Cayenne E-Hybrid úr 416 í 455 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2018 10:00 Cayenne E-Hybrid verður enn kraftmeiri. Porsche Cayenne E-Hybrid af nýju kynslóðinni kemur á markað á næsta ári og þá með aflmeiri drifrás. Núverandi gerð bílsins er með 416 hestafla drifrás sem samanstendur af brunavél og 95 hestafla rafmótor. Í næstu kynslóð verður áfram 3,0 lítra V6 bensínvél með forþjöppu og einn 134 hestafla rafmótor og mun drifrásin þá samtals skila 455 hestöflum til allra hjóla bílsins. Rafmótorinn fær afl frá 14,1 kWh lithium-ion rafhlöðu sem fullhlaða má á aðeins tveimur klukkutímum og 18 mínútum með nýrri 7,2 kW hleðslustöð. Aflaukning bílsins milli kynslóða gerir það að verkum að spretturinn í hundraðið fer úr 5,9 sekúndum í 4,7 sekúndur og verður þessi jeppi því með allra sneggstu jeppum. Hámarkshraðinn er 253 km/klst. Porsche Cayenne E-Hybrid er að ytra útliti ekki frábrugðinn venjulegum Cayenne nema að því leyti að bremsubúnaður bílsins er grænn að lit. Hjá Bílabúð Benna má fá núverandi gerð Porsche Cayenne E-Hybrid á 10.950.000 krónur. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent
Porsche Cayenne E-Hybrid af nýju kynslóðinni kemur á markað á næsta ári og þá með aflmeiri drifrás. Núverandi gerð bílsins er með 416 hestafla drifrás sem samanstendur af brunavél og 95 hestafla rafmótor. Í næstu kynslóð verður áfram 3,0 lítra V6 bensínvél með forþjöppu og einn 134 hestafla rafmótor og mun drifrásin þá samtals skila 455 hestöflum til allra hjóla bílsins. Rafmótorinn fær afl frá 14,1 kWh lithium-ion rafhlöðu sem fullhlaða má á aðeins tveimur klukkutímum og 18 mínútum með nýrri 7,2 kW hleðslustöð. Aflaukning bílsins milli kynslóða gerir það að verkum að spretturinn í hundraðið fer úr 5,9 sekúndum í 4,7 sekúndur og verður þessi jeppi því með allra sneggstu jeppum. Hámarkshraðinn er 253 km/klst. Porsche Cayenne E-Hybrid er að ytra útliti ekki frábrugðinn venjulegum Cayenne nema að því leyti að bremsubúnaður bílsins er grænn að lit. Hjá Bílabúð Benna má fá núverandi gerð Porsche Cayenne E-Hybrid á 10.950.000 krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent