Körfubolti

Jakob gat ekki bjargað Borås frá tapi

Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Vísir/Anton
Jakob Örn Sigurðarson og félagar í sænska körfuboltaliðinu Borås eru í erfiðari stöðu eftir tap gegn Norrköping á heimavelli í fjórða leik undanúrslitaeinvígisins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Jakob hefur verið meðal lykilmanna í liði Borås í vetur og átti hann stóran þátt í því að koma í veg fyrir að liðið tapaði í síðasta leik þegar Borås náði í sigur á útivelli.

Íslenski landsliðsmaðurinn átti aftur góðan leik í kvöld og var stigahæstur í liði Borås, en það dugði ekki til, lið Norrköping vann nokkuð öruggan sigur 69-81 og er því komið í kjörstöðu í einvíginu, 3-1, fyrir fimmta leikinn á heimavelli sínum á þriðjudag.

Jakob var eins og áður segir stigahæstur í liði Borås með 17 stig og hann bætti við 4 stoðsendinugm.

Fréttin hefur verið leiðrétt þar sem fjóra sigra þarf til að komast í úrslitin en ekki þrjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×