Banna auglýsingar útlendinga fyrir þjóðaratkvæði um fóstureyðingar Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 15:09 Auglýsingar stuðningsmanna og andstæðinga fóstureyðinga í Dyflinni. Vísir/AFP Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna útlendingum að kaupa auglýsingar í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar á Írlandi. Ástæðan er meðal annars áhyggjur af því að bandarískir hópar sem eru andsnúnir fóstureyðingum reyni að hafa áhrif á úrslitin. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram 25. maí. Í henni taka Írar afstöðu til þess hvort að afnema eigi ákvæði stjórnarskrár landsins um bann við fóstureyðingum. Borið hefur á auglýsingum á netinu frá bandarískum hópum í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Útlendingar mega ekki láta fé af hendi rakna til stjórnmálasamtaka á Írlandi en lögin ná ekki til auglýsinga á samfélagsmiðlum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Facebook hefur nú brugðist við umræðunni um auglýsingarnar og segir að frá og með fimmtudeginum muni fyrirtækið hafna auglýsingum sem tengjast þjóðaratkvæðagreiðslunni ef þær eiga uppruna sinn utan Írlands. „Við skiljum hversu viðkvæm þessi kosningabarátta er og við munum leggja hart að okkur til að tryggja hlutleysi á öllum stigum. Markmið okkar er einfalt: að hjálpa til við að tryggja frjálsar, sanngjarnar og gegnsæjar kosningar um þetta mikilvæga málefni,“ segir í yfirlýsingu Facebook. Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæltu fóstureyðingum á Írlandi Í maí verður þjóðaratkvæðagreiðsla um umdeilda fóstureyðingalöggjöf á Írlandi. 10. mars 2018 21:50 Vill afnema bann við fóstureyðingum á Írlandi Nær algert bann er við fóstureyðingum á Írlandi á grundvelli stjórnarskrárákvæðis um rétt fósturs til lífs til jafns við konur. 28. janúar 2018 11:47 Írska þingið samþykkti þjóðaratkvæðagreiðslu þann 25. maí Í dag eru fóstureyðingar með öllu bannaðar á Írlandi, nema ef líf móðurinnar er í bráðri hættu. 28. mars 2018 21:34 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna útlendingum að kaupa auglýsingar í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar á Írlandi. Ástæðan er meðal annars áhyggjur af því að bandarískir hópar sem eru andsnúnir fóstureyðingum reyni að hafa áhrif á úrslitin. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram 25. maí. Í henni taka Írar afstöðu til þess hvort að afnema eigi ákvæði stjórnarskrár landsins um bann við fóstureyðingum. Borið hefur á auglýsingum á netinu frá bandarískum hópum í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Útlendingar mega ekki láta fé af hendi rakna til stjórnmálasamtaka á Írlandi en lögin ná ekki til auglýsinga á samfélagsmiðlum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Facebook hefur nú brugðist við umræðunni um auglýsingarnar og segir að frá og með fimmtudeginum muni fyrirtækið hafna auglýsingum sem tengjast þjóðaratkvæðagreiðslunni ef þær eiga uppruna sinn utan Írlands. „Við skiljum hversu viðkvæm þessi kosningabarátta er og við munum leggja hart að okkur til að tryggja hlutleysi á öllum stigum. Markmið okkar er einfalt: að hjálpa til við að tryggja frjálsar, sanngjarnar og gegnsæjar kosningar um þetta mikilvæga málefni,“ segir í yfirlýsingu Facebook.
Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæltu fóstureyðingum á Írlandi Í maí verður þjóðaratkvæðagreiðsla um umdeilda fóstureyðingalöggjöf á Írlandi. 10. mars 2018 21:50 Vill afnema bann við fóstureyðingum á Írlandi Nær algert bann er við fóstureyðingum á Írlandi á grundvelli stjórnarskrárákvæðis um rétt fósturs til lífs til jafns við konur. 28. janúar 2018 11:47 Írska þingið samþykkti þjóðaratkvæðagreiðslu þann 25. maí Í dag eru fóstureyðingar með öllu bannaðar á Írlandi, nema ef líf móðurinnar er í bráðri hættu. 28. mars 2018 21:34 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Tugir þúsunda mótmæltu fóstureyðingum á Írlandi Í maí verður þjóðaratkvæðagreiðsla um umdeilda fóstureyðingalöggjöf á Írlandi. 10. mars 2018 21:50
Vill afnema bann við fóstureyðingum á Írlandi Nær algert bann er við fóstureyðingum á Írlandi á grundvelli stjórnarskrárákvæðis um rétt fósturs til lífs til jafns við konur. 28. janúar 2018 11:47
Írska þingið samþykkti þjóðaratkvæðagreiðslu þann 25. maí Í dag eru fóstureyðingar með öllu bannaðar á Írlandi, nema ef líf móðurinnar er í bráðri hættu. 28. mars 2018 21:34