Erlent

Vill fækka helgidögum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Norskur prestur vill færri helgidaga. Hann vill heldur vorfrí.
Norskur prestur vill færri helgidaga. Hann vill heldur vorfrí. Vísir/ernir
Skírdagur og annar í hvítasunnu eiga ekki að vera helgidagar þjóðkirkjunnar. Þetta segir Per Anders Nordengen, norskur prestur og fyrirlesari. Fáir tengi við helgi þessara daga. Fólki viti ekki hvers vegna sé haldið upp á páska og hvítasunnu.

Presturinn segir að frídagar eigi samt sem áður að vera jafnmargir og nú. Hins vegar eigi að kalla þá vorfrídaga eða eitthvað annað. Það er mat hans að nóg sé að halda jóladag og föstudaginn langa hátíðlega.

Annar fulltrúi norsku kirkjunnar bendir á að annar í jólum og annar í hvítasunnu hafi enn praktíska þýðingu. Fjarlægð milli staða sé sums staðar mikil úti á landi. Með tveimur samliggjandi helgidögum sé hægt að halda guðsþjónustu fyrir alla sem vilja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×