Hvað eru sveitarstjórnarmenn að hugsa? Lýður Árnason skrifar 8. maí 2018 07:00 Þessi aðdragandi kosninga er lítt frábrugðinn öðrum. Frambjóðendur og flokkar keppast við að laða að sér kjósendur og sem fyrr flýgur það hæst sem vel lætur í eyrum. Nokkuð hefur verið rætt um hið risavaxna vandamál sem er aðgengi að húsnæði. Birtingarmynd þess er nýlegt útspil byggingaverktaka sem auglýsir íbúðarkost sem fyrstu kaup á tæpar 700 þúsund á fermetra. Fjörutíu milljónir takk, fyrir 60 fermetra. Húsaleigumarkaðurinn er í sama móanum og nánast útilokað fyrir aðra en kvótakrakka og silfurskeiðunga að taka þátt í þessu. Hinir húka í foreldrahúsum. Einhvern tíma á þessu kjörtímabili var frábært byggingarland í vesturbæ Reykjavíkur afhent einum hrunverjanum sem sýnir glöggt að ráðamenn sjá ekki eða vilja ekki sjá samhengi húsnæðisvandans við fjármagnseigendur. En í hnotskurn er hann þessi: Fjárfestingafélög gleypa allt sem til fellur á húsnæðismarkaði, sprengja upp öll verð og verða feitari og feitari á brauðstriti okkar hinna. Vel má vera að þetta hljómi eins og kommúnistaávarp en þetta er samt svona. Þess vegna er skrítið, ekki sízt að framboð sem kenna sig við jöfnuð, skuli humma þetta af sér og jafnvel taka þátt í þessum okurleik. Hvers vegna í ósköpunum ganga sveitarstjórnir stærstu bæjarfélaganna ekki fram fyrir skjöldu og boða bílskúrsblokkir, gámaraðhús og einbýliskofa fyrir ungt fólk? Einfalda og ódýra íverustaði til kaups eða leigu, 20, 30 og 40 fermetra? Þetta yrði valkostur þeirra sem EKKI vilja ganga bönkum eða öðrum fjármagnsöflum á hönd og strita lungann úr ævinni í þeirra þágu. Verð á svona húsnæði gæti verið um fjórðungur af rassaboðum þeim sem nú tíðkast og leigan aðeins brotabrot. Í dag hefur ungt fólk harla lítinn hvata til að hasla sér völl á húsnæðismarkaði, nýr alvöru valkostur í líkingu við framansagt gæti breytt því á einni nóttu. Hættum að vera meðvirk, bjóðum einkaframtaki birginn sem ekki bætir lífskjörin í landinu heldur þvert á móti, heldur þeim niðri.Höfundur er læknir og kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þessi aðdragandi kosninga er lítt frábrugðinn öðrum. Frambjóðendur og flokkar keppast við að laða að sér kjósendur og sem fyrr flýgur það hæst sem vel lætur í eyrum. Nokkuð hefur verið rætt um hið risavaxna vandamál sem er aðgengi að húsnæði. Birtingarmynd þess er nýlegt útspil byggingaverktaka sem auglýsir íbúðarkost sem fyrstu kaup á tæpar 700 þúsund á fermetra. Fjörutíu milljónir takk, fyrir 60 fermetra. Húsaleigumarkaðurinn er í sama móanum og nánast útilokað fyrir aðra en kvótakrakka og silfurskeiðunga að taka þátt í þessu. Hinir húka í foreldrahúsum. Einhvern tíma á þessu kjörtímabili var frábært byggingarland í vesturbæ Reykjavíkur afhent einum hrunverjanum sem sýnir glöggt að ráðamenn sjá ekki eða vilja ekki sjá samhengi húsnæðisvandans við fjármagnseigendur. En í hnotskurn er hann þessi: Fjárfestingafélög gleypa allt sem til fellur á húsnæðismarkaði, sprengja upp öll verð og verða feitari og feitari á brauðstriti okkar hinna. Vel má vera að þetta hljómi eins og kommúnistaávarp en þetta er samt svona. Þess vegna er skrítið, ekki sízt að framboð sem kenna sig við jöfnuð, skuli humma þetta af sér og jafnvel taka þátt í þessum okurleik. Hvers vegna í ósköpunum ganga sveitarstjórnir stærstu bæjarfélaganna ekki fram fyrir skjöldu og boða bílskúrsblokkir, gámaraðhús og einbýliskofa fyrir ungt fólk? Einfalda og ódýra íverustaði til kaups eða leigu, 20, 30 og 40 fermetra? Þetta yrði valkostur þeirra sem EKKI vilja ganga bönkum eða öðrum fjármagnsöflum á hönd og strita lungann úr ævinni í þeirra þágu. Verð á svona húsnæði gæti verið um fjórðungur af rassaboðum þeim sem nú tíðkast og leigan aðeins brotabrot. Í dag hefur ungt fólk harla lítinn hvata til að hasla sér völl á húsnæðismarkaði, nýr alvöru valkostur í líkingu við framansagt gæti breytt því á einni nóttu. Hættum að vera meðvirk, bjóðum einkaframtaki birginn sem ekki bætir lífskjörin í landinu heldur þvert á móti, heldur þeim niðri.Höfundur er læknir og kvikmyndagerðarmaður
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun