43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. maí 2018 10:00 Maradona og Caniggia. Þvílíkir leikmenn. vísir/getty „Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. Þessi orð Bjarna féllu á HM 1994 þegar búið var að taka Argentínumanninn Claudio Caniggia af velli í leik á mótinu. Diego Armando Maradona var þá farinn heim af mótinu eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Caniggia hafði árið áður lent í því að fara í leikbann vegna kókaínnotkunar. Þeir kókaínbræður náðu tveimur leikjum saman á HM 1994 og eftirminnilegt er þegar Caniggia skoraði tvö mörk í sigri á Nígeríu.Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia eru tveir af bestu fótboltamönnum í sögu Argentínu en breyskir voru þeir og fannst stundum fram úr hófi gott að skemmta sér. Þá áttu þeir það til að leita í fíkniefnin. Maradona er auðvitað besti knattspyrnumaður fótboltasögunnar en hans landsliðsferli lauk á HM í Bandaríkjunum. Hann skoraði mark gegn Grikklandi en féll á lyfjaprófi eftir annan leik Argentínu á mótinu og var sendur heim. Úr DV.Sorglegur endir á ótrúlegum landsliðsferli sem taldi 91 leik, 34 mörk og einn heimsmeistaratitil sem kom árið 1986. Það er stundum sagt að Maradona hafi unnið það mót upp á eigin spýtur. Kannski svolítið sterk fullyrðing en frammistaða Maradona í Mexíkó var vissulega einstök á tímum þar sem leikmenn komust upp með að brjóta mjög grimmt ámönnum.Markið sem grætti Brassana Maradona og Caniggia náði einkar vel saman á HM 1990 og eftirminnilegast er þegar Caniggia skoraði sigurmarkið gegn Brasilíu eftir frábæran undirbúning Maradona. Maradona dró nánast alla vörn Brasilíu í sig. Losaði svo boltann á hárréttum tíma til Caniggia sem sólaði Taffarel í markinu og lagði boltann í netið. Snilld. Maradona og Caniggia voru miklir vinir. Svo miklir að eiginkona Caniggia hélt að Maradona væri ástfanginn af sínum manni. „Það hlýtur að vera út af síða hárinu og vöðvunum,“ sagði Caniggia. Flestir sem fylgdust með mótinu árið 1990 gleyma því líklega ekki hvernig Kamerúnar fóru með Caniggia sem bjó yfir ógnarlegum hraða. Hann var sagður hafa hlaupið 100 metrana á 10,7 sekúndum er hann keppti í frjálsíþróttum áður en hann fór alla leið í boltanum.Eftirminnilegasta tækling HM Þeir negldu hann niður hvað eftir annað í leiknum og tækling Benjamin Massing eftir stórkostlegan sprett Caniggia gleymist aldrei. Nokkrir félagar hans voru búnir að reyna að sparka Caniggia niður án árangurs en Massing gekk í verkið af fullu afli. Svo miklu að skórinn fauk af Kamerúnanum í átökunum. Massing lést í desember síðastliðnum en hans er enn minnst fyrir þessa ótrúlegu tæklingu.Caniggia er í dag orðinn 51 árs gamall í dag en hann lagði skóna á hilluna árið 2004. Hann fékk 13 mánaða bann fyrir kókaínnotkun árið 1993. Framherjinn varð fyrir miklu áfalli árið 1996 er móðir hans svipti sig lífi er hún hoppaði af fimmtu hæð fjölbýlishúss. Hann lék þá ekkert í heila leiktíð meðan hann syrgði móður sína. Eftir að hafa ekki verið í landsliðliðinu í mörg ár fór Caniggia óvænt með Argentínu á HM árið 2002 en fékk ekki að spila. Honum tókst aftur á móti að næla sér í rauða spjaldið á bekknum í leik gegn Svíum. Fyrsti leikmaðurinn í sögu HM sem fær rautt á HM. Vasklega gert. Spurning hvort einhver leiki það eftir í Rússlandi? HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana Sjá meira
„Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. Þessi orð Bjarna féllu á HM 1994 þegar búið var að taka Argentínumanninn Claudio Caniggia af velli í leik á mótinu. Diego Armando Maradona var þá farinn heim af mótinu eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Caniggia hafði árið áður lent í því að fara í leikbann vegna kókaínnotkunar. Þeir kókaínbræður náðu tveimur leikjum saman á HM 1994 og eftirminnilegt er þegar Caniggia skoraði tvö mörk í sigri á Nígeríu.Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia eru tveir af bestu fótboltamönnum í sögu Argentínu en breyskir voru þeir og fannst stundum fram úr hófi gott að skemmta sér. Þá áttu þeir það til að leita í fíkniefnin. Maradona er auðvitað besti knattspyrnumaður fótboltasögunnar en hans landsliðsferli lauk á HM í Bandaríkjunum. Hann skoraði mark gegn Grikklandi en féll á lyfjaprófi eftir annan leik Argentínu á mótinu og var sendur heim. Úr DV.Sorglegur endir á ótrúlegum landsliðsferli sem taldi 91 leik, 34 mörk og einn heimsmeistaratitil sem kom árið 1986. Það er stundum sagt að Maradona hafi unnið það mót upp á eigin spýtur. Kannski svolítið sterk fullyrðing en frammistaða Maradona í Mexíkó var vissulega einstök á tímum þar sem leikmenn komust upp með að brjóta mjög grimmt ámönnum.Markið sem grætti Brassana Maradona og Caniggia náði einkar vel saman á HM 1990 og eftirminnilegast er þegar Caniggia skoraði sigurmarkið gegn Brasilíu eftir frábæran undirbúning Maradona. Maradona dró nánast alla vörn Brasilíu í sig. Losaði svo boltann á hárréttum tíma til Caniggia sem sólaði Taffarel í markinu og lagði boltann í netið. Snilld. Maradona og Caniggia voru miklir vinir. Svo miklir að eiginkona Caniggia hélt að Maradona væri ástfanginn af sínum manni. „Það hlýtur að vera út af síða hárinu og vöðvunum,“ sagði Caniggia. Flestir sem fylgdust með mótinu árið 1990 gleyma því líklega ekki hvernig Kamerúnar fóru með Caniggia sem bjó yfir ógnarlegum hraða. Hann var sagður hafa hlaupið 100 metrana á 10,7 sekúndum er hann keppti í frjálsíþróttum áður en hann fór alla leið í boltanum.Eftirminnilegasta tækling HM Þeir negldu hann niður hvað eftir annað í leiknum og tækling Benjamin Massing eftir stórkostlegan sprett Caniggia gleymist aldrei. Nokkrir félagar hans voru búnir að reyna að sparka Caniggia niður án árangurs en Massing gekk í verkið af fullu afli. Svo miklu að skórinn fauk af Kamerúnanum í átökunum. Massing lést í desember síðastliðnum en hans er enn minnst fyrir þessa ótrúlegu tæklingu.Caniggia er í dag orðinn 51 árs gamall í dag en hann lagði skóna á hilluna árið 2004. Hann fékk 13 mánaða bann fyrir kókaínnotkun árið 1993. Framherjinn varð fyrir miklu áfalli árið 1996 er móðir hans svipti sig lífi er hún hoppaði af fimmtu hæð fjölbýlishúss. Hann lék þá ekkert í heila leiktíð meðan hann syrgði móður sína. Eftir að hafa ekki verið í landsliðliðinu í mörg ár fór Caniggia óvænt með Argentínu á HM árið 2002 en fékk ekki að spila. Honum tókst aftur á móti að næla sér í rauða spjaldið á bekknum í leik gegn Svíum. Fyrsti leikmaðurinn í sögu HM sem fær rautt á HM. Vasklega gert. Spurning hvort einhver leiki það eftir í Rússlandi?
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00
45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00
48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00