Kalda gjaldmiðlastríðið og Ísland Agnar Tómas Möller skrifar 9. maí 2018 07:00 Hugtakið „kalt gjaldeyrisstríð“ (e. currency cold war) hefur talsvert verið í umræðunni undanfarin misseri á erlendum mörkuðum þar sem Bandaríkin annars vegar og ríki Evrópu, Japan og einkum Kína hins vegar eigast við í baráttu um að veikja gjaldmiðla sína með óbeinum aðgerðum (þ.e. ekki beinum gjaldeyrisinngripum) með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni útflutnings og, sérstaklega í tilviki Bandaríkjanna, draga úr viðskiptahalla við önnur ríki. Óhætt er að segja að Bandaríkin hafi verið í hlutverki „árásaraðilans“ og orðið vel ágengt með aðgerðum sem einkum snúa að fjárlagahliðinni en á árinu 2017 veiktist Bandaríkjadalur um 10% gagnvart vegnu meðaltali helstu mynta. Þrátt fyrir að vera með talsvert hærri vexti en flest önnur þróuð ríki, hefur dollarinn veikst vegna hækkunar ríkisútgjalda (og samhliða stækkun fjárlagahallans og hraðri aukningu í útgáfu ríkisskuldabréfa) á toppi hagsveiflunnar en einnig vegna þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur talað um að líta fram hjá mögulega hærri verðbólgu en sem nemur verðbólgumarkmiði og virðist tregur í taumi að opna á mögulega meiri vaxtahækkanir en hann hefur áður gefið til kynna. Hingað til hafa seðlabankar annarra ríkja gert lítið til að bregðast við breyttri stefnu Bandaríkjanna; þvert á móti hafa evrópski og japanski seðlabankinn dregið úr skuldabréfakaupum og sá evrópski meira að segja gefið til kynna að hann yrði ekki lengur nettó kaupandi að skuldabréfum í árslok. Á seinustu vikum hafa hins vegar orðið nokkrar breytingar þar á. Á nýlegum vaxtaákvörðunarfundi Seðlabanka Evrópu kvað við mýkri tón vegna vísbendinga um að hægja taki á efnahagslífinu í Evrópu, einkum í Þýskalandi, og flestar væntingavísitölur úr viðskiptalífinu virðast vera staðnaðar eða á niðurleið. Í nýlegu viðtali talaði japanski seðlabankastjórinn um að bankinn gæti hugsanlega náð verðbólgumarkmiði sínu, og þá farið að draga úr örvun peningastefnunnar, á næstu fimm árum! Í ljósi veikra talna úr bresku efnahagslífi hellti breski seðlabankastjórinn köldu vatni á væntingar um að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni og í Kína kom seðlabankinn markaðsaðilum á óvart með því að lækka bindiskyldu þarlendra banka. En önnur undirliggjandi ástæða, og ekki síður mikilvæg, fyrir þessum samtíma breytingum eru viðbrögð við verndarstefnu Bandaríkjanna sem kann að leiða til tollastríðs og mögulega draga úr hagvexti á heimsvísu. Útflutningur Bandaríkjanna er umtalsvert minni en innflutningur, á móti Kína er hlutfallið næstum 3 á móti 1, og ljóst að önnur ríki eru að jafnaði líkleg til að fara verr en Bandaríkin út úr slíkum átökum. Með því að ýta væntum vaxtahækkunum lengra út í framtíðina geta ríkin dregið úr mögulegum áhrifum hækkunar tolla á útflutning með stuðningi við útflutningsgreinar í gegnum lægri vexti og veikari gjaldmiðla. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa; síðasta vika var hin besta fyrir dollarann frá því Trump varð Bandaríkjaforseti (þótt sú þróun sé honum varla að skapi) og hefur hann nú styrkst um rúm 4% á tveimur vikum gagnvart evrunni. Eftir snarpa hækkun vaxta á skuldabréfamörkuðum á þessu ári hefur hækkun 10 ára vaxta í Evrópusambandinu, Bretlandi og Japan, að mestu leyti gengið til baka undanfarið. Hækkun 10 ára vaxta í Bandaríkjunum er enn umtalsverð á árinu, nú lítillega undir 3%, en ávöxtunarkúrfan hefur hins vegar verið að fletjast út. Munur á 2 ára og 10 ára vöxtum er nú um 0,45%, sem endurspeglar þá skoðun markaða að fyrirhugaðar vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans muni kæla hagkerfið og að framtíðarvextir verði því litlu hærri en langtímavextir eru í dag, eða nálægt þremur prósentum. Íslenskt vaxtastig mun ekki fara varhluta af þessari þróun. Í talsverðan tíma hefur íslenski seðlabankinn verið þeirrar skoðunar að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman „að utan“ sem myndi þá draga úr þörf fyrir innflæðishöft og frekari lækkun íslenskra vaxta. Fátt bendir til þess að það sé í kortunum. Þvert á móti hafa langtímavextir verið í hækkunarfasa hér undanfarnar vikur og mánuði, og vaxtamunur því að hækka. Það verður því áhugavert að heyra hver sýn Seðlabanka Íslands verður á þessa þróun á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið „kalt gjaldeyrisstríð“ (e. currency cold war) hefur talsvert verið í umræðunni undanfarin misseri á erlendum mörkuðum þar sem Bandaríkin annars vegar og ríki Evrópu, Japan og einkum Kína hins vegar eigast við í baráttu um að veikja gjaldmiðla sína með óbeinum aðgerðum (þ.e. ekki beinum gjaldeyrisinngripum) með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni útflutnings og, sérstaklega í tilviki Bandaríkjanna, draga úr viðskiptahalla við önnur ríki. Óhætt er að segja að Bandaríkin hafi verið í hlutverki „árásaraðilans“ og orðið vel ágengt með aðgerðum sem einkum snúa að fjárlagahliðinni en á árinu 2017 veiktist Bandaríkjadalur um 10% gagnvart vegnu meðaltali helstu mynta. Þrátt fyrir að vera með talsvert hærri vexti en flest önnur þróuð ríki, hefur dollarinn veikst vegna hækkunar ríkisútgjalda (og samhliða stækkun fjárlagahallans og hraðri aukningu í útgáfu ríkisskuldabréfa) á toppi hagsveiflunnar en einnig vegna þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur talað um að líta fram hjá mögulega hærri verðbólgu en sem nemur verðbólgumarkmiði og virðist tregur í taumi að opna á mögulega meiri vaxtahækkanir en hann hefur áður gefið til kynna. Hingað til hafa seðlabankar annarra ríkja gert lítið til að bregðast við breyttri stefnu Bandaríkjanna; þvert á móti hafa evrópski og japanski seðlabankinn dregið úr skuldabréfakaupum og sá evrópski meira að segja gefið til kynna að hann yrði ekki lengur nettó kaupandi að skuldabréfum í árslok. Á seinustu vikum hafa hins vegar orðið nokkrar breytingar þar á. Á nýlegum vaxtaákvörðunarfundi Seðlabanka Evrópu kvað við mýkri tón vegna vísbendinga um að hægja taki á efnahagslífinu í Evrópu, einkum í Þýskalandi, og flestar væntingavísitölur úr viðskiptalífinu virðast vera staðnaðar eða á niðurleið. Í nýlegu viðtali talaði japanski seðlabankastjórinn um að bankinn gæti hugsanlega náð verðbólgumarkmiði sínu, og þá farið að draga úr örvun peningastefnunnar, á næstu fimm árum! Í ljósi veikra talna úr bresku efnahagslífi hellti breski seðlabankastjórinn köldu vatni á væntingar um að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni og í Kína kom seðlabankinn markaðsaðilum á óvart með því að lækka bindiskyldu þarlendra banka. En önnur undirliggjandi ástæða, og ekki síður mikilvæg, fyrir þessum samtíma breytingum eru viðbrögð við verndarstefnu Bandaríkjanna sem kann að leiða til tollastríðs og mögulega draga úr hagvexti á heimsvísu. Útflutningur Bandaríkjanna er umtalsvert minni en innflutningur, á móti Kína er hlutfallið næstum 3 á móti 1, og ljóst að önnur ríki eru að jafnaði líkleg til að fara verr en Bandaríkin út úr slíkum átökum. Með því að ýta væntum vaxtahækkunum lengra út í framtíðina geta ríkin dregið úr mögulegum áhrifum hækkunar tolla á útflutning með stuðningi við útflutningsgreinar í gegnum lægri vexti og veikari gjaldmiðla. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa; síðasta vika var hin besta fyrir dollarann frá því Trump varð Bandaríkjaforseti (þótt sú þróun sé honum varla að skapi) og hefur hann nú styrkst um rúm 4% á tveimur vikum gagnvart evrunni. Eftir snarpa hækkun vaxta á skuldabréfamörkuðum á þessu ári hefur hækkun 10 ára vaxta í Evrópusambandinu, Bretlandi og Japan, að mestu leyti gengið til baka undanfarið. Hækkun 10 ára vaxta í Bandaríkjunum er enn umtalsverð á árinu, nú lítillega undir 3%, en ávöxtunarkúrfan hefur hins vegar verið að fletjast út. Munur á 2 ára og 10 ára vöxtum er nú um 0,45%, sem endurspeglar þá skoðun markaða að fyrirhugaðar vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans muni kæla hagkerfið og að framtíðarvextir verði því litlu hærri en langtímavextir eru í dag, eða nálægt þremur prósentum. Íslenskt vaxtastig mun ekki fara varhluta af þessari þróun. Í talsverðan tíma hefur íslenski seðlabankinn verið þeirrar skoðunar að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman „að utan“ sem myndi þá draga úr þörf fyrir innflæðishöft og frekari lækkun íslenskra vaxta. Fátt bendir til þess að það sé í kortunum. Þvert á móti hafa langtímavextir verið í hækkunarfasa hér undanfarnar vikur og mánuði, og vaxtamunur því að hækka. Það verður því áhugavert að heyra hver sýn Seðlabanka Íslands verður á þessa þróun á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar