Toppbaráttan verður jafnari Hjörvar Ólafsson skrifar 3. maí 2018 10:30 Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu rúllar af stað í kvöld með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung-vellinum í Garðabænum. Íþróttadeild Fréttablaðsins spáði í spilin fyrir komandi sumar og fékk Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara, til þess að velta fyrir sér hvernig deildin spilast á komandi leiktíð. „Þór/KA mun verja titilinn held ég og þar skiptir mestu máli að þær halda Stephany Mayor sem gerði gæfumuninn í fjölmörgum leikjum síðasta sumar. Mayor verður í lykilhlutverki í titilvörn Þórs/KA og það er sterkt fyrir norðankonur að hafa endurheimt Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vörnina. Svo hef ég líka tröllatrú á Donna [Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA],“ sagði Vanda um toppbaráttu deildarinnar. „Ég held hins vegar að toppbaráttan verði jafnari og meira spennandi en á síðustu leiktíð. Stjarnan hefur til að mynda endurheimt Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og Harpa Þorsteinsdóttir er í betra formi en í fyrra. Þá hefur Valur styrkt sig með Hallberu Gísladóttur og fleiri leikmönnum. Breiðablik er svo óskrifað blað, en liðið bætti við sig fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum í vetur og spurning hvort þær verði nógu sterkar til þess að gera atlögu að titlinum,“ sagði Vanda um þau lið sem munu berjast við Þór/KA um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst FH líka hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu í vetur og FH-ingar gætu blandað sér í toppbaráttuna og í það minnsta kroppað stig af toppliðunum. Selfoss hefur svo verið að styrkja sig undanfarið með erlendum leikmönnum og það verður gaman að sjá hversu öflugir leikmenn það eru. ÍBV mun svo að öllum líkindum styrkja leikmannahóp sinn á næstu dögum, sagði Vanda sem telur að þessi þrjú lið muni sigla lygnan sjó um miðja deild. „KR, Grindavík og HK/Víkingur munu svo berjast um það að forðast fall úr deildinni. Ég held hins vegar að munurinn á bestu liðum deildarinnar og þeim sem verða í fallbaráttu sé að minnka þannig að þessi lið munu reyta stig af þeim liðum sem ég hef nefnt hér að framan,“ sagði Vanda um fallbaráttu deildarinnar. „Ég held að deildin verði jöfn, spennandi og umfram allt mjög skemmtileg í sumar. Liðin eru flest töluvert sterkari en á síðasta keppnistímabili og margar ungar og vel þjálfaðar stelpur að koma fram á sjónarsviðið. Þjálfun hefur batnað mikið undanfarin ár í kvennaknattspyrnunni bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki. Það eru fleiri stelpur sem eru tæknilega góðar og taktískt klókar. Það er mikið tilhlökkunarefni að deildin sé loksins að fara af stað,“ sagði Vanda sem var augljóslega spennt fyrir knattspyrnusumrinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu rúllar af stað í kvöld með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung-vellinum í Garðabænum. Íþróttadeild Fréttablaðsins spáði í spilin fyrir komandi sumar og fékk Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara, til þess að velta fyrir sér hvernig deildin spilast á komandi leiktíð. „Þór/KA mun verja titilinn held ég og þar skiptir mestu máli að þær halda Stephany Mayor sem gerði gæfumuninn í fjölmörgum leikjum síðasta sumar. Mayor verður í lykilhlutverki í titilvörn Þórs/KA og það er sterkt fyrir norðankonur að hafa endurheimt Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vörnina. Svo hef ég líka tröllatrú á Donna [Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA],“ sagði Vanda um toppbaráttu deildarinnar. „Ég held hins vegar að toppbaráttan verði jafnari og meira spennandi en á síðustu leiktíð. Stjarnan hefur til að mynda endurheimt Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og Harpa Þorsteinsdóttir er í betra formi en í fyrra. Þá hefur Valur styrkt sig með Hallberu Gísladóttur og fleiri leikmönnum. Breiðablik er svo óskrifað blað, en liðið bætti við sig fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum í vetur og spurning hvort þær verði nógu sterkar til þess að gera atlögu að titlinum,“ sagði Vanda um þau lið sem munu berjast við Þór/KA um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst FH líka hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu í vetur og FH-ingar gætu blandað sér í toppbaráttuna og í það minnsta kroppað stig af toppliðunum. Selfoss hefur svo verið að styrkja sig undanfarið með erlendum leikmönnum og það verður gaman að sjá hversu öflugir leikmenn það eru. ÍBV mun svo að öllum líkindum styrkja leikmannahóp sinn á næstu dögum, sagði Vanda sem telur að þessi þrjú lið muni sigla lygnan sjó um miðja deild. „KR, Grindavík og HK/Víkingur munu svo berjast um það að forðast fall úr deildinni. Ég held hins vegar að munurinn á bestu liðum deildarinnar og þeim sem verða í fallbaráttu sé að minnka þannig að þessi lið munu reyta stig af þeim liðum sem ég hef nefnt hér að framan,“ sagði Vanda um fallbaráttu deildarinnar. „Ég held að deildin verði jöfn, spennandi og umfram allt mjög skemmtileg í sumar. Liðin eru flest töluvert sterkari en á síðasta keppnistímabili og margar ungar og vel þjálfaðar stelpur að koma fram á sjónarsviðið. Þjálfun hefur batnað mikið undanfarin ár í kvennaknattspyrnunni bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki. Það eru fleiri stelpur sem eru tæknilega góðar og taktískt klókar. Það er mikið tilhlökkunarefni að deildin sé loksins að fara af stað,“ sagði Vanda sem var augljóslega spennt fyrir knattspyrnusumrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann