Stofnanda áhugamannafélagsins IWF svarað Gunnar Steinn Gunnarsson skrifar 8. maí 2018 07:00 Þann 28. mars 2018 birtist í Fréttablaðinu grein eftir Ingólf Ásgeirsson. Þar gefur hann sig út fyrir að tala máli náttúruverndarsinna í stað þess að koma fram í nafni hagsmunaaðila sem hann sannarlega er. Fjallað hefur verið um viðskiptahugmyndir hans í fjölmiðlum, m.a. er hann leigði Þverá/Kjarrá fyrir 111,7 milljónir króna árlega í fimm ár. Í grein Ingólfs kom fram að hann hafði haft samband við norska fræðimanninn Keven Glover í tilefni af nýbirtum rannsóknarniðurstöðum hans og umfjöllun um þær hérlendis. Niðurstöður Glovers benda til þess að þegar hlutfall sleppifiska í á verður um 5-10% í 50 ár verði áhrif erfðablöndunar mjög lítil. Það er ekki fyrr en hlutfallið fer upp í 30-50% sem breytingar verða augljósar á þessu sama tímabili. Niðurstöðurnar benda til þess að hætta á erfðablöndun eldislaxa við villta laxastofna sé stórlega ofmetin af leikmönnum. Rannsókn Glovers tók til Norður-Atlantshafslax en það er sá lax sem er að finna bæði á Íslandi og í Noregi. Ingólfur gefur sér að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki þýðingu hér á landi og að ekki sé hægt að heimfæra þær yfir á Ísland þar sem stofnar hér séu ólíkir þeim norsku. Hins vegar má benda Ingólfi á að sömu náttúrulögmál gilda á Íslandi og í Noregi. Reyndar mætti Ingólfur lesa fræðigreinar af meiri athygli áður en hann ríður fram á ritvöllinn, en í grein Glovers kemur einmitt fram að því óskildari sem aðkomulaxinn er villta laxinum því ósennilegra er að hann skilji eftir sig spor. Í grein Glovers kemur fram að samsetning ákveðinna þátta, eins og lítill árangur eldislaxins við hrygningu, náttúrulegt val sem hyglir aðlöguðum fenótýpum/genótýpum frá hinum villtu stofnum sem og fenótýpískur sveigjanleiki, dregur úr hraða og stærðargráðu breytinga í fenótýpum/genótýpum og lýðfræðilegum einkennum villta laxastofnsins sem hefur upplifað innstreymi frá eldislaxi. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra aðila í fræðaheiminum svo sem Hindar, Norsku hafrannsóknastofnunarinnar og fleiri. Það þarf mikla, stöðuga og viðvarandi innblöndun af eldislaxi í áratugi til að hætta á erfðablöndun sé raunveruleg (Hindar; 2006, 2017). Um þetta eru fræðimenn nokkuð sammála í Noregi og víðar. Í grein sinni kemur Ingólfur Ásgeirsson fram sem einn af stofnendum Icelandic Wildlife Fund. Af þessu enska heiti félagsins myndu menn ætla að um væri að ræða öflug náttúruverndarsamtök sem hefðu rödd á alþjóðavettvangi en þegar betur er að gáð reynist Icelandic Wildlife Fund vera óþekkt sjálfseignarstofnun. Hér á þessari afskekktu og fámennu eyju hafa fyrirbæri í gegnum tíðina fengið stærri nöfn en innistæða er fyrir eða leitast hefur verið við að upphefja heitið með útlenskum blæ. Slíkt er að mörgu leyti falleg og saklaus sveitamennska. Það sem vekur hins vegar furðu er að sjá mann stíga fram í tómstundum sínum sem stofnanda samtaka til verndar náttúrunni og hugsjónamann á meðan sá sami hefur að aðalstarfi að fljúga breiðþotum um heiminn á krítískum tímum „global warming“ eða hnatthlýnunar. Það er allt að því leikhúsleg upplifun að sjá menn gefa sig út fyrir að vera baráttumenn fyrir villtri náttúru á sama tíma og þeir verja dögum sínum í að skilja eftir sig stór kolefnisspor í einni mest mengandi atvinnustarfsemi sem stunduð er. Sé stofnanda framangreindra náttúruverndarsamtaka alvara ætti hann að hafa í huga þá gullnu reglu að byrja á að breyta sjálfum sér ætli maður að breyta heiminum. Að sýna gott fordæmi væri eðlilegt fyrsta skref.Höfundur er líffræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 28. mars 2018 birtist í Fréttablaðinu grein eftir Ingólf Ásgeirsson. Þar gefur hann sig út fyrir að tala máli náttúruverndarsinna í stað þess að koma fram í nafni hagsmunaaðila sem hann sannarlega er. Fjallað hefur verið um viðskiptahugmyndir hans í fjölmiðlum, m.a. er hann leigði Þverá/Kjarrá fyrir 111,7 milljónir króna árlega í fimm ár. Í grein Ingólfs kom fram að hann hafði haft samband við norska fræðimanninn Keven Glover í tilefni af nýbirtum rannsóknarniðurstöðum hans og umfjöllun um þær hérlendis. Niðurstöður Glovers benda til þess að þegar hlutfall sleppifiska í á verður um 5-10% í 50 ár verði áhrif erfðablöndunar mjög lítil. Það er ekki fyrr en hlutfallið fer upp í 30-50% sem breytingar verða augljósar á þessu sama tímabili. Niðurstöðurnar benda til þess að hætta á erfðablöndun eldislaxa við villta laxastofna sé stórlega ofmetin af leikmönnum. Rannsókn Glovers tók til Norður-Atlantshafslax en það er sá lax sem er að finna bæði á Íslandi og í Noregi. Ingólfur gefur sér að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki þýðingu hér á landi og að ekki sé hægt að heimfæra þær yfir á Ísland þar sem stofnar hér séu ólíkir þeim norsku. Hins vegar má benda Ingólfi á að sömu náttúrulögmál gilda á Íslandi og í Noregi. Reyndar mætti Ingólfur lesa fræðigreinar af meiri athygli áður en hann ríður fram á ritvöllinn, en í grein Glovers kemur einmitt fram að því óskildari sem aðkomulaxinn er villta laxinum því ósennilegra er að hann skilji eftir sig spor. Í grein Glovers kemur fram að samsetning ákveðinna þátta, eins og lítill árangur eldislaxins við hrygningu, náttúrulegt val sem hyglir aðlöguðum fenótýpum/genótýpum frá hinum villtu stofnum sem og fenótýpískur sveigjanleiki, dregur úr hraða og stærðargráðu breytinga í fenótýpum/genótýpum og lýðfræðilegum einkennum villta laxastofnsins sem hefur upplifað innstreymi frá eldislaxi. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra aðila í fræðaheiminum svo sem Hindar, Norsku hafrannsóknastofnunarinnar og fleiri. Það þarf mikla, stöðuga og viðvarandi innblöndun af eldislaxi í áratugi til að hætta á erfðablöndun sé raunveruleg (Hindar; 2006, 2017). Um þetta eru fræðimenn nokkuð sammála í Noregi og víðar. Í grein sinni kemur Ingólfur Ásgeirsson fram sem einn af stofnendum Icelandic Wildlife Fund. Af þessu enska heiti félagsins myndu menn ætla að um væri að ræða öflug náttúruverndarsamtök sem hefðu rödd á alþjóðavettvangi en þegar betur er að gáð reynist Icelandic Wildlife Fund vera óþekkt sjálfseignarstofnun. Hér á þessari afskekktu og fámennu eyju hafa fyrirbæri í gegnum tíðina fengið stærri nöfn en innistæða er fyrir eða leitast hefur verið við að upphefja heitið með útlenskum blæ. Slíkt er að mörgu leyti falleg og saklaus sveitamennska. Það sem vekur hins vegar furðu er að sjá mann stíga fram í tómstundum sínum sem stofnanda samtaka til verndar náttúrunni og hugsjónamann á meðan sá sami hefur að aðalstarfi að fljúga breiðþotum um heiminn á krítískum tímum „global warming“ eða hnatthlýnunar. Það er allt að því leikhúsleg upplifun að sjá menn gefa sig út fyrir að vera baráttumenn fyrir villtri náttúru á sama tíma og þeir verja dögum sínum í að skilja eftir sig stór kolefnisspor í einni mest mengandi atvinnustarfsemi sem stunduð er. Sé stofnanda framangreindra náttúruverndarsamtaka alvara ætti hann að hafa í huga þá gullnu reglu að byrja á að breyta sjálfum sér ætli maður að breyta heiminum. Að sýna gott fordæmi væri eðlilegt fyrsta skref.Höfundur er líffræðingur
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar