Í góðri trú Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. maí 2018 10:00 Blaðamenn búa að djúpum reynslubrunni fyrri kynslóða. Þeir sækja í þessa auðlind í öllum sínum störfum. Þeir eru traustsins verðir aðeins vegna þeirra verka sem forverar þeirra hafa unnið. En þessi erfðagjöf er brotgjörn. Minnsta hnjask skilur eftir sig ör. Samkomulag stjórnenda Ríkisútvarpsins og Guðmundar Spartakusar vegur að þessari sameiginlegu uppsprettu. RÚV samdi og greiddi Guðmundi tvær og hálfa milljón í miskabætur og málskostnað utan réttar. Upphæðin er í sjálfur sér ekki það sem skiptir máli hér. Samkvæmt samkomulaginu þurfti RÚV ekki að biðjast afsökunar og ekki að leiðrétta fréttaflutning sem leiddi til ófjárhagslegs tjóns Guðmundar, þó svo að útvarpsstjóri segði á síðum Fréttablaðsins í síðustu viku að fréttaflutningur hefði „að einhverju marki verið leiðréttur“. RÚV og Guðmundur sammæltust um að halda trúnaði um samkomulagið. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um það af hverju ákveðið hafi verið að semja við Guðmund vísar útvarpsstjóri til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í júlí í fyrra þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrrverandi fréttamanns RÚV sem dómstóllinn sagði ekki hafa flutt fregnir í góðri trú. Þannig taldi útvarpsstjóri að „umtalsverðar líkur stæðu til þess að tilteknar kröfur stefnanda málsins [Guðmundar] næðu fram að ganga“. Þó svo að stjórnendur RÚV hafi vafalaust talið sig hafa haft góð rök máli sínu til stuðnings, þá eru þetta hörmuleg skilaboð til þeirra blaðamanna sem þar starfa, og í raun til allra þeirra einstaklinga hér á landi sem gera blaðamennsku að ævistarfi sínu og flytja fréttir í góðri trú. Þessi skilaboð, og þau ákvæði í 25. kafla almennra hegningarlaga sem eru til grundvallar, fela í sér hættuleg kælingaráhrif á tjáningarfrelsi blaðamanna hér á landi. Áhrif sem valda ótta eða kvíða meðal blaðamanna sem síðan leiða til sjálfsritskoðunar og þar með rýrri umræðu á opinberum vettvangi. Með samkomulaginu hefur RÚV blásið þeim eldmóð í brjóst sem komast upp með að hóta blaðamönnum, vega að starfsheiðri þeirra og þeim sem dreifa ósannindum. Oft er þetta einn og sami hópurinn. Stjórnendur RÚV vilja vernda sína blaðamenn, en samkomulag sem þetta er einmitt til þess fallið að gera starf þeirra sem flytja fréttir í góðri trú erfiðara og hættulegra. Í því felst köld kveðja til allra blaðamanna. Hafi markmiðið verið það að komast hjá því að biðjast afsökunar, eða leiðrétta fréttaflutning, þá er það vanvirða við stéttina af allt öðrum toga enda er það ekkert annað en heilbrigð skynsemi að fagna mistökum sínum, leiðrétta þau og læra af, en ekki fela þau undir trúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Blaðamenn búa að djúpum reynslubrunni fyrri kynslóða. Þeir sækja í þessa auðlind í öllum sínum störfum. Þeir eru traustsins verðir aðeins vegna þeirra verka sem forverar þeirra hafa unnið. En þessi erfðagjöf er brotgjörn. Minnsta hnjask skilur eftir sig ör. Samkomulag stjórnenda Ríkisútvarpsins og Guðmundar Spartakusar vegur að þessari sameiginlegu uppsprettu. RÚV samdi og greiddi Guðmundi tvær og hálfa milljón í miskabætur og málskostnað utan réttar. Upphæðin er í sjálfur sér ekki það sem skiptir máli hér. Samkvæmt samkomulaginu þurfti RÚV ekki að biðjast afsökunar og ekki að leiðrétta fréttaflutning sem leiddi til ófjárhagslegs tjóns Guðmundar, þó svo að útvarpsstjóri segði á síðum Fréttablaðsins í síðustu viku að fréttaflutningur hefði „að einhverju marki verið leiðréttur“. RÚV og Guðmundur sammæltust um að halda trúnaði um samkomulagið. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um það af hverju ákveðið hafi verið að semja við Guðmund vísar útvarpsstjóri til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í júlí í fyrra þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrrverandi fréttamanns RÚV sem dómstóllinn sagði ekki hafa flutt fregnir í góðri trú. Þannig taldi útvarpsstjóri að „umtalsverðar líkur stæðu til þess að tilteknar kröfur stefnanda málsins [Guðmundar] næðu fram að ganga“. Þó svo að stjórnendur RÚV hafi vafalaust talið sig hafa haft góð rök máli sínu til stuðnings, þá eru þetta hörmuleg skilaboð til þeirra blaðamanna sem þar starfa, og í raun til allra þeirra einstaklinga hér á landi sem gera blaðamennsku að ævistarfi sínu og flytja fréttir í góðri trú. Þessi skilaboð, og þau ákvæði í 25. kafla almennra hegningarlaga sem eru til grundvallar, fela í sér hættuleg kælingaráhrif á tjáningarfrelsi blaðamanna hér á landi. Áhrif sem valda ótta eða kvíða meðal blaðamanna sem síðan leiða til sjálfsritskoðunar og þar með rýrri umræðu á opinberum vettvangi. Með samkomulaginu hefur RÚV blásið þeim eldmóð í brjóst sem komast upp með að hóta blaðamönnum, vega að starfsheiðri þeirra og þeim sem dreifa ósannindum. Oft er þetta einn og sami hópurinn. Stjórnendur RÚV vilja vernda sína blaðamenn, en samkomulag sem þetta er einmitt til þess fallið að gera starf þeirra sem flytja fréttir í góðri trú erfiðara og hættulegra. Í því felst köld kveðja til allra blaðamanna. Hafi markmiðið verið það að komast hjá því að biðjast afsökunar, eða leiðrétta fréttaflutning, þá er það vanvirða við stéttina af allt öðrum toga enda er það ekkert annað en heilbrigð skynsemi að fagna mistökum sínum, leiðrétta þau og læra af, en ekki fela þau undir trúnaði.
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar