Evrópa mun gefa sín atkvæði í kvöld og ræðst þá hvort Ari Ólafsson og íslenski hópurinn komist áfram í úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið.
Vísir verður með beina textalýsingu úr blaðamannahöllinni í Lissabon og verður greint frá stemmingunni á svæðinu.
Stefán Árni Pálsson mun fara vel yfir hvert lag og gefa þeim öllum einkunn frá 1-12. Ari Ólafsson er annar í röðinni í kvöld og stígur á svið rúmlega sjö.
Við hvetjum lesendur til að vera líflegir á Twitter og styðjast við kassamerkið #12stig en þá geta tístin ratað í beinu textalýsinguna hér fyrir neðan.