Einn af skipuleggjendum ellefta septembers er í haldi Kúrda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 20. apríl 2018 10:03 Zammar tók þátt í undirbúningi árásanna á Bandaríkin Robert J. Fisch / Wikimedia Commons Hersveitir Kúrda í Sýrlandi segjast hafa handsamað mann sem tilheyrði sömu hryðjuverkasellu og gerði árás á tvíburaturnana og Pentagon þann ellefta september 2001. Mohammad Haydar Zammar, sem er Sýrlendingur, var hluti af hinni svokölluðu Hamborgarsellu al Kaída samtakanna sem hreiðraði um sig í Þýskalandi þremur árum fyrir árásirnar. Hann segist sjálfur hafa fengið nokkra lykilmenn til liðs við samsærið, meðal annars Mohammed Atta sem hefur verið kallaður forsprakki hópsins í Hamborg. Zammar var í beinum tengslum við Osama bin Laden og sá að sögn um alþjóðleg samskipti og peningasendingar fyrir selluna. Hann var handtekinn í Marokkó rúmum mánuði eftir að tvíburaturnarnir hrundu en Bandaríkin voru á þeim tíma ekki búin að koma upp aðstöðu til að halda föngum á Guantanamo herstöðinni. Zammar var því sendur til Sýrlands, af öllum stöðum, þar sem hann var pyntaður í alræmdasta fangelsi landsins og upplýsingar sem hann veitti sendar til Bandaríkjastjórnar. 12 árum síðar, árið 2013, var borgarastyrjöldin í algleymingi í Sýrlandi og Assad forseti ákvað að láta Zammar og fleiri hryðjuverkamenn lausa. Opinberlega var um fangaskipti að ræða en margir telja að Sýrlandsstjórn hafi viljað koma óorði á stjórnarandstæðinga með því að senda þeim liðsauka sem þennan. Enda fór Zammar rakleiðis til borgarinnar Raqqa ásamt félögum sínum og gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þar fékk hann það hlutverk að vinna samtökunum fylgi í öðrum löndum og í þeim tilgangi sendi hann peninga til herskárra íslamista á Sínaí skaga í Egyptalandi. Það varð til þess að útibú ISIS var stofnað þar. Zammar er nú einn fjölda vígamanna frá mörgum löndum sem eru í haldi Kúrda. Kúrdarnir eru þessa stundina uppteknir af innrás Tyrkja og ekki er ljóst hvað þeir ætla sér að gera við fangana, sem flestir eru fyrrverandi vígamenn ISIS. Heimalönd þeirra vilja í flestum tilvikum ekki taka við þeim og Bandaríkjamenn ekki heldur. Í ljósi sérstakra tengsla Zammars við ellefta september er hins vegar möguleiki að Bandaríkjastjórn vilji nálgast hann eða yfirheyra með einhverjum hætti. Sýrland Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Hersveitir Kúrda í Sýrlandi segjast hafa handsamað mann sem tilheyrði sömu hryðjuverkasellu og gerði árás á tvíburaturnana og Pentagon þann ellefta september 2001. Mohammad Haydar Zammar, sem er Sýrlendingur, var hluti af hinni svokölluðu Hamborgarsellu al Kaída samtakanna sem hreiðraði um sig í Þýskalandi þremur árum fyrir árásirnar. Hann segist sjálfur hafa fengið nokkra lykilmenn til liðs við samsærið, meðal annars Mohammed Atta sem hefur verið kallaður forsprakki hópsins í Hamborg. Zammar var í beinum tengslum við Osama bin Laden og sá að sögn um alþjóðleg samskipti og peningasendingar fyrir selluna. Hann var handtekinn í Marokkó rúmum mánuði eftir að tvíburaturnarnir hrundu en Bandaríkin voru á þeim tíma ekki búin að koma upp aðstöðu til að halda föngum á Guantanamo herstöðinni. Zammar var því sendur til Sýrlands, af öllum stöðum, þar sem hann var pyntaður í alræmdasta fangelsi landsins og upplýsingar sem hann veitti sendar til Bandaríkjastjórnar. 12 árum síðar, árið 2013, var borgarastyrjöldin í algleymingi í Sýrlandi og Assad forseti ákvað að láta Zammar og fleiri hryðjuverkamenn lausa. Opinberlega var um fangaskipti að ræða en margir telja að Sýrlandsstjórn hafi viljað koma óorði á stjórnarandstæðinga með því að senda þeim liðsauka sem þennan. Enda fór Zammar rakleiðis til borgarinnar Raqqa ásamt félögum sínum og gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þar fékk hann það hlutverk að vinna samtökunum fylgi í öðrum löndum og í þeim tilgangi sendi hann peninga til herskárra íslamista á Sínaí skaga í Egyptalandi. Það varð til þess að útibú ISIS var stofnað þar. Zammar er nú einn fjölda vígamanna frá mörgum löndum sem eru í haldi Kúrda. Kúrdarnir eru þessa stundina uppteknir af innrás Tyrkja og ekki er ljóst hvað þeir ætla sér að gera við fangana, sem flestir eru fyrrverandi vígamenn ISIS. Heimalönd þeirra vilja í flestum tilvikum ekki taka við þeim og Bandaríkjamenn ekki heldur. Í ljósi sérstakra tengsla Zammars við ellefta september er hins vegar möguleiki að Bandaríkjastjórn vilji nálgast hann eða yfirheyra með einhverjum hætti.
Sýrland Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira