun meira jafnrétti hér á Íslandi og virðingin sem er borin fyrir konum er aðdáunarverð, ég finn fyrir miklum áhuga á íþróttum og umfjöllun. Í Brasilíu snýst allt um karlaíþróttir, sérstaklega þegar kemur að fótbolta,“ sagði Carina sem kann vel við íslensku náttúruna. „Náttúran er ótrúlega falleg þó að það sé yfirleitt svolítið kalt,“ sagði hún hlæjandi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira