Ólafía opnar sig um síðustu vikur: „Vandamálið kom frá hausnum“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 08:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, hefur ekki byrjað tímabilið á LPGA mótaröðinni vel og aðeins náð í gegnum niðurskurðinn á tveimur af átta mótum á mótaröðinni. Hún opnaði sig um síðustu daga og vikur í Facebook færslu í gærkvöld. „Síðustu vikur hafa verið... já þær hafa svo sannarlega „verið"! Ég ætla ekki að segja góðar né slæmar, en eitthvað voru þær! Fullar af lærdómi, erfiðar, skref í rétta átt, finna sjálfa mig aftur og hvað ég stend fyrir,“ sagði Ólafía í færslu sinni. Hún talaði um að andlega hliðin hefði ekki verið nógu vel til staðar en væri komin á betri stað og að bæta sig. „Stundum var ég að leita á vitlausum stöðum t.d. tækni en vandamálið kom frá hausnum. Setja meiri pressu á sjálfa mig. Reyna að gera allt fullkomið. En núna er ég komin á betri stað. Ég er ekki fullkomin, en ég er að bæta mig.“ Næsta mót Ólafíu á mótaröðinni hefst í dag í Texas í Bandaríkjunum. Ólafía hefur verið í Texas við undirbúning og hún sagði meðal annars frá því á Twitter síðu sinni að hún hefði heimsótt heimavöll NFL liðisins Dallas Cowboys.Thank you @DallasCowboys and @TheStarInFrisco for showing us around your beautiful facility! You've got a new fan! pic.twitter.com/AiSUnaKYIj — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) May 3, 2018 Ólafía hefur leik í Texas í dag klukkan 12:11 að staðartíma, sem er 17:11 á íslenskum tíma. Sýnt verður frá mótinu á Golfstöðinni frá klukkan 14:30. Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, hefur ekki byrjað tímabilið á LPGA mótaröðinni vel og aðeins náð í gegnum niðurskurðinn á tveimur af átta mótum á mótaröðinni. Hún opnaði sig um síðustu daga og vikur í Facebook færslu í gærkvöld. „Síðustu vikur hafa verið... já þær hafa svo sannarlega „verið"! Ég ætla ekki að segja góðar né slæmar, en eitthvað voru þær! Fullar af lærdómi, erfiðar, skref í rétta átt, finna sjálfa mig aftur og hvað ég stend fyrir,“ sagði Ólafía í færslu sinni. Hún talaði um að andlega hliðin hefði ekki verið nógu vel til staðar en væri komin á betri stað og að bæta sig. „Stundum var ég að leita á vitlausum stöðum t.d. tækni en vandamálið kom frá hausnum. Setja meiri pressu á sjálfa mig. Reyna að gera allt fullkomið. En núna er ég komin á betri stað. Ég er ekki fullkomin, en ég er að bæta mig.“ Næsta mót Ólafíu á mótaröðinni hefst í dag í Texas í Bandaríkjunum. Ólafía hefur verið í Texas við undirbúning og hún sagði meðal annars frá því á Twitter síðu sinni að hún hefði heimsótt heimavöll NFL liðisins Dallas Cowboys.Thank you @DallasCowboys and @TheStarInFrisco for showing us around your beautiful facility! You've got a new fan! pic.twitter.com/AiSUnaKYIj — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) May 3, 2018 Ólafía hefur leik í Texas í dag klukkan 12:11 að staðartíma, sem er 17:11 á íslenskum tíma. Sýnt verður frá mótinu á Golfstöðinni frá klukkan 14:30.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira