Af hverju talar enginn um félagsmiðstöðvarnar? Þorsteinn V. Einarsson skrifar 4. maí 2018 06:39 Það er fáránlegt að félagsmiðstöðvar og starfsfólk þeirra þurfi stöðugt að réttlæta og útskýra tilvist sína. Að í hvert skipti sem talað er um stórbrotinn árangur í forvarnarstarfi sé yfirleitt einungis talað um skóla og íþróttastarf, en horft framhjá hlut félagsmiðstöðvanna. Eins og þær séu ekki til eða skipti ekki máli.Ein fjögurra grunnstoða forvarna Reykjavíkurborg hefur náð undraverðum árangri í forvörnum þannig að borgir um allan heim leitast við að feta sömu leið og við. Tölurnar tala sínu máli. Einungis um 5% unglinga hafa orðið drukknir í dag, miðað við 50% í kringum aldamótin 2000. Þessi undraverði árangur er ekki síst starfi félagsmiðstöðvanna að þakka og brautryðjenda á vettvangi frítímans. Samt heyrist allt of sjaldan talað um mikilvægi félagsmiðstöðvanna. Að taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi minnkar líkurnar á því að unglingar neyti áfengis eða vímuefna. Það er meðal annars vegna þess að umhverfi félagsmiðstöðva í Reykjavík, skipulagið og verkferlarnir, er byggt upp á menntunar- og forvarnargildum. Í félagsmiðstöðvum starfar yfirleitt háskólamenntaður stjórnandi auk leiðbeinenda sem eru framúrskarandi fyrirmyndir á mörgum sviðum. Ein lykilfærni starfsfólksins er að mynda og viðhalda traust milli sín og unglinganna sem koma í félagsmiðstöðvarnar. Það er lykilforsenda þess að starfið gangi upp, því það er ekki mætingaskylda, né nokkrar aðrar kvaðir á þátttöku í starfinu. Félagsmiðstöðvum í Reykjavík virðist ganga ansi vel að byggja upp traust, því stór hluti unglinga mætir í félagsmiðstöðvarnar. Hinir eru flestir í það miklu íþróttastarfi að þeir komast ekki. Unglingarnir segja sjálfir, þegar rýnt er í starfsemina með könnunum, samtölum eða rýnihópum, að það besta við félagsmiðstöðina þeirra sé starfsfólkið. Það ætti að segja ýmislegt. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru inni í málefnum unglinga Stundum kemur upp ágreiningur meðal unglinga sem getur brotist út á stórum viðburðum þar sem krakkar úr öllum hverfum koma saman. Slíkt gerist sjaldan, en það kemur þó fyrir. Vegna góðs samstarfs og reynds starfsfólks tekur það örskamma stund að kortleggja nákvæmlega hvaða unglingar koma hvaðan, hvað þeir heita, hverjir eru vinir hverra og hver baksaga ágreiningsins er. Þá er yfirleitt hægt að leysa vandann hratt með unglingunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum viðeigandi aðilum. Þetta er hægt af því að unglingar treysta almennt starfsfólki félagsmiðstöðvanna, félagsmiðstöðvar eru í góðu samstarfi milli borgarhluta og stöðugt er leitast við að greina áhættuþætti í umhverfi unglinganna. Ég er ekki viss um að nokkur önnur starfsstétt geti með jafn skjótum hætti áttað sig á félagstengslum og unnið jafn fljótt úr málum. Forvarnir skila sér margfalt til baka Félagsmiðstöðvastarf gengur ekki einungis út á að halda böll, spila borðtennis eða leika sér. Félagsmiðstöðvastarf er geðheilbrigðisstarf, sáluhjálp, fyrsta hjálp, forvarnarstarf og menntunarstarf. Á sama tíma og það er afþreying og skemmtun. Sérsniðið af unglingunum sjálfum á eins lýðræðislegan hátt og mögulegt er hverju sinni. Við eigum að lyfta félagsmiðstöðvastarfi á þann stall sem því ber, tölum um gildi félagsmiðstöðvanna og gefum starfsfólki þeirra þá virðingu sem það á skilið. Fjölga heilsársstöðugildum og bæta aðstöðuna enda hafa félagsmiðstöðvar í fæstum tilfellum viðunandi húsnæði. Nái ég kjöri til borgarstjórnar í kosningunum í maí mun ég beita mér fyrir því af öllum krafti að styrkja rekstargrundvöll félagsmiðstöðvanna, því ég veit að það mun skila sér margfalt til baka út í samfélagið.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Það er fáránlegt að félagsmiðstöðvar og starfsfólk þeirra þurfi stöðugt að réttlæta og útskýra tilvist sína. Að í hvert skipti sem talað er um stórbrotinn árangur í forvarnarstarfi sé yfirleitt einungis talað um skóla og íþróttastarf, en horft framhjá hlut félagsmiðstöðvanna. Eins og þær séu ekki til eða skipti ekki máli.Ein fjögurra grunnstoða forvarna Reykjavíkurborg hefur náð undraverðum árangri í forvörnum þannig að borgir um allan heim leitast við að feta sömu leið og við. Tölurnar tala sínu máli. Einungis um 5% unglinga hafa orðið drukknir í dag, miðað við 50% í kringum aldamótin 2000. Þessi undraverði árangur er ekki síst starfi félagsmiðstöðvanna að þakka og brautryðjenda á vettvangi frítímans. Samt heyrist allt of sjaldan talað um mikilvægi félagsmiðstöðvanna. Að taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi minnkar líkurnar á því að unglingar neyti áfengis eða vímuefna. Það er meðal annars vegna þess að umhverfi félagsmiðstöðva í Reykjavík, skipulagið og verkferlarnir, er byggt upp á menntunar- og forvarnargildum. Í félagsmiðstöðvum starfar yfirleitt háskólamenntaður stjórnandi auk leiðbeinenda sem eru framúrskarandi fyrirmyndir á mörgum sviðum. Ein lykilfærni starfsfólksins er að mynda og viðhalda traust milli sín og unglinganna sem koma í félagsmiðstöðvarnar. Það er lykilforsenda þess að starfið gangi upp, því það er ekki mætingaskylda, né nokkrar aðrar kvaðir á þátttöku í starfinu. Félagsmiðstöðvum í Reykjavík virðist ganga ansi vel að byggja upp traust, því stór hluti unglinga mætir í félagsmiðstöðvarnar. Hinir eru flestir í það miklu íþróttastarfi að þeir komast ekki. Unglingarnir segja sjálfir, þegar rýnt er í starfsemina með könnunum, samtölum eða rýnihópum, að það besta við félagsmiðstöðina þeirra sé starfsfólkið. Það ætti að segja ýmislegt. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru inni í málefnum unglinga Stundum kemur upp ágreiningur meðal unglinga sem getur brotist út á stórum viðburðum þar sem krakkar úr öllum hverfum koma saman. Slíkt gerist sjaldan, en það kemur þó fyrir. Vegna góðs samstarfs og reynds starfsfólks tekur það örskamma stund að kortleggja nákvæmlega hvaða unglingar koma hvaðan, hvað þeir heita, hverjir eru vinir hverra og hver baksaga ágreiningsins er. Þá er yfirleitt hægt að leysa vandann hratt með unglingunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum viðeigandi aðilum. Þetta er hægt af því að unglingar treysta almennt starfsfólki félagsmiðstöðvanna, félagsmiðstöðvar eru í góðu samstarfi milli borgarhluta og stöðugt er leitast við að greina áhættuþætti í umhverfi unglinganna. Ég er ekki viss um að nokkur önnur starfsstétt geti með jafn skjótum hætti áttað sig á félagstengslum og unnið jafn fljótt úr málum. Forvarnir skila sér margfalt til baka Félagsmiðstöðvastarf gengur ekki einungis út á að halda böll, spila borðtennis eða leika sér. Félagsmiðstöðvastarf er geðheilbrigðisstarf, sáluhjálp, fyrsta hjálp, forvarnarstarf og menntunarstarf. Á sama tíma og það er afþreying og skemmtun. Sérsniðið af unglingunum sjálfum á eins lýðræðislegan hátt og mögulegt er hverju sinni. Við eigum að lyfta félagsmiðstöðvastarfi á þann stall sem því ber, tölum um gildi félagsmiðstöðvanna og gefum starfsfólki þeirra þá virðingu sem það á skilið. Fjölga heilsársstöðugildum og bæta aðstöðuna enda hafa félagsmiðstöðvar í fæstum tilfellum viðunandi húsnæði. Nái ég kjöri til borgarstjórnar í kosningunum í maí mun ég beita mér fyrir því af öllum krafti að styrkja rekstargrundvöll félagsmiðstöðvanna, því ég veit að það mun skila sér margfalt til baka út í samfélagið.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun