Snjallborgin Reykjavík Dagur B. Eggertsson skrifar 3. maí 2018 07:00 Í dag stendur Reykjavíkurborg fyrir ráðstefnu um snjallborgina Reykjavík í Hörpu. Á undanförnum árum höfum við lagt mikla áherslu á að nýta tækni í þjónustu við íbúa borgarinnar. Við fengum framsæknar tillögur úr starfshópi um snjallborgina Reykjavík, höfum starfað mikið með Cisco um að Reykjavík verði tilraunasvæði snjallborgar, Vodafone er samstarfsaðili okkar um snjallvæðingu Klambratúns og við höfum gert samninga við fyrirtæki í velferðarmálum sem mun bæta þjónustu við eldri borgara með nýrri velferðartækni. Allt er þetta hluti af snjallborginni Reykjavík sem er nokkurs konar samheiti yfir nýjar hugmyndir á viðfangsefni í borgarrekstri.Aukin lífsgæði, betri þjónusta og tæknibreytingar Reykjavík starfar í nýstárlegu landslagi sífellt örari tækniframfara og samfélagsbreytinga sem umbylta viðteknum venjum og gömlum gildum. Þar er mikilvægt að muna að Reykjavík er líka staðsett í samkeppnisumhverfi norrænna og evrópskra borga sem keppast um að laða til sín fólk. Nýleg úttekt Norrænu ráðherranefndarinnar leiddi í ljós að Reykjavík er að hækka verulega í samkeppnishæfni og lífsgæðum samanborið við helstu svæði á Norðurlöndum. Ljósleiðaravæðingin Það sem gerir Reykjavík að einstökum stað til snjallborgarvæðingar er að nú þegar höfum við ljósleiðaravætt allt höfuðborgarsvæðið sem hefur skilað okkur í fremstu röð snjallborga. Við búum við græna orku, tæknilæsi hér er mikið og fólkið okkar er vel menntað. Reykjavík hefur náð árangri sem hefur vakið mikla athygli erlendis við þróun þátttökulýðræðis og Reykjavík hefur alla burði til að gera hið sama sem snjallborg. Fólk frekar en tæki Á ráðstefnunni í Hörpu í dag gefst okkur tækifæri til að fá innsýn í snjallborgina Reykjavík og á hvaða leið við erum – en um leið heyra um það sem er efst á baugi í lausnum og framtíðarsýn á þau verkefni sem allar nútímaborgir eru að kljást við í dag.Höfundur er borgarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Kosningar 2018 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag stendur Reykjavíkurborg fyrir ráðstefnu um snjallborgina Reykjavík í Hörpu. Á undanförnum árum höfum við lagt mikla áherslu á að nýta tækni í þjónustu við íbúa borgarinnar. Við fengum framsæknar tillögur úr starfshópi um snjallborgina Reykjavík, höfum starfað mikið með Cisco um að Reykjavík verði tilraunasvæði snjallborgar, Vodafone er samstarfsaðili okkar um snjallvæðingu Klambratúns og við höfum gert samninga við fyrirtæki í velferðarmálum sem mun bæta þjónustu við eldri borgara með nýrri velferðartækni. Allt er þetta hluti af snjallborginni Reykjavík sem er nokkurs konar samheiti yfir nýjar hugmyndir á viðfangsefni í borgarrekstri.Aukin lífsgæði, betri þjónusta og tæknibreytingar Reykjavík starfar í nýstárlegu landslagi sífellt örari tækniframfara og samfélagsbreytinga sem umbylta viðteknum venjum og gömlum gildum. Þar er mikilvægt að muna að Reykjavík er líka staðsett í samkeppnisumhverfi norrænna og evrópskra borga sem keppast um að laða til sín fólk. Nýleg úttekt Norrænu ráðherranefndarinnar leiddi í ljós að Reykjavík er að hækka verulega í samkeppnishæfni og lífsgæðum samanborið við helstu svæði á Norðurlöndum. Ljósleiðaravæðingin Það sem gerir Reykjavík að einstökum stað til snjallborgarvæðingar er að nú þegar höfum við ljósleiðaravætt allt höfuðborgarsvæðið sem hefur skilað okkur í fremstu röð snjallborga. Við búum við græna orku, tæknilæsi hér er mikið og fólkið okkar er vel menntað. Reykjavík hefur náð árangri sem hefur vakið mikla athygli erlendis við þróun þátttökulýðræðis og Reykjavík hefur alla burði til að gera hið sama sem snjallborg. Fólk frekar en tæki Á ráðstefnunni í Hörpu í dag gefst okkur tækifæri til að fá innsýn í snjallborgina Reykjavík og á hvaða leið við erum – en um leið heyra um það sem er efst á baugi í lausnum og framtíðarsýn á þau verkefni sem allar nútímaborgir eru að kljást við í dag.Höfundur er borgarstjóri
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar