Tengdadóttirin þakkar óumskorna kærastann Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2018 08:00 Valgeir Sigurðsson með Kristjáni syni sínum sem fæddist í Flórída fyrir 35 árum. „Þetta er bara svo ósvífið,“ segir Valgeir Sigurðsson athafnamaður sem fann fyrir miklum þrýstingi læknaliðs í Flórída á að sonur hans sem þar fæddist yrði umskorinn. „Fyrir 35 árum fæddist mér sonur í Flórída. Á spítalanum var ég spurður hvort það ætti ekki að umskera hann og ég sagði nei. Læknirinn gekk hart fram og það var í þrígang sem ég varð að segja nei, það á ekki að umskera hann,“ lýsir Valgeir sem kveðst vilja leggja sína frásögn inn í umræðuna um bann við umskurði drengja. Á þeim tíma sem drengurinn kom í heiminn bjó Valgeir í Lúxemborg. Hann var þá þekktur fyrir bar sinn Cockpit Inn og framleiðslu á íslensku brennivíni undir vörumerkinu Black Death. „Þarna í Ameríku þarf maður náttúrlega að borga reikninginn. Þegar hann kom var búið að strika út á honum 150 dollara sem kostaði að umskera. Ég losnaði sem sagt þarna við að borga 150 dollara með því að neita að strákurinn yrði umskorinn,“ segir Valgeir og sér síður en svo eftir ákvörðuninni. „Síðan þá hefur sonur minn verið mér mjög þakklátur fyrir að hafa ekki látið umskera hann. Og ég var dálítið hissa á því að meira að segja kærasta hans þakkaði mér fyrir það líka – bara upp úr þurru,“ segir Valgeir sem býr nú á Siglufirði en sonur hans og tengdadóttir hins vegar í Pensacola í Flórída. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og átta annarra þingmanna um bann við umskurði á Íslandi nema af læknisfræðilegri nauðsyn hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana og hér innanlands. Frumvarpið verður vísast ekki afgreitt fyrir sumarhlé á Alþingi heldur vísað frá allsherjarnefnd þingsins til ríkisstjórnarinnar. Valgeir segir að halda þurfi málinu á lofti. „Þessi kjarklausa ríkisstjórn kemur varla til með að gera nokkurn skapaðan hlut. Mér finnst þetta bara hræðilegt. Ég tala nú ekki um þegar maður heyrði í biskupnum – þá fannst manni nú alveg öll sund lokuð,“ segir Valgeir. Þarna vísar Valgeir til þess að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, hefur sent Alþingi neikvæða umsögn um hugsanlegt umskurðarbann. Það gerir Agnes á þeim forsendum að bann myndi skapa hættu á því að gera íslam og gyðingdóm að glæpsamlegum trúarbrögðum hérlendis. Meðal þeirra sem lýsa ánægju með umskurðarbannið eru rúmlega 400 íslenskir læknar sem segja umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
„Þetta er bara svo ósvífið,“ segir Valgeir Sigurðsson athafnamaður sem fann fyrir miklum þrýstingi læknaliðs í Flórída á að sonur hans sem þar fæddist yrði umskorinn. „Fyrir 35 árum fæddist mér sonur í Flórída. Á spítalanum var ég spurður hvort það ætti ekki að umskera hann og ég sagði nei. Læknirinn gekk hart fram og það var í þrígang sem ég varð að segja nei, það á ekki að umskera hann,“ lýsir Valgeir sem kveðst vilja leggja sína frásögn inn í umræðuna um bann við umskurði drengja. Á þeim tíma sem drengurinn kom í heiminn bjó Valgeir í Lúxemborg. Hann var þá þekktur fyrir bar sinn Cockpit Inn og framleiðslu á íslensku brennivíni undir vörumerkinu Black Death. „Þarna í Ameríku þarf maður náttúrlega að borga reikninginn. Þegar hann kom var búið að strika út á honum 150 dollara sem kostaði að umskera. Ég losnaði sem sagt þarna við að borga 150 dollara með því að neita að strákurinn yrði umskorinn,“ segir Valgeir og sér síður en svo eftir ákvörðuninni. „Síðan þá hefur sonur minn verið mér mjög þakklátur fyrir að hafa ekki látið umskera hann. Og ég var dálítið hissa á því að meira að segja kærasta hans þakkaði mér fyrir það líka – bara upp úr þurru,“ segir Valgeir sem býr nú á Siglufirði en sonur hans og tengdadóttir hins vegar í Pensacola í Flórída. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og átta annarra þingmanna um bann við umskurði á Íslandi nema af læknisfræðilegri nauðsyn hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana og hér innanlands. Frumvarpið verður vísast ekki afgreitt fyrir sumarhlé á Alþingi heldur vísað frá allsherjarnefnd þingsins til ríkisstjórnarinnar. Valgeir segir að halda þurfi málinu á lofti. „Þessi kjarklausa ríkisstjórn kemur varla til með að gera nokkurn skapaðan hlut. Mér finnst þetta bara hræðilegt. Ég tala nú ekki um þegar maður heyrði í biskupnum – þá fannst manni nú alveg öll sund lokuð,“ segir Valgeir. Þarna vísar Valgeir til þess að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, hefur sent Alþingi neikvæða umsögn um hugsanlegt umskurðarbann. Það gerir Agnes á þeim forsendum að bann myndi skapa hættu á því að gera íslam og gyðingdóm að glæpsamlegum trúarbrögðum hérlendis. Meðal þeirra sem lýsa ánægju með umskurðarbannið eru rúmlega 400 íslenskir læknar sem segja umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna.
Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04
Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00