Erlent

Telur að Air France gæti „horfið“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jean-Marc Janaillac sagði upp á föstudag eftir að flugfélagið hafnaði launatilboði hans.
Jean-Marc Janaillac sagði upp á föstudag eftir að flugfélagið hafnaði launatilboði hans. Vísir/afp
Fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire, óttast um afdrif flugfélagsins Air France haldi verkföll starfsmanna þess áfram.

Starfmennirnir lögðu niður störf í morgun og markar það fjórtánda dag verkfallsins. Þeir hafa farið fram á að kaup þeirra hækki um 5,1% á þessu ári.

Air France-KLM er eitt stærsta flugfélag í Evrópu en það hefur verið rekið með halla á síðustu misserum. Mikil ólga hefur grasserað í félaginu og varð hún til þess að framkvæmdastjóri Air France sagði upp störfum á föstudag.

Franska ríkið á um 14,3% hlut í flugfélaginu. Þrátt fyrir það kemur ekki til greina að sögn Marie að bjarga félaginu, fari svo að það leggi upp laupana.

Í samtali við fjölmiðla í gær biðlaði Marie til starfsmanna félagsins að vera „skynsama,“ þeir væru að fara fram á „óréttlætanlegar“ launahækkanir. „Framtíð Air France er í spilinu,“ sagði Marie og bætti við að flugfélagið myndi „hverfa“ ef það gripi ekki til aðgerða til að auka samkeppnishæfni sína.

Þrátt fyrir það segir flugfélagið að það muni geta sinnt miklum meirihluta farþega sinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×