VR hættir viðskiptum við Hörpu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2018 15:06 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Sigtryggur Stjórnendur stéttarfélagsins VR hafa ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR en þar segir m.a. að félagið geti ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafi verið smánaðir og hætt viðskiptum við tónlistarhúsið. „Sóma síns vegna getur VR ekki átt í viðskiptatengslum við fyrirtæki sem hagar sér með svo lítilmannlegum hætti gagnvart launafólki,“ segir í yfirlýsingunni.Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í gær eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en þjónustufulltrúunum ofbauð launahækkun Svanhildar. „Lægst launuðu starfsmenn Hörpu tónlistarhúss, sem einum var gert að taka á sig launalækkun á meðan forstjórinn fékk ríflega launahækkun, sýndu það einstaka þor og áræði að segja nær öll upp störfum til þess að mótmæla hinu hrópandi óréttlæti sem blasir við í þessu máli. Beðið var með eftirvæntingu eftir niðurstöðu fundar forstjóra og yfirstjórnar í morgun og blasti það við öllu réttsýnu fólki að hið augljósa óréttlæti yrði leiðrétt með einhverjum hætti og yfirstjórn hússins myndi sjá að sér,“ segir í yfirlýsingu VR.Sjá einnig: Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Þá kemur auk þess fram að yfirlýsing sem Svanhildur sendi frá sér vegna málsins í dag hafi verið sem blaut tuska í andlit félagsmanna VR. Einu viðbrögðin séu því að kveðja hina dugmiklu starfsmenn sem sögðu af sér og óska þeim velfarnaðar. „VR sem stéttarfélag getur ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafa verið smánaðir með þessum ótrúlega hætti og hætt öllum viðskiptum við Hörpu tónlistarhús þar til þetta mál fær eðlilega afgreiðslu.“ Fleiri hafa tilkynnt um að þeir hyggist láta af viðskiptum við Hörpu vegna málsins. Illugi Jökulsson rithöfundur og Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona hafa þegar lýst því yfir að þau æti að sniðganga húsið. Neytendur Tengdar fréttir Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Stjórnendur stéttarfélagsins VR hafa ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR en þar segir m.a. að félagið geti ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafi verið smánaðir og hætt viðskiptum við tónlistarhúsið. „Sóma síns vegna getur VR ekki átt í viðskiptatengslum við fyrirtæki sem hagar sér með svo lítilmannlegum hætti gagnvart launafólki,“ segir í yfirlýsingunni.Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í gær eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en þjónustufulltrúunum ofbauð launahækkun Svanhildar. „Lægst launuðu starfsmenn Hörpu tónlistarhúss, sem einum var gert að taka á sig launalækkun á meðan forstjórinn fékk ríflega launahækkun, sýndu það einstaka þor og áræði að segja nær öll upp störfum til þess að mótmæla hinu hrópandi óréttlæti sem blasir við í þessu máli. Beðið var með eftirvæntingu eftir niðurstöðu fundar forstjóra og yfirstjórnar í morgun og blasti það við öllu réttsýnu fólki að hið augljósa óréttlæti yrði leiðrétt með einhverjum hætti og yfirstjórn hússins myndi sjá að sér,“ segir í yfirlýsingu VR.Sjá einnig: Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Þá kemur auk þess fram að yfirlýsing sem Svanhildur sendi frá sér vegna málsins í dag hafi verið sem blaut tuska í andlit félagsmanna VR. Einu viðbrögðin séu því að kveðja hina dugmiklu starfsmenn sem sögðu af sér og óska þeim velfarnaðar. „VR sem stéttarfélag getur ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafa verið smánaðir með þessum ótrúlega hætti og hætt öllum viðskiptum við Hörpu tónlistarhús þar til þetta mál fær eðlilega afgreiðslu.“ Fleiri hafa tilkynnt um að þeir hyggist láta af viðskiptum við Hörpu vegna málsins. Illugi Jökulsson rithöfundur og Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona hafa þegar lýst því yfir að þau æti að sniðganga húsið.
Neytendur Tengdar fréttir Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36