Hugmyndir um aukinn skatt á gosdrykki slæmar að mati atvinnurekenda Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2018 20:45 Félag atvinnurekenda gagnrýnir hugmyndir um hærri álögur á gosdrykki harðlega og segir að þær hugmyndir ásamt lækkun skatta og gjalda á ávexti og grænmeti á sama tíma flækja skattkerfið. Neytendur hafi sýnt að þeir séu sjálfir best færir um að færa neyslu sína yfir í hollari vörur. Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögur frá Landlæknisembættinu í lýðheilsumálum. Landlæknisembættið vill að landsmenn neyti meira af ávöxtum og grænmeti og reynt verði að draga úr gosdrykkjaneyslu með því að setja drykkina í efra virðisaukaskattsþrepið eða 24 prósent. En aðrar vörur eins og skyr til dæmis verði áfram í neðra þrepinu þótt skyrvörur séu margar fullar af sykri. Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna þessara hugmynda. „Við teljum þær bæði slæmar og óþarfar. Í fyrsta lagi mismuna þær fyrirtækjum og atvinnugreinum. Jú það er vissulega sykur í hluta af framleiðslu gosdrykkja fyrirtækjanna. En það er gríðarlega mikill sykur t.d. í mjólkurvörunum sem við látum ofan í okkur daglega. Af hverju á þá ekki að koma skattur á þær ef markmiðið er að minnka sykurneyslu,“ segir Ólafur. Í öðru lagi byggi tillögur Landlæknisembættisins á röngum gögnum þar sem hlutur gosdrykkja í sykurneyslu landsmanna sé stórlega ofmetinn. Í þriðja lagi hafi neysla á sykruðu gosi minnkað stórlega á undanförnum árum á sama tíma og sala á kolsýrðu vatni hafi aukist. „Þetta er að gerast án nokkurra inngripa stjórnvalda einfaldlega af því fyrirtækin er að mæta kröfum neytenda,“ segir Ólafur. Tilraun til neyslustýringar með almennum sykurskatti sem þó hafi náð til allra vörutegunda á árunum 2013 til fjórtán hafi mistekist og einungis reynst vera tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Þá sé ekki heillavænlegt að taka upp vörugjöld á gosdrykki auk hækkunar virðisaukaskatts og ætla sér að lækka álögur með skattabreytingum á ávexti og grænmeti sem þýði að aftur verði þrjú virðisaukaskattsþrep. „Markmiðið er jú göfugt. En það er hins vegar ákveðin ranghugmynd margra embættismanna og stjórnmálamanna að það sé hægt að stýra neyslu fólks með sköttum. Umræða og upplýsing er miklu vænlegra til árangurs,“ segir Ólafur Stephensen. Neytendur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Félag atvinnurekenda gagnrýnir hugmyndir um hærri álögur á gosdrykki harðlega og segir að þær hugmyndir ásamt lækkun skatta og gjalda á ávexti og grænmeti á sama tíma flækja skattkerfið. Neytendur hafi sýnt að þeir séu sjálfir best færir um að færa neyslu sína yfir í hollari vörur. Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögur frá Landlæknisembættinu í lýðheilsumálum. Landlæknisembættið vill að landsmenn neyti meira af ávöxtum og grænmeti og reynt verði að draga úr gosdrykkjaneyslu með því að setja drykkina í efra virðisaukaskattsþrepið eða 24 prósent. En aðrar vörur eins og skyr til dæmis verði áfram í neðra þrepinu þótt skyrvörur séu margar fullar af sykri. Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna þessara hugmynda. „Við teljum þær bæði slæmar og óþarfar. Í fyrsta lagi mismuna þær fyrirtækjum og atvinnugreinum. Jú það er vissulega sykur í hluta af framleiðslu gosdrykkja fyrirtækjanna. En það er gríðarlega mikill sykur t.d. í mjólkurvörunum sem við látum ofan í okkur daglega. Af hverju á þá ekki að koma skattur á þær ef markmiðið er að minnka sykurneyslu,“ segir Ólafur. Í öðru lagi byggi tillögur Landlæknisembættisins á röngum gögnum þar sem hlutur gosdrykkja í sykurneyslu landsmanna sé stórlega ofmetinn. Í þriðja lagi hafi neysla á sykruðu gosi minnkað stórlega á undanförnum árum á sama tíma og sala á kolsýrðu vatni hafi aukist. „Þetta er að gerast án nokkurra inngripa stjórnvalda einfaldlega af því fyrirtækin er að mæta kröfum neytenda,“ segir Ólafur. Tilraun til neyslustýringar með almennum sykurskatti sem þó hafi náð til allra vörutegunda á árunum 2013 til fjórtán hafi mistekist og einungis reynst vera tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Þá sé ekki heillavænlegt að taka upp vörugjöld á gosdrykki auk hækkunar virðisaukaskatts og ætla sér að lækka álögur með skattabreytingum á ávexti og grænmeti sem þýði að aftur verði þrjú virðisaukaskattsþrep. „Markmiðið er jú göfugt. En það er hins vegar ákveðin ranghugmynd margra embættismanna og stjórnmálamanna að það sé hægt að stýra neyslu fólks með sköttum. Umræða og upplýsing er miklu vænlegra til árangurs,“ segir Ólafur Stephensen.
Neytendur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira