Ekki lokaákvörðun um Söknuð í Skandinavíu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2018 08:00 Jóhann Helgason og Jóhann, sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar sem samdi texta við Söknuð. Jóhann boðar málaferli vegna stuldar á laginu. Vísir/eyþór Hvorki höfundaréttarsamtök tónskálda í Noregi né í Svíþjóð hafa ákvarðað að lagið You Raise Me Up sé ekki eftirlíking af laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason líkt og höfundur fyrrnefnda lagsins og útgefandi hans hafa fullyrt. Í viðtali við Verdens Gang í apríl var haft eftir Rolf Lövland, höfundi lagsins You Raise Me Up, að álitamálið um það hvort það sé eftirlíking af Söknuði hafi verið til lykta leitt með niðurstöðu sænsku höfundaréttarsamtakanna STIM á árinu 2004. Haft var eftir Martin Ingeström, forstjóra Universal í Stokkhólmi, í Fréttablaðinu 6. apríl, að málið hefði þegar verið „skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka“ með þeirri niðurstöðu að ekki væri um stuld að ræða. Universal er útgefandi Rolfs Lövland. Ingeström segist þar eiga við STIM og norsku höfundaréttarsamtökin TONO. Hvorki TONO né STIM hafa hins vegar það hlutverk að skera úr um álitaefni af þessu tagi. „Skoðun nefndarinnar er ekki bindandi ákvörðun heldur einfaldlega sérfræðiálit til leiðbeiningar,“ segir á heimasíðu STIM um hlutverk matsnefndar samtakanna.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli JóhannsÁ heimasíðu TONO segir að samtökin hafi „ekki vald til að skera úr um ágreining tveggja aðila í málum sem varða til dæmis lagastuld og slíkar höfundaréttardeilur“. Það sem Lövland og útgefandi hans vísa til er leiðbeinandi álit sem unnið var á ráðstefnu norrænna höfundaréttarsamtaka í Osló í júní 2004 og er merkt matsnefnd hinu norska TONO. Þar segir að nefndarmenn hafi borið saman lögin Söknuð, You Raise Me Up og „ömmu þeirra beggja“; írska þjóðlagið Danny Boy. „Það var einhuga stuðningur við það sjónarmið að fyrir tónlist af þessu tagi verði líkindin að vera nákvæmari og vara mun lengur til að réttlæta kröfu um brot á höfundarétti,“ segir í lokaorðum álitsins. Málið var aftur rætt á ráðstefnu höfundaréttasamtakanna í Helsinki á árinu 2005 með sömu niðurstöðu. „Það finnst sem sagt varla ástæða til að gruna lagastuld,“ var ályktun fundarins í Helsinki. Þar voru tekin fyrir fjögur meint lagastuldarmál. Tvö þeirra vörðuðu Rolf Lövland. Hvorugt laganna var talið vera stolið. Nefndin klofnaði þó varðandi lagið Adagio eftir Lövland sem haldið var fram að væri lagið Les feuilles mortes – eða Autum Leaves – eftir Joseph Kosma. Eins og komið hefur fram telja tveir íslenskir sérfræðingar sem báru saman Söknuð og You Raise Me Up fyrir STEF í apríl 2004 að lögin séu sláandi lík. Annar þeirra, Ríkharður Örn Pálsson, sat reyndar síðar fundinn í Helsinki fyrir hönd STEFs. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fleiri fréttir Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira
Hvorki höfundaréttarsamtök tónskálda í Noregi né í Svíþjóð hafa ákvarðað að lagið You Raise Me Up sé ekki eftirlíking af laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason líkt og höfundur fyrrnefnda lagsins og útgefandi hans hafa fullyrt. Í viðtali við Verdens Gang í apríl var haft eftir Rolf Lövland, höfundi lagsins You Raise Me Up, að álitamálið um það hvort það sé eftirlíking af Söknuði hafi verið til lykta leitt með niðurstöðu sænsku höfundaréttarsamtakanna STIM á árinu 2004. Haft var eftir Martin Ingeström, forstjóra Universal í Stokkhólmi, í Fréttablaðinu 6. apríl, að málið hefði þegar verið „skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka“ með þeirri niðurstöðu að ekki væri um stuld að ræða. Universal er útgefandi Rolfs Lövland. Ingeström segist þar eiga við STIM og norsku höfundaréttarsamtökin TONO. Hvorki TONO né STIM hafa hins vegar það hlutverk að skera úr um álitaefni af þessu tagi. „Skoðun nefndarinnar er ekki bindandi ákvörðun heldur einfaldlega sérfræðiálit til leiðbeiningar,“ segir á heimasíðu STIM um hlutverk matsnefndar samtakanna.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli JóhannsÁ heimasíðu TONO segir að samtökin hafi „ekki vald til að skera úr um ágreining tveggja aðila í málum sem varða til dæmis lagastuld og slíkar höfundaréttardeilur“. Það sem Lövland og útgefandi hans vísa til er leiðbeinandi álit sem unnið var á ráðstefnu norrænna höfundaréttarsamtaka í Osló í júní 2004 og er merkt matsnefnd hinu norska TONO. Þar segir að nefndarmenn hafi borið saman lögin Söknuð, You Raise Me Up og „ömmu þeirra beggja“; írska þjóðlagið Danny Boy. „Það var einhuga stuðningur við það sjónarmið að fyrir tónlist af þessu tagi verði líkindin að vera nákvæmari og vara mun lengur til að réttlæta kröfu um brot á höfundarétti,“ segir í lokaorðum álitsins. Málið var aftur rætt á ráðstefnu höfundaréttasamtakanna í Helsinki á árinu 2005 með sömu niðurstöðu. „Það finnst sem sagt varla ástæða til að gruna lagastuld,“ var ályktun fundarins í Helsinki. Þar voru tekin fyrir fjögur meint lagastuldarmál. Tvö þeirra vörðuðu Rolf Lövland. Hvorugt laganna var talið vera stolið. Nefndin klofnaði þó varðandi lagið Adagio eftir Lövland sem haldið var fram að væri lagið Les feuilles mortes – eða Autum Leaves – eftir Joseph Kosma. Eins og komið hefur fram telja tveir íslenskir sérfræðingar sem báru saman Söknuð og You Raise Me Up fyrir STEF í apríl 2004 að lögin séu sláandi lík. Annar þeirra, Ríkharður Örn Pálsson, sat reyndar síðar fundinn í Helsinki fyrir hönd STEFs.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fleiri fréttir Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira
Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15
Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30
Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45