Sósíalistar vilja að borgin stofni byggingafélag Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2018 06:29 Efstu tveir frambjóðendur á lista Sósílaista í Reykjavík, oddvitinn Sanna Magdalena Mörtudóttir og Daníel Örn Arnarson. Sósíalistar Framboð Sósíalistaflokks Íslands vill að Reykjavíkurborg stofni sitt eigið byggingafélag, sem byggi íbúðir fyrir það „fólk sem er í mestum vanda.“ Í tilkynningu frá flokknum er haft eftir Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalista í Reykjavík, að hún telji að almenningur geti ekki greitt „hinum auðugu arð af öllum stigum íbúðabygginga,“ eins og hún orðar það. „Eins og staðan er í dag þurfum við að borga lóðabraskaranum sinn gróða, eigendum byggingavöruverslunarinnar sinn hagnað, verktakanum sína álagningu og eigendum leigufélagsins sinn arð. Þetta leggst ofan á alla vextina sem við borgum á endanum, vextina af okkar lánum og lánunum sem fyrirtækin taka. Fátækar fjölskyldur, láglaunafólk, lífeyrisþegar, öryrkjar og annað fólk sem er í húsnæðisvanda getur ekki staðið undir þessu öllu,“ er haft eftir Sunnu í tilkynningunni. Daníel Örn Arnarson, verkamaður og annar maður á lista sósíalista, er á sama máli. „Við erum klemmd á milli lágra launa og okurleigu,“ er haft eftir Daníel í tilkynningunni. „Húsnæðiskerfið er byggt upp svo að fáir aðilar geti hagnast sem mest: Lóðabraskarar, byggingarvörufyrirtæki, verktakar, húsaleigufyrirtæki.“„Hin verst settu geta ekki staðið undir hinum ríku. Þeir verða að finna sér aðra tekjulind en húsnæðiskreppu láglaunafólks.“ Í tilkynningunni er hugmynd Sósíalista jafnframt reifuð. Þeir vilja að Reykjavíkurborg sjálf stofni byggingafyrirtæki, sem flytji sjálft inn byggingarefnið, byggi sjálft húsin á borgarlandi og leigi sjálf út íbúðirnar. Sósíalistar vilja að byggt verði upp húsnæðiskerfi sem er algjörlega einangrað frá „gróðafyrirtækjum,“ eins og þau orða það. Máli sínu til stuðnings vísa Sósíalistar í söguna. Reykvíkingar stofnuðu til að mynda Bæjarútgerð Reykjavíkur til að útvega fólki örugga vinnu eftir stríð. Þá blása þau á þá gagnrýni að hugmyndir þeirra séu of kostnaðarsamar. „Reykjavíkurborg réð við að byggja upp Hitaveituna, skipta út olíu- og kolakyndingu og setja heitt vatn í hvert hús,“ bendir Daníel á. „Ef markaðurinn hefði fengið að ráða værum við enn að hita húsin með kolum.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands býður fram til borgarstjórnar Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands samþykkti í dag ályktun sem kveður á um að fela framkvæmdastjórn flokksins að undirbúa framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor á vegum flokksins. 18. febrúar 2018 17:16 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Framboð Sósíalistaflokks Íslands vill að Reykjavíkurborg stofni sitt eigið byggingafélag, sem byggi íbúðir fyrir það „fólk sem er í mestum vanda.“ Í tilkynningu frá flokknum er haft eftir Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalista í Reykjavík, að hún telji að almenningur geti ekki greitt „hinum auðugu arð af öllum stigum íbúðabygginga,“ eins og hún orðar það. „Eins og staðan er í dag þurfum við að borga lóðabraskaranum sinn gróða, eigendum byggingavöruverslunarinnar sinn hagnað, verktakanum sína álagningu og eigendum leigufélagsins sinn arð. Þetta leggst ofan á alla vextina sem við borgum á endanum, vextina af okkar lánum og lánunum sem fyrirtækin taka. Fátækar fjölskyldur, láglaunafólk, lífeyrisþegar, öryrkjar og annað fólk sem er í húsnæðisvanda getur ekki staðið undir þessu öllu,“ er haft eftir Sunnu í tilkynningunni. Daníel Örn Arnarson, verkamaður og annar maður á lista sósíalista, er á sama máli. „Við erum klemmd á milli lágra launa og okurleigu,“ er haft eftir Daníel í tilkynningunni. „Húsnæðiskerfið er byggt upp svo að fáir aðilar geti hagnast sem mest: Lóðabraskarar, byggingarvörufyrirtæki, verktakar, húsaleigufyrirtæki.“„Hin verst settu geta ekki staðið undir hinum ríku. Þeir verða að finna sér aðra tekjulind en húsnæðiskreppu láglaunafólks.“ Í tilkynningunni er hugmynd Sósíalista jafnframt reifuð. Þeir vilja að Reykjavíkurborg sjálf stofni byggingafyrirtæki, sem flytji sjálft inn byggingarefnið, byggi sjálft húsin á borgarlandi og leigi sjálf út íbúðirnar. Sósíalistar vilja að byggt verði upp húsnæðiskerfi sem er algjörlega einangrað frá „gróðafyrirtækjum,“ eins og þau orða það. Máli sínu til stuðnings vísa Sósíalistar í söguna. Reykvíkingar stofnuðu til að mynda Bæjarútgerð Reykjavíkur til að útvega fólki örugga vinnu eftir stríð. Þá blása þau á þá gagnrýni að hugmyndir þeirra séu of kostnaðarsamar. „Reykjavíkurborg réð við að byggja upp Hitaveituna, skipta út olíu- og kolakyndingu og setja heitt vatn í hvert hús,“ bendir Daníel á. „Ef markaðurinn hefði fengið að ráða værum við enn að hita húsin með kolum.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands býður fram til borgarstjórnar Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands samþykkti í dag ályktun sem kveður á um að fela framkvæmdastjórn flokksins að undirbúa framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor á vegum flokksins. 18. febrúar 2018 17:16 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands býður fram til borgarstjórnar Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands samþykkti í dag ályktun sem kveður á um að fela framkvæmdastjórn flokksins að undirbúa framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor á vegum flokksins. 18. febrúar 2018 17:16