Facebook flýr evrópska löggjöf um gagnaöryggi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2018 06:00 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, mætti fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum á dögunum. Vísir/EPA Facebook hefur fært ábyrgð á notendum sínum utan Bandaríkjanna frá alþjóðlegum höfuðstöðvum sínum á Írlandi og til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Með þessu kemst Facebook hjá því að fylgja nýrri löggjöf Evrópusambandsins um öryggi persónulegra upplýsinga. Guardian greindi frá þessu í gær. Löggjöfin ber heitið General Data Protection Regulation (GDPR) og tekur gildi þann 25. maí næstkomandi. Ef Facebook hefði gerst brotlegt við hina nýju löggjöf gæti það þýtt sekt upp á fjögur prósent af veltu fyrirtækisins sem samsvarar um 160 milljörðum króna. Talsmaður Facebook sagði við Reuters í gær að fyrirtækið myndi vernda upplýsingar allra notenda á sama hátt, hvort sem notandinn hefði samþykkt notendaskilmála í Bandaríkjunum eða á Írlandi. Breytingin hafi eingöngu verið gerð vegna þess að Evrópulöggjöfin fer fram á sérstakt orðalag í notendaskilmálanum en ekki sú bandaríska. Athyglisvert er að skoða ummæli Marks Zuckerberg framkvæmdastjóra frá því fyrr í mánuðinum í ljósi þessara tíðinda. Þegar Reuters spurði hvort hann gæti lofað því að GDPR-löggjöfinni yrði fylgt sagði Zuckerberg að Facebook myndi fylgja „anda löggjafarinnar“ á heimsvísu. Zuckerberg gaf svo álíka loðið svar þegar bandarískir þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Lukasz Olejnik gagnaöryggisfræðingur sagði við Guardian í gær að það væri síður en svo einfalt að færa upplýsingar eins og hálfs milljarðs notenda á milli landa. Aðgerðin væri áhyggjuefni. „Þetta er mikil og fordæmalaus breyting. Breytingin leiðir af sér minni kröfur um öryggi persónulegra upplýsinga og minni réttindi notenda,“ sagði Olejnik við Reuters. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Sjá meira
Facebook hefur fært ábyrgð á notendum sínum utan Bandaríkjanna frá alþjóðlegum höfuðstöðvum sínum á Írlandi og til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Með þessu kemst Facebook hjá því að fylgja nýrri löggjöf Evrópusambandsins um öryggi persónulegra upplýsinga. Guardian greindi frá þessu í gær. Löggjöfin ber heitið General Data Protection Regulation (GDPR) og tekur gildi þann 25. maí næstkomandi. Ef Facebook hefði gerst brotlegt við hina nýju löggjöf gæti það þýtt sekt upp á fjögur prósent af veltu fyrirtækisins sem samsvarar um 160 milljörðum króna. Talsmaður Facebook sagði við Reuters í gær að fyrirtækið myndi vernda upplýsingar allra notenda á sama hátt, hvort sem notandinn hefði samþykkt notendaskilmála í Bandaríkjunum eða á Írlandi. Breytingin hafi eingöngu verið gerð vegna þess að Evrópulöggjöfin fer fram á sérstakt orðalag í notendaskilmálanum en ekki sú bandaríska. Athyglisvert er að skoða ummæli Marks Zuckerberg framkvæmdastjóra frá því fyrr í mánuðinum í ljósi þessara tíðinda. Þegar Reuters spurði hvort hann gæti lofað því að GDPR-löggjöfinni yrði fylgt sagði Zuckerberg að Facebook myndi fylgja „anda löggjafarinnar“ á heimsvísu. Zuckerberg gaf svo álíka loðið svar þegar bandarískir þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Lukasz Olejnik gagnaöryggisfræðingur sagði við Guardian í gær að það væri síður en svo einfalt að færa upplýsingar eins og hálfs milljarðs notenda á milli landa. Aðgerðin væri áhyggjuefni. „Þetta er mikil og fordæmalaus breyting. Breytingin leiðir af sér minni kröfur um öryggi persónulegra upplýsinga og minni réttindi notenda,“ sagði Olejnik við Reuters.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Sjá meira
Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28
Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00