Meistari í húmor Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 20. apríl 2018 06:00 Edda Björgvinsdóttir var strax í æsku ákveðin í að verða leikkona Vísir/eyþór Edda Björgvinsdóttir er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar. Ferilskráin er orðin löng en Edda hefur leikið í fjölda leikrita, kvikmyndum og í sjónvarpi og leikstýrt eigin verkum og annarra. Hún var flugfreyja um tíma og í gegnum árin hefur hún haldið námskeið og fyrirlestra þar sem húmor og hamingja er í aðalhlutverki. Þessa dagana má sjá Eddu á sviði Þjóðleikhússins í söngleiknum Með allt á hreinu og í haust mun hún leika í Ronju ræningjadóttur. „Ég er fyrst og fremst leikkona en ég er líka frumkvöðull með þekkingarþrá á háu stigi og bíð eftir að finna tíma til að læra meira,“ segir Edda brosandi en hún er með MA í menningarstjórnun og MA-diplómu í jákvæðri sálfræði. „Alveg frá því ég var sjö ára var ég ákveðin í að verða leikkona, enda var ég alltaf að leika eitthvað. Ég man eftir að hafa verið í barnaafmæli og þar var einnig stödd Melitta Urbancic, leikkona frá Austurríki og eiginkona Victors Urbancic tónlistarmanns. Melitta kom til mín, horfði á mig og sagði hátt og snjallt: „Þú verður einhvern tímann mikil leikkona.“Mér brá við en ég var sannfærð um að hún hefði rétt fyrir sér og að leiklist yrði mitt aðalstarf,“ rifjar Edda upp.Stella orðin heimilisvinur Edda hefur leikið mörg ógleymanleg hlutverk í gegnum tíðina en henni finnst einna vænst um hlutverk sitt í einleiknum Alveg brilljant skilnaður. „Það stykki gekk fyrir fullu húsi í þrjú leikár og var í senn fyndið og sorglegt. Svo er Stella í orlofi auðvitað partur af mér og myndin löngu orðin heimilisvinur hjá fjölda manns. Mér finnst líka vænt um báðar alkóhólistakonurnar mínar, Ingu í kvikmyndinni Undir trénu og sendiherrafrúna í Risaeðlunum. Þær sýna að alkóhólismi er ekki bara fyllerí heldur mikill harmur. Þær glíma við djúpa sorg sem þær reyna að deyfa með áfengi. Þetta er heimur sem ég hef mikið pælt í og hef skoðað á allar hliðar,“ segir Edda sem fékk einmitt Edduna fyrir hlutverk sitt í Undir trénu fyrr í vetur. Hún gat þó ekki veitt verðlaununum viðtöku því hún var að leika í Þjóðleikhúsinu á sama tíma. „Í hjarta mínu grét ég svolítið yfir því að geta ekki tekið á móti þeim sjálf en ég var búin að segja við yndislega vinkonu mína að ef ég fengi Edduna, þótt ég tryði ekki alveg á það því gamanleikarar fá ekki oft verðlaun og ég hélt að þótt hlutverkið væri dramatískt myndi það bara gilda áfram, skyldi hún bara segja það sem hana langaði að segja og það kom mjög fallega út,“ segir Edda hlýlega. Hún nefnir að í gegnum tíðina hafi gamanleikur ekki verið eins hátt skrifaður og dramaleikur en það sé þó vonandi að breytast. „Ég hef fengið mestu þjálfunina í gamanleik en það þótti stundum eitthvað skrípó. Það er varla tilviljun að Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason voru á lægri launum en aðrir í Þjóðleikhúsinu og þáverandi Þjóðleikhússtjóri sagði að það væri vegna þess að þeir væru bara gamanleikarar. Bessi og Árni eru sennilega þeir einu af sinni kynslóð leikara sem ekki hafa fengið heiðurslaun listamanna frá Alþingi. Það er grimmilegt og ég vona að því verði breytt og Árni beðinn afsökunar á að hafa ekki notið sannmælis en Bessi er því miður fallinn frá. Ég held sem betur fer að við stöndum núna á þeim tímamótum að gamanleikarar séu metnir að verðleikum. Mikil áhætta fylgir gamanleik en það er mikil höfnun ef áhorfendur skella ekki upp úr. Gamanleikarar eru oft bestu dramaleikararnir.“Edda segir styrkleikakortin gott þjálfunartæki á vinnustöðum, í skólum og félagasamtökum og ekki síður í vinahópum og fjölskyldum.KarolinafundBjartsýn að eðlisfari Þegar Edda er spurð hvort hún sé hjátrúarfull þegar kemur að leiklistinni segir hún svo ekki vera. „Nei, en einn af mínum styrkleikum er að ég er bjartsýn að eðlisfari. Ég byrjaði líka að nota húmor snemma á lífsleiðinni til að draga úr streitu og áhyggjum og sætta mig við það sem maður fær ekki breytt. Ég fór fljótt að sjá kómísku hliðarnar á erfiðum hlutum. Svo er ég búin að skrifa heila mastersritgerð um húmor í stjórnun,“ segir hún. Edda fær aldrei nóg af því að læra og fyrir tveimur árum útskrifaðist hún úr námi í jákvæðri sálfræði. „Í mörg ár hélt ég námskeið um tjáningu og tækni leikarans. Svo fóru þau að snúast um húmor en núna fjalla námskeiðin um það sem við getum kallað vellíðan í lífi og leik. Ég kalla námskeiðin Húmor og gleði – dauðans alvara. Á þeim sit ég með fólki og við ræðum um hvernig því líður, hvernig því gæti liðið betur, af hverju því líður ekki nógu vel og hvað hægt er að gera í því. Ég fjalla um hvernig við ættum að auka hamingjuna í lífi okkar en það er vel hægt.“„Ótal rannsóknir sýna að ef maður er jákvæður, gefandi, slakandi og yndislegur eykst hamingjan og við það aukast hamingjuhormónin í heilanum.“ „Húmor einn og sér getur t.d. orsakað flæði af mikilvægum vellíðunarhormónum. Við hlátur, hreyfingu eða söng getum við framkallað helmingi meira af þeim en vanalega og þá styrkjum við ónæmiskerfið, virkjum heilann, verðum betri í samvinnu, orkumeiri og vinnum betur. Ótrúlegir hlutir gerast við að auka hamingju og vellíðan,“ segir Edda glaðlega en hún hefur látið útbúa sérstök kort sem hún kallar styrkleikakort. „Slík kort eru notuð um allan heim til að byggja upp einstaklinga og bæta samskipti. Þau eru einstaklega gott þjálfunartæki á vinnustöðum, í skólum og félagasamtökum og ekki síður í vinahópum og fjölskyldum. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð frá þeim sem hafa notað styrkleikakortin og þau eru komin inn á fjöldamörg heimili. Við höfum ekki auglýst þau en vorum með söfnun á Karolina Fund sem gekk vel en ég er með einvala lið með mér í þessu verkefni.“ Upplifir kærleika og hlýju Þegar Edda er spurð hvernig tilfinning það sé að vera eftirlæti þjóðarinnar verður hún hálffeimin og þakkar hólið. „Það merkilega er að þegar maður býr í einhverju landi og fólk þekkir mann og hefur smekk fyrir manni eða ekki, er það eðlilegasti hlutur í heimi. Mér finnst núna, eftir allan þennan tíma, og ég sem er aðeins nýlega búin að slíta barnskónum, að ég upplifi sífellt meiri hlýju og meiri kærleika frá fólki. Ég hitti nær daglega fólk sem finnst það þekkja mig og kemur til mín, faðmar mig eða segir eitthvað fallegt við mig. Þetta fæ ég seint fullþakkað.“ Að lokum er Edda spurð hvort hún eigi sér draumahlutverk á leiksviðinu. „Nei, reyndar hef ég aldrei átt mér draumahlutverk. Ef ég hefði haft drauma um ákveðið hlutverk hefði ég bara safnað fólki í kringum mig og leikið það hlutverk. Ég hóf ferilinn í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma og finnst gaman að fá tækifæri til að taka að mér svona mörg og fjölbreytt verkefni í Þjóðleikhúsinu á ný.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hvuttar á kjörstað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Sjá meira
Edda Björgvinsdóttir er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar. Ferilskráin er orðin löng en Edda hefur leikið í fjölda leikrita, kvikmyndum og í sjónvarpi og leikstýrt eigin verkum og annarra. Hún var flugfreyja um tíma og í gegnum árin hefur hún haldið námskeið og fyrirlestra þar sem húmor og hamingja er í aðalhlutverki. Þessa dagana má sjá Eddu á sviði Þjóðleikhússins í söngleiknum Með allt á hreinu og í haust mun hún leika í Ronju ræningjadóttur. „Ég er fyrst og fremst leikkona en ég er líka frumkvöðull með þekkingarþrá á háu stigi og bíð eftir að finna tíma til að læra meira,“ segir Edda brosandi en hún er með MA í menningarstjórnun og MA-diplómu í jákvæðri sálfræði. „Alveg frá því ég var sjö ára var ég ákveðin í að verða leikkona, enda var ég alltaf að leika eitthvað. Ég man eftir að hafa verið í barnaafmæli og þar var einnig stödd Melitta Urbancic, leikkona frá Austurríki og eiginkona Victors Urbancic tónlistarmanns. Melitta kom til mín, horfði á mig og sagði hátt og snjallt: „Þú verður einhvern tímann mikil leikkona.“Mér brá við en ég var sannfærð um að hún hefði rétt fyrir sér og að leiklist yrði mitt aðalstarf,“ rifjar Edda upp.Stella orðin heimilisvinur Edda hefur leikið mörg ógleymanleg hlutverk í gegnum tíðina en henni finnst einna vænst um hlutverk sitt í einleiknum Alveg brilljant skilnaður. „Það stykki gekk fyrir fullu húsi í þrjú leikár og var í senn fyndið og sorglegt. Svo er Stella í orlofi auðvitað partur af mér og myndin löngu orðin heimilisvinur hjá fjölda manns. Mér finnst líka vænt um báðar alkóhólistakonurnar mínar, Ingu í kvikmyndinni Undir trénu og sendiherrafrúna í Risaeðlunum. Þær sýna að alkóhólismi er ekki bara fyllerí heldur mikill harmur. Þær glíma við djúpa sorg sem þær reyna að deyfa með áfengi. Þetta er heimur sem ég hef mikið pælt í og hef skoðað á allar hliðar,“ segir Edda sem fékk einmitt Edduna fyrir hlutverk sitt í Undir trénu fyrr í vetur. Hún gat þó ekki veitt verðlaununum viðtöku því hún var að leika í Þjóðleikhúsinu á sama tíma. „Í hjarta mínu grét ég svolítið yfir því að geta ekki tekið á móti þeim sjálf en ég var búin að segja við yndislega vinkonu mína að ef ég fengi Edduna, þótt ég tryði ekki alveg á það því gamanleikarar fá ekki oft verðlaun og ég hélt að þótt hlutverkið væri dramatískt myndi það bara gilda áfram, skyldi hún bara segja það sem hana langaði að segja og það kom mjög fallega út,“ segir Edda hlýlega. Hún nefnir að í gegnum tíðina hafi gamanleikur ekki verið eins hátt skrifaður og dramaleikur en það sé þó vonandi að breytast. „Ég hef fengið mestu þjálfunina í gamanleik en það þótti stundum eitthvað skrípó. Það er varla tilviljun að Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason voru á lægri launum en aðrir í Þjóðleikhúsinu og þáverandi Þjóðleikhússtjóri sagði að það væri vegna þess að þeir væru bara gamanleikarar. Bessi og Árni eru sennilega þeir einu af sinni kynslóð leikara sem ekki hafa fengið heiðurslaun listamanna frá Alþingi. Það er grimmilegt og ég vona að því verði breytt og Árni beðinn afsökunar á að hafa ekki notið sannmælis en Bessi er því miður fallinn frá. Ég held sem betur fer að við stöndum núna á þeim tímamótum að gamanleikarar séu metnir að verðleikum. Mikil áhætta fylgir gamanleik en það er mikil höfnun ef áhorfendur skella ekki upp úr. Gamanleikarar eru oft bestu dramaleikararnir.“Edda segir styrkleikakortin gott þjálfunartæki á vinnustöðum, í skólum og félagasamtökum og ekki síður í vinahópum og fjölskyldum.KarolinafundBjartsýn að eðlisfari Þegar Edda er spurð hvort hún sé hjátrúarfull þegar kemur að leiklistinni segir hún svo ekki vera. „Nei, en einn af mínum styrkleikum er að ég er bjartsýn að eðlisfari. Ég byrjaði líka að nota húmor snemma á lífsleiðinni til að draga úr streitu og áhyggjum og sætta mig við það sem maður fær ekki breytt. Ég fór fljótt að sjá kómísku hliðarnar á erfiðum hlutum. Svo er ég búin að skrifa heila mastersritgerð um húmor í stjórnun,“ segir hún. Edda fær aldrei nóg af því að læra og fyrir tveimur árum útskrifaðist hún úr námi í jákvæðri sálfræði. „Í mörg ár hélt ég námskeið um tjáningu og tækni leikarans. Svo fóru þau að snúast um húmor en núna fjalla námskeiðin um það sem við getum kallað vellíðan í lífi og leik. Ég kalla námskeiðin Húmor og gleði – dauðans alvara. Á þeim sit ég með fólki og við ræðum um hvernig því líður, hvernig því gæti liðið betur, af hverju því líður ekki nógu vel og hvað hægt er að gera í því. Ég fjalla um hvernig við ættum að auka hamingjuna í lífi okkar en það er vel hægt.“„Ótal rannsóknir sýna að ef maður er jákvæður, gefandi, slakandi og yndislegur eykst hamingjan og við það aukast hamingjuhormónin í heilanum.“ „Húmor einn og sér getur t.d. orsakað flæði af mikilvægum vellíðunarhormónum. Við hlátur, hreyfingu eða söng getum við framkallað helmingi meira af þeim en vanalega og þá styrkjum við ónæmiskerfið, virkjum heilann, verðum betri í samvinnu, orkumeiri og vinnum betur. Ótrúlegir hlutir gerast við að auka hamingju og vellíðan,“ segir Edda glaðlega en hún hefur látið útbúa sérstök kort sem hún kallar styrkleikakort. „Slík kort eru notuð um allan heim til að byggja upp einstaklinga og bæta samskipti. Þau eru einstaklega gott þjálfunartæki á vinnustöðum, í skólum og félagasamtökum og ekki síður í vinahópum og fjölskyldum. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð frá þeim sem hafa notað styrkleikakortin og þau eru komin inn á fjöldamörg heimili. Við höfum ekki auglýst þau en vorum með söfnun á Karolina Fund sem gekk vel en ég er með einvala lið með mér í þessu verkefni.“ Upplifir kærleika og hlýju Þegar Edda er spurð hvernig tilfinning það sé að vera eftirlæti þjóðarinnar verður hún hálffeimin og þakkar hólið. „Það merkilega er að þegar maður býr í einhverju landi og fólk þekkir mann og hefur smekk fyrir manni eða ekki, er það eðlilegasti hlutur í heimi. Mér finnst núna, eftir allan þennan tíma, og ég sem er aðeins nýlega búin að slíta barnskónum, að ég upplifi sífellt meiri hlýju og meiri kærleika frá fólki. Ég hitti nær daglega fólk sem finnst það þekkja mig og kemur til mín, faðmar mig eða segir eitthvað fallegt við mig. Þetta fæ ég seint fullþakkað.“ Að lokum er Edda spurð hvort hún eigi sér draumahlutverk á leiksviðinu. „Nei, reyndar hef ég aldrei átt mér draumahlutverk. Ef ég hefði haft drauma um ákveðið hlutverk hefði ég bara safnað fólki í kringum mig og leikið það hlutverk. Ég hóf ferilinn í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma og finnst gaman að fá tækifæri til að taka að mér svona mörg og fjölbreytt verkefni í Þjóðleikhúsinu á ný.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hvuttar á kjörstað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Sjá meira