Sósíalistar vilja að borgin stofni byggingafélag Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2018 06:29 Efstu tveir frambjóðendur á lista Sósílaista í Reykjavík, oddvitinn Sanna Magdalena Mörtudóttir og Daníel Örn Arnarson. Sósíalistar Framboð Sósíalistaflokks Íslands vill að Reykjavíkurborg stofni sitt eigið byggingafélag, sem byggi íbúðir fyrir það „fólk sem er í mestum vanda.“ Í tilkynningu frá flokknum er haft eftir Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalista í Reykjavík, að hún telji að almenningur geti ekki greitt „hinum auðugu arð af öllum stigum íbúðabygginga,“ eins og hún orðar það. „Eins og staðan er í dag þurfum við að borga lóðabraskaranum sinn gróða, eigendum byggingavöruverslunarinnar sinn hagnað, verktakanum sína álagningu og eigendum leigufélagsins sinn arð. Þetta leggst ofan á alla vextina sem við borgum á endanum, vextina af okkar lánum og lánunum sem fyrirtækin taka. Fátækar fjölskyldur, láglaunafólk, lífeyrisþegar, öryrkjar og annað fólk sem er í húsnæðisvanda getur ekki staðið undir þessu öllu,“ er haft eftir Sunnu í tilkynningunni. Daníel Örn Arnarson, verkamaður og annar maður á lista sósíalista, er á sama máli. „Við erum klemmd á milli lágra launa og okurleigu,“ er haft eftir Daníel í tilkynningunni. „Húsnæðiskerfið er byggt upp svo að fáir aðilar geti hagnast sem mest: Lóðabraskarar, byggingarvörufyrirtæki, verktakar, húsaleigufyrirtæki.“„Hin verst settu geta ekki staðið undir hinum ríku. Þeir verða að finna sér aðra tekjulind en húsnæðiskreppu láglaunafólks.“ Í tilkynningunni er hugmynd Sósíalista jafnframt reifuð. Þeir vilja að Reykjavíkurborg sjálf stofni byggingafyrirtæki, sem flytji sjálft inn byggingarefnið, byggi sjálft húsin á borgarlandi og leigi sjálf út íbúðirnar. Sósíalistar vilja að byggt verði upp húsnæðiskerfi sem er algjörlega einangrað frá „gróðafyrirtækjum,“ eins og þau orða það. Máli sínu til stuðnings vísa Sósíalistar í söguna. Reykvíkingar stofnuðu til að mynda Bæjarútgerð Reykjavíkur til að útvega fólki örugga vinnu eftir stríð. Þá blása þau á þá gagnrýni að hugmyndir þeirra séu of kostnaðarsamar. „Reykjavíkurborg réð við að byggja upp Hitaveituna, skipta út olíu- og kolakyndingu og setja heitt vatn í hvert hús,“ bendir Daníel á. „Ef markaðurinn hefði fengið að ráða værum við enn að hita húsin með kolum.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands býður fram til borgarstjórnar Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands samþykkti í dag ályktun sem kveður á um að fela framkvæmdastjórn flokksins að undirbúa framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor á vegum flokksins. 18. febrúar 2018 17:16 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Framboð Sósíalistaflokks Íslands vill að Reykjavíkurborg stofni sitt eigið byggingafélag, sem byggi íbúðir fyrir það „fólk sem er í mestum vanda.“ Í tilkynningu frá flokknum er haft eftir Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalista í Reykjavík, að hún telji að almenningur geti ekki greitt „hinum auðugu arð af öllum stigum íbúðabygginga,“ eins og hún orðar það. „Eins og staðan er í dag þurfum við að borga lóðabraskaranum sinn gróða, eigendum byggingavöruverslunarinnar sinn hagnað, verktakanum sína álagningu og eigendum leigufélagsins sinn arð. Þetta leggst ofan á alla vextina sem við borgum á endanum, vextina af okkar lánum og lánunum sem fyrirtækin taka. Fátækar fjölskyldur, láglaunafólk, lífeyrisþegar, öryrkjar og annað fólk sem er í húsnæðisvanda getur ekki staðið undir þessu öllu,“ er haft eftir Sunnu í tilkynningunni. Daníel Örn Arnarson, verkamaður og annar maður á lista sósíalista, er á sama máli. „Við erum klemmd á milli lágra launa og okurleigu,“ er haft eftir Daníel í tilkynningunni. „Húsnæðiskerfið er byggt upp svo að fáir aðilar geti hagnast sem mest: Lóðabraskarar, byggingarvörufyrirtæki, verktakar, húsaleigufyrirtæki.“„Hin verst settu geta ekki staðið undir hinum ríku. Þeir verða að finna sér aðra tekjulind en húsnæðiskreppu láglaunafólks.“ Í tilkynningunni er hugmynd Sósíalista jafnframt reifuð. Þeir vilja að Reykjavíkurborg sjálf stofni byggingafyrirtæki, sem flytji sjálft inn byggingarefnið, byggi sjálft húsin á borgarlandi og leigi sjálf út íbúðirnar. Sósíalistar vilja að byggt verði upp húsnæðiskerfi sem er algjörlega einangrað frá „gróðafyrirtækjum,“ eins og þau orða það. Máli sínu til stuðnings vísa Sósíalistar í söguna. Reykvíkingar stofnuðu til að mynda Bæjarútgerð Reykjavíkur til að útvega fólki örugga vinnu eftir stríð. Þá blása þau á þá gagnrýni að hugmyndir þeirra séu of kostnaðarsamar. „Reykjavíkurborg réð við að byggja upp Hitaveituna, skipta út olíu- og kolakyndingu og setja heitt vatn í hvert hús,“ bendir Daníel á. „Ef markaðurinn hefði fengið að ráða værum við enn að hita húsin með kolum.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands býður fram til borgarstjórnar Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands samþykkti í dag ályktun sem kveður á um að fela framkvæmdastjórn flokksins að undirbúa framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor á vegum flokksins. 18. febrúar 2018 17:16 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands býður fram til borgarstjórnar Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands samþykkti í dag ályktun sem kveður á um að fela framkvæmdastjórn flokksins að undirbúa framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor á vegum flokksins. 18. febrúar 2018 17:16