Ólafía opnar sig um síðustu vikur: „Vandamálið kom frá hausnum“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 08:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, hefur ekki byrjað tímabilið á LPGA mótaröðinni vel og aðeins náð í gegnum niðurskurðinn á tveimur af átta mótum á mótaröðinni. Hún opnaði sig um síðustu daga og vikur í Facebook færslu í gærkvöld. „Síðustu vikur hafa verið... já þær hafa svo sannarlega „verið"! Ég ætla ekki að segja góðar né slæmar, en eitthvað voru þær! Fullar af lærdómi, erfiðar, skref í rétta átt, finna sjálfa mig aftur og hvað ég stend fyrir,“ sagði Ólafía í færslu sinni. Hún talaði um að andlega hliðin hefði ekki verið nógu vel til staðar en væri komin á betri stað og að bæta sig. „Stundum var ég að leita á vitlausum stöðum t.d. tækni en vandamálið kom frá hausnum. Setja meiri pressu á sjálfa mig. Reyna að gera allt fullkomið. En núna er ég komin á betri stað. Ég er ekki fullkomin, en ég er að bæta mig.“ Næsta mót Ólafíu á mótaröðinni hefst í dag í Texas í Bandaríkjunum. Ólafía hefur verið í Texas við undirbúning og hún sagði meðal annars frá því á Twitter síðu sinni að hún hefði heimsótt heimavöll NFL liðisins Dallas Cowboys.Thank you @DallasCowboys and @TheStarInFrisco for showing us around your beautiful facility! You've got a new fan! pic.twitter.com/AiSUnaKYIj — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) May 3, 2018 Ólafía hefur leik í Texas í dag klukkan 12:11 að staðartíma, sem er 17:11 á íslenskum tíma. Sýnt verður frá mótinu á Golfstöðinni frá klukkan 14:30. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, hefur ekki byrjað tímabilið á LPGA mótaröðinni vel og aðeins náð í gegnum niðurskurðinn á tveimur af átta mótum á mótaröðinni. Hún opnaði sig um síðustu daga og vikur í Facebook færslu í gærkvöld. „Síðustu vikur hafa verið... já þær hafa svo sannarlega „verið"! Ég ætla ekki að segja góðar né slæmar, en eitthvað voru þær! Fullar af lærdómi, erfiðar, skref í rétta átt, finna sjálfa mig aftur og hvað ég stend fyrir,“ sagði Ólafía í færslu sinni. Hún talaði um að andlega hliðin hefði ekki verið nógu vel til staðar en væri komin á betri stað og að bæta sig. „Stundum var ég að leita á vitlausum stöðum t.d. tækni en vandamálið kom frá hausnum. Setja meiri pressu á sjálfa mig. Reyna að gera allt fullkomið. En núna er ég komin á betri stað. Ég er ekki fullkomin, en ég er að bæta mig.“ Næsta mót Ólafíu á mótaröðinni hefst í dag í Texas í Bandaríkjunum. Ólafía hefur verið í Texas við undirbúning og hún sagði meðal annars frá því á Twitter síðu sinni að hún hefði heimsótt heimavöll NFL liðisins Dallas Cowboys.Thank you @DallasCowboys and @TheStarInFrisco for showing us around your beautiful facility! You've got a new fan! pic.twitter.com/AiSUnaKYIj — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) May 3, 2018 Ólafía hefur leik í Texas í dag klukkan 12:11 að staðartíma, sem er 17:11 á íslenskum tíma. Sýnt verður frá mótinu á Golfstöðinni frá klukkan 14:30.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira