Google kynnir viðbót sem mun geta hringt símtöl fyrir þig Sylvía Hall skrifar 9. maí 2018 23:18 Sundar Pichai, forstjóri Google, kynnti Duplex-viðbótina í gær. Vísir/Getty Google I/O ráðstefnan stendur nú yfir og lýkur á morgun, en sú kynning sem hefur vakið hvað mest umtal er ný viðbót við Google Assistant. Viðbótin, sem kölluð er Duplex, gerir þér kleift að láta Google Assistant hringja simtöl fyrir þig, en á ráðstefnunni fengu gestir að sjá dæmi um símtal. Kynningin vakti mikla lukku á meðal áhorfenda, en kynningin vakti einna helst athygli fyrir þær sakir hversu raunverulegt og eðlilegt símtalið var þrátt fyrir að aðeins ein manneskja tæki þátt í samtalinu. Hik, pásur, áhersluorð og „mmmhmm“ eru hluti af talmáli Google Assistant og væri erfitt að giska á að þarna væri um gervigreind að ræða, en ekki manneskju. Í kjölfar kynningarinnar hafa vaknað spurningar um siðferðislega skyldu Google í þessum efnum, en fyrirtækið er það fyrsta sem kynnir tækni af þessu tagi fyrir hinn almenna notanda. Til að mynda hafa margir velt fyrir sér hvort viðbótinni sé skylt að tilkynna viðmælandanum að hann sé að ræða við gervigreind, eða hvort það yrði til þess fallið að fólk myndi einfaldlega ekki halda áfram með símtalið ef það vissi að ekki væri raunveruleg manneskja á hinum endanum. Google hefur þó sagt í færslu á bloggsíðu sinni að Duplex sé einungis hugsað til þess að auka aðgengi að þjónustu og auðvelda upplýsingaöflun. Daglega noti fjöldi fólks Google til að finna opnunartíma eða aðrar upplýsingar en minni fyrirtæki séu oft með þessar upplýsingar óskráðar, og með Duplex sé hægt að gera fólki kleift að nálgast það með einu „símtali“. Séu upplýsingarnar of flóknar fyrir viðbótina mun notandinn fá tilkynningu og getur haldið áfram með símtalið sjálfur. Tækni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Google I/O ráðstefnan stendur nú yfir og lýkur á morgun, en sú kynning sem hefur vakið hvað mest umtal er ný viðbót við Google Assistant. Viðbótin, sem kölluð er Duplex, gerir þér kleift að láta Google Assistant hringja simtöl fyrir þig, en á ráðstefnunni fengu gestir að sjá dæmi um símtal. Kynningin vakti mikla lukku á meðal áhorfenda, en kynningin vakti einna helst athygli fyrir þær sakir hversu raunverulegt og eðlilegt símtalið var þrátt fyrir að aðeins ein manneskja tæki þátt í samtalinu. Hik, pásur, áhersluorð og „mmmhmm“ eru hluti af talmáli Google Assistant og væri erfitt að giska á að þarna væri um gervigreind að ræða, en ekki manneskju. Í kjölfar kynningarinnar hafa vaknað spurningar um siðferðislega skyldu Google í þessum efnum, en fyrirtækið er það fyrsta sem kynnir tækni af þessu tagi fyrir hinn almenna notanda. Til að mynda hafa margir velt fyrir sér hvort viðbótinni sé skylt að tilkynna viðmælandanum að hann sé að ræða við gervigreind, eða hvort það yrði til þess fallið að fólk myndi einfaldlega ekki halda áfram með símtalið ef það vissi að ekki væri raunveruleg manneskja á hinum endanum. Google hefur þó sagt í færslu á bloggsíðu sinni að Duplex sé einungis hugsað til þess að auka aðgengi að þjónustu og auðvelda upplýsingaöflun. Daglega noti fjöldi fólks Google til að finna opnunartíma eða aðrar upplýsingar en minni fyrirtæki séu oft með þessar upplýsingar óskráðar, og með Duplex sé hægt að gera fólki kleift að nálgast það með einu „símtali“. Séu upplýsingarnar of flóknar fyrir viðbótina mun notandinn fá tilkynningu og getur haldið áfram með símtalið sjálfur.
Tækni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira