Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. maí 2018 13:04 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. Hann kveðst vona að ólíkar fylkingar innan hópsins geti staðið saman á baráttudegi verkalýðsins. 1. maí verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag venju samkvæmt. Þó dagurinn hafi heilsað nokkuð kuldalega á höfuðborgarsvæðinu kveðst Gylfi vonast eftir fjölmenni í kröfugöngu í miðborginni, enda sé ærin ástæða til. „Framganga stjórnmálanna, bæði með kjararáð og að stjórnvöld skuli nú á sama tíma vera að hækka skattbyrði þeirra tekjulægstu og vera síðan að lækka skattbyrði þeirra hæstu, bæði efnameiri og tekjumestu, það auðvitað er eitthvað sem menn sætta sig ekki við og hafa lagt grunn að reiði,“ segir Gylfi. Gylfi segir þörf á skattabreytingum fyrir hina verst stöddu og umfangsmiklum umbótum í velferðarkerfinu. Þá sé brýnt að styðja við tekjulága á húsnæðismarkaði. „Það þarf að fjölga þeim íbúðum sem við erum að byggja í almenna íbúðakerfinu svo fleiri geti fengið lausnir á einhverju verði sem er þá viðráðanlegt þessum tekjuhópum. Ég held að það séu mjög stór verkefni þarna.“ Gengið verður frá horni Laugavegs og Snorrabrautar klukkan 13:30 og verður gengið á Ingólfstorg þar sem samstöðufundur hefst klukkan 14:10. Meðal ræðumanna þar verður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sá hefur í gegnum tíðina sent Gylfa kaldar kveðjur, kallað hann varðhund okurvaxta og verðtryggingar og sagt hreyfinguna rúna trausti.En á Gylfi von á að samstaða náist innan klofinnar hreyfingar á næstunni?„Það er allavega mín von vegna þess að ég finn ekki mikinn málefnalegan ágreining. Það er auðvitað óþreyja, það er auðvitað gagnrýni og hún er í sjálfu sér eðlileg. Vonandi auðnast okkur að ná saman því það er alveg ljóst hver vandinn er.“ Vandann segir Gylfi felast í sameiginlegum andstæðingi. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld en þannig er það bara og við verðum einhvern veginn að finna leiðir til þess hvernig við glímum við það. Það gerum við saman.“ Kjaramál Tengdar fréttir Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. Hann kveðst vona að ólíkar fylkingar innan hópsins geti staðið saman á baráttudegi verkalýðsins. 1. maí verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag venju samkvæmt. Þó dagurinn hafi heilsað nokkuð kuldalega á höfuðborgarsvæðinu kveðst Gylfi vonast eftir fjölmenni í kröfugöngu í miðborginni, enda sé ærin ástæða til. „Framganga stjórnmálanna, bæði með kjararáð og að stjórnvöld skuli nú á sama tíma vera að hækka skattbyrði þeirra tekjulægstu og vera síðan að lækka skattbyrði þeirra hæstu, bæði efnameiri og tekjumestu, það auðvitað er eitthvað sem menn sætta sig ekki við og hafa lagt grunn að reiði,“ segir Gylfi. Gylfi segir þörf á skattabreytingum fyrir hina verst stöddu og umfangsmiklum umbótum í velferðarkerfinu. Þá sé brýnt að styðja við tekjulága á húsnæðismarkaði. „Það þarf að fjölga þeim íbúðum sem við erum að byggja í almenna íbúðakerfinu svo fleiri geti fengið lausnir á einhverju verði sem er þá viðráðanlegt þessum tekjuhópum. Ég held að það séu mjög stór verkefni þarna.“ Gengið verður frá horni Laugavegs og Snorrabrautar klukkan 13:30 og verður gengið á Ingólfstorg þar sem samstöðufundur hefst klukkan 14:10. Meðal ræðumanna þar verður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sá hefur í gegnum tíðina sent Gylfa kaldar kveðjur, kallað hann varðhund okurvaxta og verðtryggingar og sagt hreyfinguna rúna trausti.En á Gylfi von á að samstaða náist innan klofinnar hreyfingar á næstunni?„Það er allavega mín von vegna þess að ég finn ekki mikinn málefnalegan ágreining. Það er auðvitað óþreyja, það er auðvitað gagnrýni og hún er í sjálfu sér eðlileg. Vonandi auðnast okkur að ná saman því það er alveg ljóst hver vandinn er.“ Vandann segir Gylfi felast í sameiginlegum andstæðingi. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld en þannig er það bara og við verðum einhvern veginn að finna leiðir til þess hvernig við glímum við það. Það gerum við saman.“
Kjaramál Tengdar fréttir Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56
Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46