Google kynnir viðbót sem mun geta hringt símtöl fyrir þig Sylvía Hall skrifar 9. maí 2018 23:18 Sundar Pichai, forstjóri Google, kynnti Duplex-viðbótina í gær. Vísir/Getty Google I/O ráðstefnan stendur nú yfir og lýkur á morgun, en sú kynning sem hefur vakið hvað mest umtal er ný viðbót við Google Assistant. Viðbótin, sem kölluð er Duplex, gerir þér kleift að láta Google Assistant hringja simtöl fyrir þig, en á ráðstefnunni fengu gestir að sjá dæmi um símtal. Kynningin vakti mikla lukku á meðal áhorfenda, en kynningin vakti einna helst athygli fyrir þær sakir hversu raunverulegt og eðlilegt símtalið var þrátt fyrir að aðeins ein manneskja tæki þátt í samtalinu. Hik, pásur, áhersluorð og „mmmhmm“ eru hluti af talmáli Google Assistant og væri erfitt að giska á að þarna væri um gervigreind að ræða, en ekki manneskju. Í kjölfar kynningarinnar hafa vaknað spurningar um siðferðislega skyldu Google í þessum efnum, en fyrirtækið er það fyrsta sem kynnir tækni af þessu tagi fyrir hinn almenna notanda. Til að mynda hafa margir velt fyrir sér hvort viðbótinni sé skylt að tilkynna viðmælandanum að hann sé að ræða við gervigreind, eða hvort það yrði til þess fallið að fólk myndi einfaldlega ekki halda áfram með símtalið ef það vissi að ekki væri raunveruleg manneskja á hinum endanum. Google hefur þó sagt í færslu á bloggsíðu sinni að Duplex sé einungis hugsað til þess að auka aðgengi að þjónustu og auðvelda upplýsingaöflun. Daglega noti fjöldi fólks Google til að finna opnunartíma eða aðrar upplýsingar en minni fyrirtæki séu oft með þessar upplýsingar óskráðar, og með Duplex sé hægt að gera fólki kleift að nálgast það með einu „símtali“. Séu upplýsingarnar of flóknar fyrir viðbótina mun notandinn fá tilkynningu og getur haldið áfram með símtalið sjálfur. Tækni Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Google I/O ráðstefnan stendur nú yfir og lýkur á morgun, en sú kynning sem hefur vakið hvað mest umtal er ný viðbót við Google Assistant. Viðbótin, sem kölluð er Duplex, gerir þér kleift að láta Google Assistant hringja simtöl fyrir þig, en á ráðstefnunni fengu gestir að sjá dæmi um símtal. Kynningin vakti mikla lukku á meðal áhorfenda, en kynningin vakti einna helst athygli fyrir þær sakir hversu raunverulegt og eðlilegt símtalið var þrátt fyrir að aðeins ein manneskja tæki þátt í samtalinu. Hik, pásur, áhersluorð og „mmmhmm“ eru hluti af talmáli Google Assistant og væri erfitt að giska á að þarna væri um gervigreind að ræða, en ekki manneskju. Í kjölfar kynningarinnar hafa vaknað spurningar um siðferðislega skyldu Google í þessum efnum, en fyrirtækið er það fyrsta sem kynnir tækni af þessu tagi fyrir hinn almenna notanda. Til að mynda hafa margir velt fyrir sér hvort viðbótinni sé skylt að tilkynna viðmælandanum að hann sé að ræða við gervigreind, eða hvort það yrði til þess fallið að fólk myndi einfaldlega ekki halda áfram með símtalið ef það vissi að ekki væri raunveruleg manneskja á hinum endanum. Google hefur þó sagt í færslu á bloggsíðu sinni að Duplex sé einungis hugsað til þess að auka aðgengi að þjónustu og auðvelda upplýsingaöflun. Daglega noti fjöldi fólks Google til að finna opnunartíma eða aðrar upplýsingar en minni fyrirtæki séu oft með þessar upplýsingar óskráðar, og með Duplex sé hægt að gera fólki kleift að nálgast það með einu „símtali“. Séu upplýsingarnar of flóknar fyrir viðbótina mun notandinn fá tilkynningu og getur haldið áfram með símtalið sjálfur.
Tækni Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira