Ill nauðsyn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. maí 2018 10:00 „Þökk sé uppgötvun þinni munu kynslóðir framtíðarinnar aðeins hafa kynni af hinni ógeðfelldu bólusótt í gegnum venjur fyrri alda.“ Þetta ritaði Thomas Jefferson árið 1806, þá forseti Bandaríkjanna, í bréfi til enska vísindamannsins Edwards Jenner. Seint á 18. öld ruddi Jenner brautina fyrir eina af grunnforsendum nútíma heilbrigðisþjónustu þegar hann þróaði fyrsta bóluefnið. Hundrað og sjötíu árum eftir að þakkarbréf Jeffersons barst Jenner lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að bólusótt, einni hörmulegustu pest mannkynssögunnar, hefði verið útrýmt. Þó svo að gjöf Jenners hafi verið mikilvæg þá var það ekki aðeins uppgötvun hans sem leiddi til sigurs yfir bólusóttarveirunni, heldur var það grettistak alþjóðasamfélagsins, undir merkjum WHO, sem varð til þess að endanlegt markmið um útrýmingu náðist. Sama hversu öflugt bóluefnið er þá er sjálf bólusetningin lykilatriði. Því miður er það svo að lítill skilningur á bólusetningum, ásamt útbreiðslu villandi upplýsinga um þær, litlu trausti til sjúkrastofnana og vandræða við framkvæmd og skráningu, hefur valdið því að hlutfall þeirra sem fara í bólusetningu hér á landi og víðar hefur farið niður á við undanfarin ár. Árið 2017 greindust 22 þúsund tilfelli af mislingum í Evrópu. Síðasta ár var metár í þessum efnum. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru staðfest smit í Evrópu ellefu þúsund. Í dag er staðan sú að í mörgum löndum er bólusetningarhlutfall komið niður fyrir 95 prósent, sem er viðmið WHO. Hér á Íslandi erum við einnig komin niður fyrir viðmiðunarmörk bólusetninga hjá börnum milli 12 mánaða og fjögurra ára. Það sem er í húfi er ekkert annað en framtíðarvelferð þess samfélags sem við höfum tekið höndum saman um að skapa og rækta. Linkind gagnvart þeim sem vanrækja bólusetningar á ekki að líðast. Á undanförnum misserum hafa yfirvöld á Ítalíu og í Frakklandi, af illri nauðsyn, innleitt reglur sem skylda fólk í bólusetningar. Það að tryggja ásættanlegt hlutfall bólusettra með löggjöf eða reglugerðarbreytingum hefur ekkert með val einstaklingsins að gera, heldur heildarhagsmuni samfélagsins með tilliti til hjarðónæmis og þeirra sem veikir eru fyrir. Eins og Thomas Jefferson gerði sér grein fyrir hefur skilvirk bólusetning jákvæð áhrif til skemmri og lengri tíma. Minnkandi þátttaka í bólusetningum er ekki nýtt fyrirbæri. Því þarf að efla það góða starf sem þegar hefur verið unnið og tryggja að fólk mæti í bólusetningu og að framkvæmd og umgjörð hennar sé eins og best verður á kosið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
„Þökk sé uppgötvun þinni munu kynslóðir framtíðarinnar aðeins hafa kynni af hinni ógeðfelldu bólusótt í gegnum venjur fyrri alda.“ Þetta ritaði Thomas Jefferson árið 1806, þá forseti Bandaríkjanna, í bréfi til enska vísindamannsins Edwards Jenner. Seint á 18. öld ruddi Jenner brautina fyrir eina af grunnforsendum nútíma heilbrigðisþjónustu þegar hann þróaði fyrsta bóluefnið. Hundrað og sjötíu árum eftir að þakkarbréf Jeffersons barst Jenner lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að bólusótt, einni hörmulegustu pest mannkynssögunnar, hefði verið útrýmt. Þó svo að gjöf Jenners hafi verið mikilvæg þá var það ekki aðeins uppgötvun hans sem leiddi til sigurs yfir bólusóttarveirunni, heldur var það grettistak alþjóðasamfélagsins, undir merkjum WHO, sem varð til þess að endanlegt markmið um útrýmingu náðist. Sama hversu öflugt bóluefnið er þá er sjálf bólusetningin lykilatriði. Því miður er það svo að lítill skilningur á bólusetningum, ásamt útbreiðslu villandi upplýsinga um þær, litlu trausti til sjúkrastofnana og vandræða við framkvæmd og skráningu, hefur valdið því að hlutfall þeirra sem fara í bólusetningu hér á landi og víðar hefur farið niður á við undanfarin ár. Árið 2017 greindust 22 þúsund tilfelli af mislingum í Evrópu. Síðasta ár var metár í þessum efnum. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru staðfest smit í Evrópu ellefu þúsund. Í dag er staðan sú að í mörgum löndum er bólusetningarhlutfall komið niður fyrir 95 prósent, sem er viðmið WHO. Hér á Íslandi erum við einnig komin niður fyrir viðmiðunarmörk bólusetninga hjá börnum milli 12 mánaða og fjögurra ára. Það sem er í húfi er ekkert annað en framtíðarvelferð þess samfélags sem við höfum tekið höndum saman um að skapa og rækta. Linkind gagnvart þeim sem vanrækja bólusetningar á ekki að líðast. Á undanförnum misserum hafa yfirvöld á Ítalíu og í Frakklandi, af illri nauðsyn, innleitt reglur sem skylda fólk í bólusetningar. Það að tryggja ásættanlegt hlutfall bólusettra með löggjöf eða reglugerðarbreytingum hefur ekkert með val einstaklingsins að gera, heldur heildarhagsmuni samfélagsins með tilliti til hjarðónæmis og þeirra sem veikir eru fyrir. Eins og Thomas Jefferson gerði sér grein fyrir hefur skilvirk bólusetning jákvæð áhrif til skemmri og lengri tíma. Minnkandi þátttaka í bólusetningum er ekki nýtt fyrirbæri. Því þarf að efla það góða starf sem þegar hefur verið unnið og tryggja að fólk mæti í bólusetningu og að framkvæmd og umgjörð hennar sé eins og best verður á kosið.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun