Framsókn gegn vaxandi kvíða og þunglyndi Bergþór Smári Pálmason Sighvats skrifar 3. maí 2018 07:00 Við Íslendingar eigum hér um bil met í því að setja börnin okkar á þunglyndislyf. Við byrjum að setja 5 ára börn á lyf því þeim líður illa. Þunglyndislyf hjá börnum undir 14 ára þekkist varla í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við þannig að við erum að gera eitthvað rangt. Vaxandi kvíði og þunglyndi meðal barnanna okkar er virkilegt vandamál. Það hefur verið í umræðunni að allt of margt ungt fólk er að koma úr skólakerfinu okkar með brotið sjálfsálit. Ástæðurnar á bak við þetta eru margþættar, prófkvíði reynist þeim um megn, stress frá félagslífinu og umhverfinu, heimilislífinu er ábótavant, samfélagsmiðlar anda ofan í hálsmálið á þeim, einelti, félagsfælni, laskað sjálfstraust, vanþekking og fáfræði foreldra og kennara á vandamálinu eða einhver setti ekki „Like“ á nýjustu Facebook-færsluna. Hver sem ástæðan er þá er vandinn til staðar. Við erum að horfa á gríðarlega fjölgun ungra öryrkja sökum geðrænna kvilla. Börnin okkar eru að verða félagsfælin, kvíðin og þau skortir sjálfstraust. Við erum dugleg að tala um vandamálið en hver er lausnin? Við verðum að vera framsækin í vitundarvakningu á þunglyndi. Fræðslufundir og námskeið verða að vera aðgengileg fyrir börnin sem og foreldra þeirra. Margir foreldrar eru ekki meðvitaðir um vandamálið fyrr en það er orðið of seint og það er vandamál út af fyrir sig. Mörg börn sem eru þunglynd eru heldur ekki meðvituð um það, þau færa rök fyrir hugsunum sínum og sannfæra sjálf sig um það að það sé allt í lagi að hata sjálfan sig, það sé eðlilegt. En það er ekkert eðlilegt við það að líta á sjálfan sig sem eitthvert úrhrak. Það skortir almenna þekkingu á þunglyndi og hvernig hugarheimur þunglyndra virkar. Það sem þarf að gera er að grípa barnið áður en þunglyndið festir sig í sessi. Við verðum að skima skólastofur og greina börnin hraðar og verðum að vanda til verks. Við verðum að vera vakandi fyrir áhættueinkennum og kunna að taka eftir þeim. Við verðum að hlúa að börnunum okkar. Börnin eru okkar dýrmætasta auðlind, þau sem eiga eftir að taka við af okkur.Höfundur er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar eigum hér um bil met í því að setja börnin okkar á þunglyndislyf. Við byrjum að setja 5 ára börn á lyf því þeim líður illa. Þunglyndislyf hjá börnum undir 14 ára þekkist varla í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við þannig að við erum að gera eitthvað rangt. Vaxandi kvíði og þunglyndi meðal barnanna okkar er virkilegt vandamál. Það hefur verið í umræðunni að allt of margt ungt fólk er að koma úr skólakerfinu okkar með brotið sjálfsálit. Ástæðurnar á bak við þetta eru margþættar, prófkvíði reynist þeim um megn, stress frá félagslífinu og umhverfinu, heimilislífinu er ábótavant, samfélagsmiðlar anda ofan í hálsmálið á þeim, einelti, félagsfælni, laskað sjálfstraust, vanþekking og fáfræði foreldra og kennara á vandamálinu eða einhver setti ekki „Like“ á nýjustu Facebook-færsluna. Hver sem ástæðan er þá er vandinn til staðar. Við erum að horfa á gríðarlega fjölgun ungra öryrkja sökum geðrænna kvilla. Börnin okkar eru að verða félagsfælin, kvíðin og þau skortir sjálfstraust. Við erum dugleg að tala um vandamálið en hver er lausnin? Við verðum að vera framsækin í vitundarvakningu á þunglyndi. Fræðslufundir og námskeið verða að vera aðgengileg fyrir börnin sem og foreldra þeirra. Margir foreldrar eru ekki meðvitaðir um vandamálið fyrr en það er orðið of seint og það er vandamál út af fyrir sig. Mörg börn sem eru þunglynd eru heldur ekki meðvituð um það, þau færa rök fyrir hugsunum sínum og sannfæra sjálf sig um það að það sé allt í lagi að hata sjálfan sig, það sé eðlilegt. En það er ekkert eðlilegt við það að líta á sjálfan sig sem eitthvert úrhrak. Það skortir almenna þekkingu á þunglyndi og hvernig hugarheimur þunglyndra virkar. Það sem þarf að gera er að grípa barnið áður en þunglyndið festir sig í sessi. Við verðum að skima skólastofur og greina börnin hraðar og verðum að vanda til verks. Við verðum að vera vakandi fyrir áhættueinkennum og kunna að taka eftir þeim. Við verðum að hlúa að börnunum okkar. Börnin eru okkar dýrmætasta auðlind, þau sem eiga eftir að taka við af okkur.Höfundur er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun