Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2018 16:05 Svanhildur hefur farið fram á launalækkun en hún segir frið um Hörpu ofar öllu. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebook-síðu sinni, hún hafi farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. „Kjaramál mín hafa truflað mjög mikilvægt verkefni sem nú er í vinnslu er varðar rekstur hússins. Friður um Hörpu er ofar öllu.“Mikil óánægja með hvernig haldið hefur verið á málum Ekki er það ofmælt en mikill styr hefur staðið um kjaramál innan Hörpu eins og fram hefur komið í dag. 17 þjónustufulltrúar hafa sagt upp störfum en í yfirlýsingu sem Svanhildur sendir í dag fyrir hönd Hörpu var þeim óskað velfarnaðar. Uppsagnir þeirra eru í meginatriðum vegna þess að þeim var gert að taka á sig kjaraskerðingu vegna erfiðs rekstrar Hörpu meðan forstjórinn sjálfur fékk launahækkun. Stjórnendur VR stéttarfélags ákváðu í kjölfarið að hætta viðskiptum við Hörpu vegna frétta af launahækkun forstjóra hússins og launalækkunum þjónustufulltrúa í húsinu. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal þeirra sem hefur tilkynnt að hann ætli að sniðganga Hörpu vegna málsins sem og tónlistarmaðurinn Ellen Kristjánsdóttir.Laun forstjórans hafa hækkað Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður hefur farið rækilega í kjaramál Svanhildar og hann segir það fyrirliggjandi að forstjórinn hafi þegið ágætar launahækkanir, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. „Hún tekur síðan formlega við starfinu eftir að kjararáðsúrskurðurinn lá fyrir og þáði því í byrjun aldrei laun samkvæmt upprunalega ráðningarsamningnum, enda hefði það ekki verið löglegt. Þar var ekki um að ræða fórnfýsi forstjórans. Hún fékk greitt samkvæmt ákvörðun kjararáðs í tvo mánuði, þar til lagabreytingin um kjararáð tók gildi og þá, í fyrsta skipti síðan hún tók við, hækkuðu laun hennar í raun og voru þá orðin 1.567 þúsund krónur á mánuði. 20,5 prósentum hærri en forveri hennar í starfi fékk. 20,5 prósentum hærri en kjararáð hafði ákvarðað hæfilegt til handa forstjóra Hörpu nokkrum mánuðum áður.“ Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebook-síðu sinni, hún hafi farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. „Kjaramál mín hafa truflað mjög mikilvægt verkefni sem nú er í vinnslu er varðar rekstur hússins. Friður um Hörpu er ofar öllu.“Mikil óánægja með hvernig haldið hefur verið á málum Ekki er það ofmælt en mikill styr hefur staðið um kjaramál innan Hörpu eins og fram hefur komið í dag. 17 þjónustufulltrúar hafa sagt upp störfum en í yfirlýsingu sem Svanhildur sendir í dag fyrir hönd Hörpu var þeim óskað velfarnaðar. Uppsagnir þeirra eru í meginatriðum vegna þess að þeim var gert að taka á sig kjaraskerðingu vegna erfiðs rekstrar Hörpu meðan forstjórinn sjálfur fékk launahækkun. Stjórnendur VR stéttarfélags ákváðu í kjölfarið að hætta viðskiptum við Hörpu vegna frétta af launahækkun forstjóra hússins og launalækkunum þjónustufulltrúa í húsinu. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal þeirra sem hefur tilkynnt að hann ætli að sniðganga Hörpu vegna málsins sem og tónlistarmaðurinn Ellen Kristjánsdóttir.Laun forstjórans hafa hækkað Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður hefur farið rækilega í kjaramál Svanhildar og hann segir það fyrirliggjandi að forstjórinn hafi þegið ágætar launahækkanir, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. „Hún tekur síðan formlega við starfinu eftir að kjararáðsúrskurðurinn lá fyrir og þáði því í byrjun aldrei laun samkvæmt upprunalega ráðningarsamningnum, enda hefði það ekki verið löglegt. Þar var ekki um að ræða fórnfýsi forstjórans. Hún fékk greitt samkvæmt ákvörðun kjararáðs í tvo mánuði, þar til lagabreytingin um kjararáð tók gildi og þá, í fyrsta skipti síðan hún tók við, hækkuðu laun hennar í raun og voru þá orðin 1.567 þúsund krónur á mánuði. 20,5 prósentum hærri en forveri hennar í starfi fékk. 20,5 prósentum hærri en kjararáð hafði ákvarðað hæfilegt til handa forstjóra Hörpu nokkrum mánuðum áður.“
Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36