Börnin okkar – 8. maí Ásmundur Einar Daðason skrifar 2. maí 2018 10:00 Í velferðarmálum ræðum við oft um hvernig eigi að bregðast við vanda sem þegar er til staðar. En getur samfélagið gripið fyrr inn með aðstoð? Erum við að leggja nægilega áherslu á forvarnir og snemmtæka íhlutun með sérstakri áherslu á að styrkja fjölskyldur og börn í áhættu? Eftir talsverða yfirferð hef ég ákveðið að setja af stað vinnu við að endurskoða félagslega umgjörð þegar kemur að málefnum barna með sérstakri áherslu á snemmtæka íhlutun. Ráðherrar málaflokka sem bera ábyrgð á málasviðum sem tengjast börnum og fjölskyldum þeirra, sveitarfélög, grunnskóli, heilbrigðisþjónustan, barnavernd, frjáls félagasamtök o.fl. þurfa að koma að þessari umræðu. Við þurfum að stefna að þverpólitískri nálgun og sátt. Samþætta þarf þjónustu ólíkra aðila og auka samfellu svo hún sé betur sniðin að þörfum barna. Þessi vinna verður formlega sett af stað með ráðstefnu 8. maí næstkomandi, þar sem hugsunin er að fá sem flesta að borðinu. Yfirskriftin er „Snemmtæk íhlutun í málefnum barna á Íslandi“ eða SIMBI. Þar verður unnt að hlýða bæði á innlenda og erlenda fyrirlesara auk þess sem ætlunin er að öllum gefist færi á að taka þátt í umræðum og koma með ábendingar um forgangsröðun. Skráning, dagskrá og allar nánari upplýsingar eru á www.radstefna.is. Í framhaldinu verður skipaður stýrihópur sem fer með það hlutverk að halda utan um vinnuna í þverpólitísku samráði og með aðkomu þeirra sem koma að málefnum barna. Í þeirri vinnu þurfum við að leyfa okkur að hugsa „út fyrir rammann“ horfa til breyttrar nálgunar í veitingu þjónustu, mögulegra kerfisbreytinga, sameininga á þjónustutilboðum og leggja enn meiri áherslu á snemmtæka íhlutun og samfellu í þjónustu. Ég tel mikilvægt, fyrir börnin okkar og samfélagið í heild, að við náum fram breytingum. Í þeirri vinnu skipta öll sjónarmið miklu máli og þess vegna viljum við fá þig að borðinu 8. maí næstkomandi.Höfundur er félagsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í velferðarmálum ræðum við oft um hvernig eigi að bregðast við vanda sem þegar er til staðar. En getur samfélagið gripið fyrr inn með aðstoð? Erum við að leggja nægilega áherslu á forvarnir og snemmtæka íhlutun með sérstakri áherslu á að styrkja fjölskyldur og börn í áhættu? Eftir talsverða yfirferð hef ég ákveðið að setja af stað vinnu við að endurskoða félagslega umgjörð þegar kemur að málefnum barna með sérstakri áherslu á snemmtæka íhlutun. Ráðherrar málaflokka sem bera ábyrgð á málasviðum sem tengjast börnum og fjölskyldum þeirra, sveitarfélög, grunnskóli, heilbrigðisþjónustan, barnavernd, frjáls félagasamtök o.fl. þurfa að koma að þessari umræðu. Við þurfum að stefna að þverpólitískri nálgun og sátt. Samþætta þarf þjónustu ólíkra aðila og auka samfellu svo hún sé betur sniðin að þörfum barna. Þessi vinna verður formlega sett af stað með ráðstefnu 8. maí næstkomandi, þar sem hugsunin er að fá sem flesta að borðinu. Yfirskriftin er „Snemmtæk íhlutun í málefnum barna á Íslandi“ eða SIMBI. Þar verður unnt að hlýða bæði á innlenda og erlenda fyrirlesara auk þess sem ætlunin er að öllum gefist færi á að taka þátt í umræðum og koma með ábendingar um forgangsröðun. Skráning, dagskrá og allar nánari upplýsingar eru á www.radstefna.is. Í framhaldinu verður skipaður stýrihópur sem fer með það hlutverk að halda utan um vinnuna í þverpólitísku samráði og með aðkomu þeirra sem koma að málefnum barna. Í þeirri vinnu þurfum við að leyfa okkur að hugsa „út fyrir rammann“ horfa til breyttrar nálgunar í veitingu þjónustu, mögulegra kerfisbreytinga, sameininga á þjónustutilboðum og leggja enn meiri áherslu á snemmtæka íhlutun og samfellu í þjónustu. Ég tel mikilvægt, fyrir börnin okkar og samfélagið í heild, að við náum fram breytingum. Í þeirri vinnu skipta öll sjónarmið miklu máli og þess vegna viljum við fá þig að borðinu 8. maí næstkomandi.Höfundur er félagsmálaráðherra
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar