Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2018 09:40 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum Vísir „Það er ávallt þannig þegar leitað er framlengingar á gæsluvarðhaldi þá heldur hinn fyrri úrskurður gildi sínu þangað til dómari hefur úrskurðað um nýja kröfu. Ég tel að lögin séu algjörlega skýr um þetta og ofan á það bætist að þetta er viðtekin venja og hefur verið alla mína tíð.“ Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um þá afstöðu Sindra Þórs Stefánssonar strokufanga þess efnis að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann færi ekki úr landi á meðan dómari tæki sér sólarhringsfrest varðandi kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald yfir Sindra Þór rann út á mánudaginn klukkan 16. Lögregla fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald og var Sindri leiddur fyrir dómara í héraðsdómis. Sá ákvað að taka sér umhugsunarfrest varðandi frekara gæsluvarðhald en Sindri hafði þá verið í gæslu í tíu vikur. Lengst af í fangelsinu á Hólmsheiði en síðustu tíu dagana í opnu fangelsi á Sogni. Þaðan strauk hann út um glugga klukkan 01 aðfaranótt þriðjudags og var komin í flugvél Icelandair á leið til Svíþjóðar nokkrum klukkustundum síðar. Ólafur Helgi var til viðtals í Morgunútvarpinu í morgun. Í yfirlýsingu Sindra Þórs sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir hann að unnið sé að því að semja við lögregluna um að hann verði ekki handtekinn erlendis heldur fái að koma til landsins fljótlega. „Ef hann finnst erlendis þá liggur það ljóst fyrir að það er til handtökuskipun á hann og því verður ekki breytt. Það liggur ljóst fyrir að hann yrði fluttur til Íslands. Hvað varðar viðurlög fangelsisins get ég ekkert sagt um en hitt fer til héraðssaksóknara til ákvörðunar.“ Engar viðræður hafi átt sér stað við Sindra. Það komi honum mjög á óvart það sem Sindri haldi fram. Lögregla hafi ekki verið í neinu sambandi við Sindra og engar haldbærar sannanir fyrir því hvar Sindra væri að finna. Grunur væri uppi um að hann væri á Spáni þar sem lögregla telur að samverkamenn hans dvelji. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
„Það er ávallt þannig þegar leitað er framlengingar á gæsluvarðhaldi þá heldur hinn fyrri úrskurður gildi sínu þangað til dómari hefur úrskurðað um nýja kröfu. Ég tel að lögin séu algjörlega skýr um þetta og ofan á það bætist að þetta er viðtekin venja og hefur verið alla mína tíð.“ Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um þá afstöðu Sindra Þórs Stefánssonar strokufanga þess efnis að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann færi ekki úr landi á meðan dómari tæki sér sólarhringsfrest varðandi kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald yfir Sindra Þór rann út á mánudaginn klukkan 16. Lögregla fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald og var Sindri leiddur fyrir dómara í héraðsdómis. Sá ákvað að taka sér umhugsunarfrest varðandi frekara gæsluvarðhald en Sindri hafði þá verið í gæslu í tíu vikur. Lengst af í fangelsinu á Hólmsheiði en síðustu tíu dagana í opnu fangelsi á Sogni. Þaðan strauk hann út um glugga klukkan 01 aðfaranótt þriðjudags og var komin í flugvél Icelandair á leið til Svíþjóðar nokkrum klukkustundum síðar. Ólafur Helgi var til viðtals í Morgunútvarpinu í morgun. Í yfirlýsingu Sindra Þórs sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir hann að unnið sé að því að semja við lögregluna um að hann verði ekki handtekinn erlendis heldur fái að koma til landsins fljótlega. „Ef hann finnst erlendis þá liggur það ljóst fyrir að það er til handtökuskipun á hann og því verður ekki breytt. Það liggur ljóst fyrir að hann yrði fluttur til Íslands. Hvað varðar viðurlög fangelsisins get ég ekkert sagt um en hitt fer til héraðssaksóknara til ákvörðunar.“ Engar viðræður hafi átt sér stað við Sindra. Það komi honum mjög á óvart það sem Sindri haldi fram. Lögregla hafi ekki verið í neinu sambandi við Sindra og engar haldbærar sannanir fyrir því hvar Sindra væri að finna. Grunur væri uppi um að hann væri á Spáni þar sem lögregla telur að samverkamenn hans dvelji.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30