Fleiri heimilisofbeldismál eftir breytingu í Rússlandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Hægt er að ljúka fyrsta máli um heimilisofbeldi með sekt. Vísir/Getty Skráð heimilisofbeldismál í Rússlandi hafa nær þrefaldast á stuttum tíma. Ástæðan er talin löggjöf sem afnam fangelsisrefsingu við fyrsta broti. Sektað er í staðinn. Lagabreytingin tók gildi síðasta vor og mætti umtalsverðri andstöðu. Andstæðingar breytinganna töldu að með lögunum væru stjórnvöld að veita leyfi fyrir slíku ofbeldi. Fylgjendur þess stóðu hins vegar fast á sínu og fór breytingin í gegn. Sem fyrr segir fól breytingin í sér að þeir sem gerast brotlegir í fyrsta sinn geta lokið sínu máli með greiðslu sektar. Gerist menn hins vegar ítrekað brotlegir bíður þeirra ákæra og sakamál fyrir dómi. „Breytingarnar tóku gildi í fyrra og þótt undarlegt megi virðast þá hefur skráðum heimilisofbeldismálum fjölgað í kjölfarið,“ segir Ekaterina Khodzhaeva, doktor í félagsfræði, við Al Jazeera. „Eins og málum var háttað áður gat það haft áhrif á framtíð barna og fjölskyldu þolandans að hafa skráð mál hans. Það fældi fólk frá því að leita til lögreglunnar. Þessi nýja framkvæmd hefur breytt þessu og fjölgað tilkynntum málum,“ segir Khodzhaeva. Vísar hún í því samhengi til þess að á fyrri helmingi ársins í fyrra hafi tilkynningar þrefaldast. Andstæðingar laganna telja þau enn skaðsöm og vilja ákvæði um nálgunarbann í rússnesk lög. „Aðgerðir á borð við nálgunarbann eru ekki refsing gagnvart gerandanum heldur tímabundnar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi og til verndar þolendum,“ segir Oksana Pushkina, rússneskur þingmaður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Skráð heimilisofbeldismál í Rússlandi hafa nær þrefaldast á stuttum tíma. Ástæðan er talin löggjöf sem afnam fangelsisrefsingu við fyrsta broti. Sektað er í staðinn. Lagabreytingin tók gildi síðasta vor og mætti umtalsverðri andstöðu. Andstæðingar breytinganna töldu að með lögunum væru stjórnvöld að veita leyfi fyrir slíku ofbeldi. Fylgjendur þess stóðu hins vegar fast á sínu og fór breytingin í gegn. Sem fyrr segir fól breytingin í sér að þeir sem gerast brotlegir í fyrsta sinn geta lokið sínu máli með greiðslu sektar. Gerist menn hins vegar ítrekað brotlegir bíður þeirra ákæra og sakamál fyrir dómi. „Breytingarnar tóku gildi í fyrra og þótt undarlegt megi virðast þá hefur skráðum heimilisofbeldismálum fjölgað í kjölfarið,“ segir Ekaterina Khodzhaeva, doktor í félagsfræði, við Al Jazeera. „Eins og málum var háttað áður gat það haft áhrif á framtíð barna og fjölskyldu þolandans að hafa skráð mál hans. Það fældi fólk frá því að leita til lögreglunnar. Þessi nýja framkvæmd hefur breytt þessu og fjölgað tilkynntum málum,“ segir Khodzhaeva. Vísar hún í því samhengi til þess að á fyrri helmingi ársins í fyrra hafi tilkynningar þrefaldast. Andstæðingar laganna telja þau enn skaðsöm og vilja ákvæði um nálgunarbann í rússnesk lög. „Aðgerðir á borð við nálgunarbann eru ekki refsing gagnvart gerandanum heldur tímabundnar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi og til verndar þolendum,“ segir Oksana Pushkina, rússneskur þingmaður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira