Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier gerir stóran samning við Facebook Hörður Ægisson skrifar 3. maí 2018 06:00 Tækni fyrirtækisins gera tölvum kleift að leita í myndefni. Videntifier Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier hefur gert stóran samning við Facebook sem felst í því að Facebook kaupir afnot af hugbúnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað undanfarinn áratug. Fram kemur í tilkynningu að samningurinn marki tímamót í sögu Videntifier vegna umtalsverðra tekna sem honum fylgja og eins þeirrar viðurkenningar að stærsti samfélagsmiðill heims hyggist nýta sér tækni fyrirtækisins. Videntifier var stofnað 2008 til að hagnýta byltingarkennda tækni sem þróuð var í Háskólanum í Reykjavík. Með tækninni geta tölvur borið kennsl á flókið myndefni, bæði kyrrmyndir og kvikmyndir, óháð framsetningu og breytingum. Tæknin var þróuð af lykilstofnendum fyrirtækisins, Herwig Lejsek og Friðriki Ásmundssyni, í samstarfi við Björn Þór Jónsson, dósent við HR, og fleiri.Ari Kristinn Jónsson, stjórnarformaður Videntifier.„Þessi samningur er mikil viðurkenning á þeirri tækni sem við höfum verið að þróa síðustu 10 ár,“ segir Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier. HR var einn af stofnaðilum Videntifier og hefur Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, verið stjórnarformaður fyrirtækisins frá stofnun. Hann segir þennan áfanga „gott dæmi um hversu mikil tækifæri og verðmæti er hægt að skapa á grunni hugvits hér á Íslandi, en það mun skipta Ísland öllu til framtíðar að hafa mannauð og umhverfi sem skila svona áföngum miklu oftar.“ Interpol er stærsti viðskiptavinur Videntifier og flestir viðskiptavinir eru stofnanir sem sinna löggæslu- og eftirlitsstörfum. Hjá þessum aðilum er tæknin notuð til að bera kennsl á ólöglegt myndefni. Tekjur Videntifier námu 148 milljónum króna á árinu 2016 og jukust þá um 60 prósent frá fyrra ári. Rekstrartap félagsins var tæplega tvær milljónir. Stærsti hluthafi Videntifier í árslok 2016 var Ingi Guðjónsson, fjárfestir og einn eigenda Lyfju, en aðrir helstu hluthafar eru Herwig, Friðrik og HR. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier hefur gert stóran samning við Facebook sem felst í því að Facebook kaupir afnot af hugbúnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað undanfarinn áratug. Fram kemur í tilkynningu að samningurinn marki tímamót í sögu Videntifier vegna umtalsverðra tekna sem honum fylgja og eins þeirrar viðurkenningar að stærsti samfélagsmiðill heims hyggist nýta sér tækni fyrirtækisins. Videntifier var stofnað 2008 til að hagnýta byltingarkennda tækni sem þróuð var í Háskólanum í Reykjavík. Með tækninni geta tölvur borið kennsl á flókið myndefni, bæði kyrrmyndir og kvikmyndir, óháð framsetningu og breytingum. Tæknin var þróuð af lykilstofnendum fyrirtækisins, Herwig Lejsek og Friðriki Ásmundssyni, í samstarfi við Björn Þór Jónsson, dósent við HR, og fleiri.Ari Kristinn Jónsson, stjórnarformaður Videntifier.„Þessi samningur er mikil viðurkenning á þeirri tækni sem við höfum verið að þróa síðustu 10 ár,“ segir Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier. HR var einn af stofnaðilum Videntifier og hefur Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, verið stjórnarformaður fyrirtækisins frá stofnun. Hann segir þennan áfanga „gott dæmi um hversu mikil tækifæri og verðmæti er hægt að skapa á grunni hugvits hér á Íslandi, en það mun skipta Ísland öllu til framtíðar að hafa mannauð og umhverfi sem skila svona áföngum miklu oftar.“ Interpol er stærsti viðskiptavinur Videntifier og flestir viðskiptavinir eru stofnanir sem sinna löggæslu- og eftirlitsstörfum. Hjá þessum aðilum er tæknin notuð til að bera kennsl á ólöglegt myndefni. Tekjur Videntifier námu 148 milljónum króna á árinu 2016 og jukust þá um 60 prósent frá fyrra ári. Rekstrartap félagsins var tæplega tvær milljónir. Stærsti hluthafi Videntifier í árslok 2016 var Ingi Guðjónsson, fjárfestir og einn eigenda Lyfju, en aðrir helstu hluthafar eru Herwig, Friðrik og HR.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira