Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2018 22:16 Eftir því sem Vísir kemst næst starfa um 27 þjónustufulltrúar í Hörpu. Mikill meirihluti þeirra hefur því sagt upp störfum. vísir/egill Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. Var boðað til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.Fréttablaðið greindi frá því í liðinni viku að laun Svanhildar hefðu hækkað um 20 prósent á síðasta ári. Daginn eftir sendi stjórn Hörpu frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að hækkunin hefði numið 20 prósentum; hún hefði verið 16,8 prósent og þá hefðu launin ekki hækkað svo á tveggja mánaða tímabili heldur yfir fjögur ár. Sagði í yfirlýsingunni að Svanhildur hefði samþykkt að taka á sig launalækkun vegna ákvörðunar kjararáðs fyrstu tvo mánuðina í starfi en samningur sem hún hefði svo gert um laun sín, sem hljóðaði upp á 1,5 milljón á mánuði, taka gildi þann 1. júlí 2017. Þau umsömdu laun voru 14,6 prósentum hærri en ákvörðun kjararáðs en frá og með 1. júlí í fyrra ákveða stjórnir ríkisfyrirtækja laun forstjóra. Á fundinum í kvöld staðfesti Svanhildur að þjónustufulltrúar Hörpu væru einu starfsmenn hússins sem var gert að taka á sig launalækkun. „Eftir fundinn voru margir þjónustufulltrúar mjög ósáttir við skýringar forstjórans, þá sérstaklega um það af hverju engir aðrir starfsmenn hússins hafi þurft að taka á sig launalækkun. Ákváðu því allir þjónustufulltrúar sem sátu fundinn að segja þegar upp störfum, 15 talsins og nokkrir aðrir í kjölfarið. Meðal þeirra sem sögðu upp voru t.d. nokkrir búnir að vinna í Hörpu frá opnun og flestir með langan starfsaldur, meðal annars allir vaktstjórar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Svanhildur hafi talað um það á sínum tíma, eða í september 2017 þegar launalækkunin var kynnt, að um væri að ræða „mildar aðgerðir sem væru hluti af samstilltu átaki um að rétta af fjárhag Hörpu. Af þessu má sjá að ákveðið misræmi er greinilega í þeirri staðhæfingu þar sem aðeins lægst launuðu starfsmenn hússins hafa tekið á sig beina launalækkun.“ Segir í yfirlýsingunni að á fundinum hafi þjónustufulltrúar upplifað ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Eftir því sem Vísir kemst næst starfa 27 þjónustufulltrúar í Hörpu og hefur því mikill meirihluti þeirra nú sagt upp störfum. Í yfirlýsingunni kemur fram að fyrir um tveimur árum hafi starfinu verið breytt úr sætavísum í þjónustufulltrúa. „Þessari breytingu fylgdu aukin verkefni sem fólust til dæmis í því að ganga frá tækjum og búnaði eftir viðburði. Við það skapaðist hagræðing þar sem ekki þurfti lengur að kalla út aðra starfsmenn til þessara verka en þjónustufulltrúar fengu hækkun á sínum launum í samræmi við þessi auknu verkefni. Þann 1. janúar tóku þjónustufulltrúar á sig umtalsverða launalækkun í góðri trú um að það myndu aðrir starfsmenn Hörpu líka gera. Á fundinum upplifðu þjónustufulltrúar ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess,“ segir í yfirlýsingu þjónustufulltrúa Hörpu. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. Var boðað til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.Fréttablaðið greindi frá því í liðinni viku að laun Svanhildar hefðu hækkað um 20 prósent á síðasta ári. Daginn eftir sendi stjórn Hörpu frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að hækkunin hefði numið 20 prósentum; hún hefði verið 16,8 prósent og þá hefðu launin ekki hækkað svo á tveggja mánaða tímabili heldur yfir fjögur ár. Sagði í yfirlýsingunni að Svanhildur hefði samþykkt að taka á sig launalækkun vegna ákvörðunar kjararáðs fyrstu tvo mánuðina í starfi en samningur sem hún hefði svo gert um laun sín, sem hljóðaði upp á 1,5 milljón á mánuði, taka gildi þann 1. júlí 2017. Þau umsömdu laun voru 14,6 prósentum hærri en ákvörðun kjararáðs en frá og með 1. júlí í fyrra ákveða stjórnir ríkisfyrirtækja laun forstjóra. Á fundinum í kvöld staðfesti Svanhildur að þjónustufulltrúar Hörpu væru einu starfsmenn hússins sem var gert að taka á sig launalækkun. „Eftir fundinn voru margir þjónustufulltrúar mjög ósáttir við skýringar forstjórans, þá sérstaklega um það af hverju engir aðrir starfsmenn hússins hafi þurft að taka á sig launalækkun. Ákváðu því allir þjónustufulltrúar sem sátu fundinn að segja þegar upp störfum, 15 talsins og nokkrir aðrir í kjölfarið. Meðal þeirra sem sögðu upp voru t.d. nokkrir búnir að vinna í Hörpu frá opnun og flestir með langan starfsaldur, meðal annars allir vaktstjórar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Svanhildur hafi talað um það á sínum tíma, eða í september 2017 þegar launalækkunin var kynnt, að um væri að ræða „mildar aðgerðir sem væru hluti af samstilltu átaki um að rétta af fjárhag Hörpu. Af þessu má sjá að ákveðið misræmi er greinilega í þeirri staðhæfingu þar sem aðeins lægst launuðu starfsmenn hússins hafa tekið á sig beina launalækkun.“ Segir í yfirlýsingunni að á fundinum hafi þjónustufulltrúar upplifað ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Eftir því sem Vísir kemst næst starfa 27 þjónustufulltrúar í Hörpu og hefur því mikill meirihluti þeirra nú sagt upp störfum. Í yfirlýsingunni kemur fram að fyrir um tveimur árum hafi starfinu verið breytt úr sætavísum í þjónustufulltrúa. „Þessari breytingu fylgdu aukin verkefni sem fólust til dæmis í því að ganga frá tækjum og búnaði eftir viðburði. Við það skapaðist hagræðing þar sem ekki þurfti lengur að kalla út aðra starfsmenn til þessara verka en þjónustufulltrúar fengu hækkun á sínum launum í samræmi við þessi auknu verkefni. Þann 1. janúar tóku þjónustufulltrúar á sig umtalsverða launalækkun í góðri trú um að það myndu aðrir starfsmenn Hörpu líka gera. Á fundinum upplifðu þjónustufulltrúar ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess,“ segir í yfirlýsingu þjónustufulltrúa Hörpu.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira