Umframeftirspurn eftir stofnframlögum fyrir ódýrara leiguhúsnæði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 20:00 Umframeftirspurn er eftir stofnframlögum sem ætlað er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga. Íbúðalánasjóður telur að auka þurfi fjármagn til uppbyggingar á leiguhúsnæði en uppbygging þess hefur tafist um allt að eitt ár frá því frá því ríkið fór að bjóða stofnframlög til byggingar á slíku húsnæði. Íbúðalánasjóður annast úthlutun stofnframlaga ríkisins til kaupa eða byggingar á almennum íbúðum til útleigu. „Það eru hugsaðar sem leiguíbúðir fyrir tekju- og eignaminni þar sem það er lögð mikil áhersla á að leiguverð fari að jafnaði ekki yfir 25% af tekjum þeirra sem búa í eigninni,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs hjá Íbúðalánasjóði. Frá upphafi, eða síðla árs 2016, hefur 7,3 milljörðum verið úthlutað til kaupa eða uppbyggingar 1.325 íbúða, þar af tæplega 1.200 á höfuðborgarsvæðinu, 37 á Vesturlandi, 11 á Vestfjörðum, 52 á Norðurlandi, 4 á Austurlandi og 44 á Suðurlandi. Um er að ræða Íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga, íbúðir fyrir öryrkja, sértæk búsetuúrræði fyrir fatlaða og leiguíbúðir þar sem sett eru skilyrði um tekju- og eignamörk. Mikil umframeftirspurn er eftir stofnframlögum en hingað til hefur ekki þurft að synja umsóknum um framlög á grundvelli fjárskorts. Lagt var upp með það að markmiði að byggja 3.200 íbúðir á sjö árum en að sögn Sigrúnar hafa tafir á þeim verkefnum sem hafa fengið úthlutun numið allt að einu ári, meðal annars sökum strangra skipulagsskilmála og skorts á verktökum. Þá sé óvíst hvort fjármagn dugi til að mæta eftirspurn.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá ÍbúðalánasjóðiVísir/skjáskot Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Umframeftirspurn er eftir stofnframlögum sem ætlað er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga. Íbúðalánasjóður telur að auka þurfi fjármagn til uppbyggingar á leiguhúsnæði en uppbygging þess hefur tafist um allt að eitt ár frá því frá því ríkið fór að bjóða stofnframlög til byggingar á slíku húsnæði. Íbúðalánasjóður annast úthlutun stofnframlaga ríkisins til kaupa eða byggingar á almennum íbúðum til útleigu. „Það eru hugsaðar sem leiguíbúðir fyrir tekju- og eignaminni þar sem það er lögð mikil áhersla á að leiguverð fari að jafnaði ekki yfir 25% af tekjum þeirra sem búa í eigninni,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs hjá Íbúðalánasjóði. Frá upphafi, eða síðla árs 2016, hefur 7,3 milljörðum verið úthlutað til kaupa eða uppbyggingar 1.325 íbúða, þar af tæplega 1.200 á höfuðborgarsvæðinu, 37 á Vesturlandi, 11 á Vestfjörðum, 52 á Norðurlandi, 4 á Austurlandi og 44 á Suðurlandi. Um er að ræða Íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga, íbúðir fyrir öryrkja, sértæk búsetuúrræði fyrir fatlaða og leiguíbúðir þar sem sett eru skilyrði um tekju- og eignamörk. Mikil umframeftirspurn er eftir stofnframlögum en hingað til hefur ekki þurft að synja umsóknum um framlög á grundvelli fjárskorts. Lagt var upp með það að markmiði að byggja 3.200 íbúðir á sjö árum en að sögn Sigrúnar hafa tafir á þeim verkefnum sem hafa fengið úthlutun numið allt að einu ári, meðal annars sökum strangra skipulagsskilmála og skorts á verktökum. Þá sé óvíst hvort fjármagn dugi til að mæta eftirspurn.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá ÍbúðalánasjóðiVísir/skjáskot
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira