Hugmyndir um aukinn skatt á gosdrykki slæmar að mati atvinnurekenda Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2018 20:45 Félag atvinnurekenda gagnrýnir hugmyndir um hærri álögur á gosdrykki harðlega og segir að þær hugmyndir ásamt lækkun skatta og gjalda á ávexti og grænmeti á sama tíma flækja skattkerfið. Neytendur hafi sýnt að þeir séu sjálfir best færir um að færa neyslu sína yfir í hollari vörur. Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögur frá Landlæknisembættinu í lýðheilsumálum. Landlæknisembættið vill að landsmenn neyti meira af ávöxtum og grænmeti og reynt verði að draga úr gosdrykkjaneyslu með því að setja drykkina í efra virðisaukaskattsþrepið eða 24 prósent. En aðrar vörur eins og skyr til dæmis verði áfram í neðra þrepinu þótt skyrvörur séu margar fullar af sykri. Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna þessara hugmynda. „Við teljum þær bæði slæmar og óþarfar. Í fyrsta lagi mismuna þær fyrirtækjum og atvinnugreinum. Jú það er vissulega sykur í hluta af framleiðslu gosdrykkja fyrirtækjanna. En það er gríðarlega mikill sykur t.d. í mjólkurvörunum sem við látum ofan í okkur daglega. Af hverju á þá ekki að koma skattur á þær ef markmiðið er að minnka sykurneyslu,“ segir Ólafur. Í öðru lagi byggi tillögur Landlæknisembættisins á röngum gögnum þar sem hlutur gosdrykkja í sykurneyslu landsmanna sé stórlega ofmetinn. Í þriðja lagi hafi neysla á sykruðu gosi minnkað stórlega á undanförnum árum á sama tíma og sala á kolsýrðu vatni hafi aukist. „Þetta er að gerast án nokkurra inngripa stjórnvalda einfaldlega af því fyrirtækin er að mæta kröfum neytenda,“ segir Ólafur. Tilraun til neyslustýringar með almennum sykurskatti sem þó hafi náð til allra vörutegunda á árunum 2013 til fjórtán hafi mistekist og einungis reynst vera tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Þá sé ekki heillavænlegt að taka upp vörugjöld á gosdrykki auk hækkunar virðisaukaskatts og ætla sér að lækka álögur með skattabreytingum á ávexti og grænmeti sem þýði að aftur verði þrjú virðisaukaskattsþrep. „Markmiðið er jú göfugt. En það er hins vegar ákveðin ranghugmynd margra embættismanna og stjórnmálamanna að það sé hægt að stýra neyslu fólks með sköttum. Umræða og upplýsing er miklu vænlegra til árangurs,“ segir Ólafur Stephensen. Neytendur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Félag atvinnurekenda gagnrýnir hugmyndir um hærri álögur á gosdrykki harðlega og segir að þær hugmyndir ásamt lækkun skatta og gjalda á ávexti og grænmeti á sama tíma flækja skattkerfið. Neytendur hafi sýnt að þeir séu sjálfir best færir um að færa neyslu sína yfir í hollari vörur. Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögur frá Landlæknisembættinu í lýðheilsumálum. Landlæknisembættið vill að landsmenn neyti meira af ávöxtum og grænmeti og reynt verði að draga úr gosdrykkjaneyslu með því að setja drykkina í efra virðisaukaskattsþrepið eða 24 prósent. En aðrar vörur eins og skyr til dæmis verði áfram í neðra þrepinu þótt skyrvörur séu margar fullar af sykri. Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna þessara hugmynda. „Við teljum þær bæði slæmar og óþarfar. Í fyrsta lagi mismuna þær fyrirtækjum og atvinnugreinum. Jú það er vissulega sykur í hluta af framleiðslu gosdrykkja fyrirtækjanna. En það er gríðarlega mikill sykur t.d. í mjólkurvörunum sem við látum ofan í okkur daglega. Af hverju á þá ekki að koma skattur á þær ef markmiðið er að minnka sykurneyslu,“ segir Ólafur. Í öðru lagi byggi tillögur Landlæknisembættisins á röngum gögnum þar sem hlutur gosdrykkja í sykurneyslu landsmanna sé stórlega ofmetinn. Í þriðja lagi hafi neysla á sykruðu gosi minnkað stórlega á undanförnum árum á sama tíma og sala á kolsýrðu vatni hafi aukist. „Þetta er að gerast án nokkurra inngripa stjórnvalda einfaldlega af því fyrirtækin er að mæta kröfum neytenda,“ segir Ólafur. Tilraun til neyslustýringar með almennum sykurskatti sem þó hafi náð til allra vörutegunda á árunum 2013 til fjórtán hafi mistekist og einungis reynst vera tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Þá sé ekki heillavænlegt að taka upp vörugjöld á gosdrykki auk hækkunar virðisaukaskatts og ætla sér að lækka álögur með skattabreytingum á ávexti og grænmeti sem þýði að aftur verði þrjú virðisaukaskattsþrep. „Markmiðið er jú göfugt. En það er hins vegar ákveðin ranghugmynd margra embættismanna og stjórnmálamanna að það sé hægt að stýra neyslu fólks með sköttum. Umræða og upplýsing er miklu vænlegra til árangurs,“ segir Ólafur Stephensen.
Neytendur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira