Bróðirinn áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2018 16:36 Frá vettvangi laugardaginn 31. mars. Vísir/Magnús Hlynur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana á sveitabænum Gýgjarhóli II í uppsveitum Árnessýslu þann 31. mars. Yfirstandandi gæsluvarðhald átti að renna út á mánudag en því hefur nú verið framlengt í fjórar vikur, þ.e. til klukkan 16 þann 4. júní. Á vef lögreglunnar kemur fram að rannsókn málsins miði vel og standa vonir til þess að unnt verði að afgreiða það fullrannsakað til héraðssaksóknara í maí. Í framhaldinu mun héraðssaksóknari fara yfir málið og taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Athygli vekur að bróðirinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald nokkrum dögum áður en yfirstandandi gæsluvarðhald rennur út. Má telja líklegt að það tengist máli Sindra Þórs Stefánssonar sem flúði fangelsið Sogni á meðan dómari tók sér sólarhringsfrest til að meta kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari eru sammála því kröfur um framlengingu gæsluvarðhalds berist dómstólum með það miklum fyrirvara að dómari hafi nægan tíma til að fara yfir kröfuna og þau gögn sem henni fylgja. Þannig geti dómstólar með góðu móti kveðið upp úrskurð áður en fyrri úrskurður rennur út segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðherra. Talið er að til átaka hafi komið á vettvangi, að því er komið hefur fram í skýrslu lögreglu. Lögregla byggir mat sitt m.a. á símtali mannsins, sem grunaður er, við Neyðarlínu þar sem hann lýsti því að til átaka hafi komið milli þeirra bræðra. Þá kemur fram í handtökuskýrslu að lögregla hafi hitt manninn blóðugan fyrir í andyri hússins þegar hún mætti á vettvang og gleraugu kærða lágu auk þess við fætur hins látna. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. 9. apríl 2018 19:54 Ummerki um ítrekaðar barsmíðar Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans. 21. apríl 2018 16:08 Nafn mannsins sem lést að Gýgjarhóli í Biskupstungum Tilkynnt var um lát mannsins sem var á sjötugsaldri í gærmorgun. 1. apríl 2018 13:50 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana á sveitabænum Gýgjarhóli II í uppsveitum Árnessýslu þann 31. mars. Yfirstandandi gæsluvarðhald átti að renna út á mánudag en því hefur nú verið framlengt í fjórar vikur, þ.e. til klukkan 16 þann 4. júní. Á vef lögreglunnar kemur fram að rannsókn málsins miði vel og standa vonir til þess að unnt verði að afgreiða það fullrannsakað til héraðssaksóknara í maí. Í framhaldinu mun héraðssaksóknari fara yfir málið og taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Athygli vekur að bróðirinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald nokkrum dögum áður en yfirstandandi gæsluvarðhald rennur út. Má telja líklegt að það tengist máli Sindra Þórs Stefánssonar sem flúði fangelsið Sogni á meðan dómari tók sér sólarhringsfrest til að meta kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari eru sammála því kröfur um framlengingu gæsluvarðhalds berist dómstólum með það miklum fyrirvara að dómari hafi nægan tíma til að fara yfir kröfuna og þau gögn sem henni fylgja. Þannig geti dómstólar með góðu móti kveðið upp úrskurð áður en fyrri úrskurður rennur út segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðherra. Talið er að til átaka hafi komið á vettvangi, að því er komið hefur fram í skýrslu lögreglu. Lögregla byggir mat sitt m.a. á símtali mannsins, sem grunaður er, við Neyðarlínu þar sem hann lýsti því að til átaka hafi komið milli þeirra bræðra. Þá kemur fram í handtökuskýrslu að lögregla hafi hitt manninn blóðugan fyrir í andyri hússins þegar hún mætti á vettvang og gleraugu kærða lágu auk þess við fætur hins látna.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. 9. apríl 2018 19:54 Ummerki um ítrekaðar barsmíðar Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans. 21. apríl 2018 16:08 Nafn mannsins sem lést að Gýgjarhóli í Biskupstungum Tilkynnt var um lát mannsins sem var á sjötugsaldri í gærmorgun. 1. apríl 2018 13:50 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. 9. apríl 2018 19:54
Ummerki um ítrekaðar barsmíðar Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans. 21. apríl 2018 16:08
Nafn mannsins sem lést að Gýgjarhóli í Biskupstungum Tilkynnt var um lát mannsins sem var á sjötugsaldri í gærmorgun. 1. apríl 2018 13:50