Tókust á um ágæti tollasamnings við ESB Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 17:21 Í seinni hluta víglínunnar í dag tókust Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á um ágæti tollasamnings við ESB sem tók gildi 1. maí síðastliðinn. Miðflokkurinn óskaði eftir sérstakri umræði um tollasamninginn á Alþingi í vikunni. Birgir segir það nauðsynlegt vegna þess að margar forsendur hafi brostnað frá því að gengið var til samninga árið 2015. Ber þar hæst að nefna fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr ESB, en Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður Íslands. Birgir segir samninginn ekki nógu góðan. „Það hefði verið hægt að ná betri samningi. Ég tel að íslenska saminganefndin bara hafi ekki staðið sig í stykkinu.“ Birgir segir að alls ekki hafi verið nægilegt samráð haft við hagsmunaaðila hérlendis og engin úttekt liggi fyrir um hvaða áhrif samningurinn muni hafa á innlenda framleiðslu. Þá endurspeglist gífurlegt ójafnvægi milli Íslands og ESB í samningnum. Aðildarríki ESB fái að flytja hingað til lands 230 tonn af sérostum á meðan að það sem framleitt sé árlega hér á landi í Búðardal séu 240 tonn. „Það er ekkert að því að setjast yfir þetta með Evrópusambandinu og segja: Heyrðu við þurfum að fara yfir þetta.“ Ágúst segir núverandi kerfi í landbúnaði gallað. „Við búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi,“ svarar Ágúst. „Við erum að greiða eitt það hæsta matvælaverð í heimi og bændur hafa það margir hverjir mjög slæmt fjárhagslega. Líttu á sauðfjárbændur, þeir eru margir í sárustu fátækt.“ Ágúst segir tolla aldrei vera svarið, þeir komi niður á öllum hlutaðeigandi. Hann segir þó „sjálfsagt að styðja við íslenskan landbúnað en við eigum að gera það með öðrum leiðum heldur en tollum, við eigum að vera með beingreiðslur og við eigum að vera með græna styrki. Við eigum að ganga miklu lengra í að afnema tolla, því ef við gerum það þá bætum við hag bæði neytenda og bænda.“ Ágúst segir lykilinn vera að veita landbúnaðinum frelsi og leyfa honum að sérhæfa sig í því sem hann gerir vel. „Árið 2002 felldum við niður tolla á tómötum, gúrku og papriku og hvað gerðist? Sala á innlendu grænmeti jókst í kjölfarið. Framleiðni batnaði og laun í grænmetisframleiðslu hækkuðu meira en á öðrum sviðum landbúnaðarins.“ Birgir segir „allar þjóðir vernda sinn landbúnað með einhverjum hætti,“ og hann geti því ekki keypt þessi rök. Birgir segir tímabært að kanna kosti og galla EES-samningsins. „Þetta er 25 ára gamall samningur og það hefur margt breyst á þessum tíma. Það er ekkert launungarmál að þessi samningur er mikið breyttur, við erum að innleiða mun meira af löggjöf gegn um samninginn en áætlað var í upphafi.“ „Það sem ég sé fyrir mér núna er að við förum í þessa endurskoðun á þessum samningi og í framhaldi af því sé ég ekkert að því að við breytum þessum samning í viðskiptasamning.“ segir Birgir um framtíð Íslands innan EES. Evrópusambandið Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Í seinni hluta víglínunnar í dag tókust Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á um ágæti tollasamnings við ESB sem tók gildi 1. maí síðastliðinn. Miðflokkurinn óskaði eftir sérstakri umræði um tollasamninginn á Alþingi í vikunni. Birgir segir það nauðsynlegt vegna þess að margar forsendur hafi brostnað frá því að gengið var til samninga árið 2015. Ber þar hæst að nefna fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr ESB, en Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður Íslands. Birgir segir samninginn ekki nógu góðan. „Það hefði verið hægt að ná betri samningi. Ég tel að íslenska saminganefndin bara hafi ekki staðið sig í stykkinu.“ Birgir segir að alls ekki hafi verið nægilegt samráð haft við hagsmunaaðila hérlendis og engin úttekt liggi fyrir um hvaða áhrif samningurinn muni hafa á innlenda framleiðslu. Þá endurspeglist gífurlegt ójafnvægi milli Íslands og ESB í samningnum. Aðildarríki ESB fái að flytja hingað til lands 230 tonn af sérostum á meðan að það sem framleitt sé árlega hér á landi í Búðardal séu 240 tonn. „Það er ekkert að því að setjast yfir þetta með Evrópusambandinu og segja: Heyrðu við þurfum að fara yfir þetta.“ Ágúst segir núverandi kerfi í landbúnaði gallað. „Við búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi,“ svarar Ágúst. „Við erum að greiða eitt það hæsta matvælaverð í heimi og bændur hafa það margir hverjir mjög slæmt fjárhagslega. Líttu á sauðfjárbændur, þeir eru margir í sárustu fátækt.“ Ágúst segir tolla aldrei vera svarið, þeir komi niður á öllum hlutaðeigandi. Hann segir þó „sjálfsagt að styðja við íslenskan landbúnað en við eigum að gera það með öðrum leiðum heldur en tollum, við eigum að vera með beingreiðslur og við eigum að vera með græna styrki. Við eigum að ganga miklu lengra í að afnema tolla, því ef við gerum það þá bætum við hag bæði neytenda og bænda.“ Ágúst segir lykilinn vera að veita landbúnaðinum frelsi og leyfa honum að sérhæfa sig í því sem hann gerir vel. „Árið 2002 felldum við niður tolla á tómötum, gúrku og papriku og hvað gerðist? Sala á innlendu grænmeti jókst í kjölfarið. Framleiðni batnaði og laun í grænmetisframleiðslu hækkuðu meira en á öðrum sviðum landbúnaðarins.“ Birgir segir „allar þjóðir vernda sinn landbúnað með einhverjum hætti,“ og hann geti því ekki keypt þessi rök. Birgir segir tímabært að kanna kosti og galla EES-samningsins. „Þetta er 25 ára gamall samningur og það hefur margt breyst á þessum tíma. Það er ekkert launungarmál að þessi samningur er mikið breyttur, við erum að innleiða mun meira af löggjöf gegn um samninginn en áætlað var í upphafi.“ „Það sem ég sé fyrir mér núna er að við förum í þessa endurskoðun á þessum samningi og í framhaldi af því sé ég ekkert að því að við breytum þessum samning í viðskiptasamning.“ segir Birgir um framtíð Íslands innan EES.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00