Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2018 13:20 Dagur B. Eggertsson. Vísir/Sigtryggur Ari Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vel geta hugsað sér að myndaður verði meirihluti fleiri flokka en þarf til að mynda meirihluta að loknum kosningum. Það hafi verið gert síðast og gefist vel. Þrír flokkar af fjórum sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur héldu meirihluta sínum ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent og fengi sex borgarfulltrúa. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og bjóða einnig fram í kosningunum hinn 26. maí héldu meirihluta sínum en Vinstri græn fengju 11 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa og Píratar 7,5 prósent og tvo fulltrúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar er mjög sáttur við könnunina. „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það sé að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum. Þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ segir Dagur. Viðreisn og Miðflokkurinn eru sterkastir nýrra flokka. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi og fengi tvo fulltrúa eins og Miðflokkurinn sem mælist með rúmlega 7 prósenta fylgi. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ segir Dagur. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni. Könnunin var gerð í gær, hringt var í 1.050 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 796 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfallið var 75,8 prósent. 52,9 prósent þeirra sem náðist í tóku afstöðu til spurningarinnar, 11,4 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 17,6 prósent sögðust óákveðin og 18,0 prósent vildu ekki svara spurningunni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vel geta hugsað sér að myndaður verði meirihluti fleiri flokka en þarf til að mynda meirihluta að loknum kosningum. Það hafi verið gert síðast og gefist vel. Þrír flokkar af fjórum sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur héldu meirihluta sínum ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent og fengi sex borgarfulltrúa. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og bjóða einnig fram í kosningunum hinn 26. maí héldu meirihluta sínum en Vinstri græn fengju 11 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa og Píratar 7,5 prósent og tvo fulltrúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar er mjög sáttur við könnunina. „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það sé að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum. Þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ segir Dagur. Viðreisn og Miðflokkurinn eru sterkastir nýrra flokka. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi og fengi tvo fulltrúa eins og Miðflokkurinn sem mælist með rúmlega 7 prósenta fylgi. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ segir Dagur. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni. Könnunin var gerð í gær, hringt var í 1.050 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 796 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfallið var 75,8 prósent. 52,9 prósent þeirra sem náðist í tóku afstöðu til spurningarinnar, 11,4 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 17,6 prósent sögðust óákveðin og 18,0 prósent vildu ekki svara spurningunni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30