Afsökunarbeiðni skref í átt að upplausn ETA Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2018 13:30 ETA-samtökin hafa nú beðist afsökunar. Allt stefnir í varanlega upplausn á starfsemi ETA. Vísir/AFP Euskadi Ta Askatasuna (ETA), aðskilnaðarsamtök Baska, báðust í afsökunar á þeim þjáningum sem hryðjuverkaárásir þeirra í baráttunni fyrir aðskilnaði ollu fórnarlömbum sem ekki áttu ekki beina aðkomu að átökunum. Búist er við því að tilkynnt verði um upplausn ETA á næstu vikum en samtökin birtu yfirlýsingu gærdagsins í tveimur baskneskum dagblöðum. „Við erum meðvituð um að við höfum valdið miklum þjáningum, óbætanlegum skaða, í þessari löngu, vopnuðu baráttu,“ sagði í yfirlýsingunni. Að auki sögðust ETA-liðar vilja sýna hinum látnu virðingu. „Við viljum biðja hina særðu og önnur fórnarlömb sem hlutu skaða af aðgerðum ETA afsökunar.“ Á þeim rúmu fjörutíu árum sem ETA barðist við Spánverja í Baskalandi er talið að 343 almennir borgarar hafi látið lífið, þar af 23 börn. Þá féllu einnig 387 spænskir lögreglumenn, 98 spænskir hermenn og einn franskur lögreglumaður. Einnig féllu um 200 ETA-liðar í átökunum. Árið 2011 tilkynnti ETA að samtökin myndu ekki lengur beita vopnum í baráttunni fyrir aðskilnaði og var varanlegu vopnahléi komið á. Á síðasta ári afvopnuðust samtökin svo alfarið. Þrátt fyrir þessi skref hefur hvorki spænska né franska ríkið viljað eiga í viðræðum við samtökin. Upplausnar ETA hefur verið krafist og er afsökunarbeiðni gærdagsins talin stórt skref í þá átt. ETA stigu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1959 sem stúdentahreyfing, andvíg alræðisstjórn Franciscos Franco. Enda hafði Franco bannað baskneska tungu, beitt sér gegn baskneskri menningu og fangelsað og pyntað baskneska fræðimenn og aktívista fyrir skoðanir þeirra. Samtökin gerðu fjölda árása á sínum tíma. Vert er að minnast á morðið á Luis Carrero Blanco, forsætisráðherra Francos, árið 1973, árás á stórmarkað í Barcelona sem kostaði 21 lífið árið 1987 og morðið á Ernest Lluch, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, árið 2000. Árásir ETA hafa rist djúpt. Eru því ekki allir tilbúnir að fyrirgefa ETA þótt samtökin biðjist nú afsökunar. Tvenn samtök fórnarlamba hryðjuverkaárása höfnuðu afsökunarbeiðninni í gær. Um er að ræða Samtök fórnarlamba hryðjuverka (AVT) og Samband fórnarlamba hryðjuverka (COVITE). AVT sögðu í gær að yfirlýsing ETA væri enn eitt skref samtakanna í áætlun þeirra um að firra sig ábyrgð. ETA reyndi nú að endurskrifa söguna til þess að hvítþvo sig af glæpum. „Mér finnst þetta skammarlegt og siðferðilega rangt. Að þau skuli gera greinarmun á fólki sem átti skilið að fá kúlu í hausinn og fólki sem fórst vegna þess að það var óheppilega nálægt sprengjum ETA og átti ekki skilið að deyja,“ sagði Maria del Mar Blanco, leiðtogi AVT, við fréttastofu AFP í gær. Hin samtökin, COVITE, voru á sama máli. Gagnrýndu þau þessa skiptingu ETA á fórnarlömbum árásanna og sögðu ETA reyna að gera lítið úr glæpum sínum. Spænska ríkisstjórnin brást við yfirlýsingu ETA með því að segja að samtökin hefðu verið sigruð. Þau hefðu hvorki pólitískt né hernaðarlegt vægi og að þeim hefði mistekist að öllu leyti í baráttu sinni. „Þetta er afleiðing styrks laga og reglu. Við höfum sigrast á ETA með lýðræðið að vopni. ETA hefðu átt að biðjast afsökunar fyrir löngu,“ sagði í yfirlýsingu ríkisstjórnar Marianos Rajoy forsætisráðherra. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, ítrekaði í gær ákall stjórnvalda um skilyrðislausa upplausn ETA. Samtökin myndu ekki fá neitt í staðinn fyrir að leggja niður alla starfsemi. Talið er að um 300 meðlimir ETA séu nú í spænskum, frönskum og portúgölskum fangelsum. Þá séu allt að hundrað enn á flótta. ETA hafa áður farið fram á að fangarnir verði fluttir í fangelsi nær fjölskyldum sínum eftir að starfsemi hefur verið lögð niður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Euskadi Ta Askatasuna (ETA), aðskilnaðarsamtök Baska, báðust í afsökunar á þeim þjáningum sem hryðjuverkaárásir þeirra í baráttunni fyrir aðskilnaði ollu fórnarlömbum sem ekki áttu ekki beina aðkomu að átökunum. Búist er við því að tilkynnt verði um upplausn ETA á næstu vikum en samtökin birtu yfirlýsingu gærdagsins í tveimur baskneskum dagblöðum. „Við erum meðvituð um að við höfum valdið miklum þjáningum, óbætanlegum skaða, í þessari löngu, vopnuðu baráttu,“ sagði í yfirlýsingunni. Að auki sögðust ETA-liðar vilja sýna hinum látnu virðingu. „Við viljum biðja hina særðu og önnur fórnarlömb sem hlutu skaða af aðgerðum ETA afsökunar.“ Á þeim rúmu fjörutíu árum sem ETA barðist við Spánverja í Baskalandi er talið að 343 almennir borgarar hafi látið lífið, þar af 23 börn. Þá féllu einnig 387 spænskir lögreglumenn, 98 spænskir hermenn og einn franskur lögreglumaður. Einnig féllu um 200 ETA-liðar í átökunum. Árið 2011 tilkynnti ETA að samtökin myndu ekki lengur beita vopnum í baráttunni fyrir aðskilnaði og var varanlegu vopnahléi komið á. Á síðasta ári afvopnuðust samtökin svo alfarið. Þrátt fyrir þessi skref hefur hvorki spænska né franska ríkið viljað eiga í viðræðum við samtökin. Upplausnar ETA hefur verið krafist og er afsökunarbeiðni gærdagsins talin stórt skref í þá átt. ETA stigu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1959 sem stúdentahreyfing, andvíg alræðisstjórn Franciscos Franco. Enda hafði Franco bannað baskneska tungu, beitt sér gegn baskneskri menningu og fangelsað og pyntað baskneska fræðimenn og aktívista fyrir skoðanir þeirra. Samtökin gerðu fjölda árása á sínum tíma. Vert er að minnast á morðið á Luis Carrero Blanco, forsætisráðherra Francos, árið 1973, árás á stórmarkað í Barcelona sem kostaði 21 lífið árið 1987 og morðið á Ernest Lluch, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, árið 2000. Árásir ETA hafa rist djúpt. Eru því ekki allir tilbúnir að fyrirgefa ETA þótt samtökin biðjist nú afsökunar. Tvenn samtök fórnarlamba hryðjuverkaárása höfnuðu afsökunarbeiðninni í gær. Um er að ræða Samtök fórnarlamba hryðjuverka (AVT) og Samband fórnarlamba hryðjuverka (COVITE). AVT sögðu í gær að yfirlýsing ETA væri enn eitt skref samtakanna í áætlun þeirra um að firra sig ábyrgð. ETA reyndi nú að endurskrifa söguna til þess að hvítþvo sig af glæpum. „Mér finnst þetta skammarlegt og siðferðilega rangt. Að þau skuli gera greinarmun á fólki sem átti skilið að fá kúlu í hausinn og fólki sem fórst vegna þess að það var óheppilega nálægt sprengjum ETA og átti ekki skilið að deyja,“ sagði Maria del Mar Blanco, leiðtogi AVT, við fréttastofu AFP í gær. Hin samtökin, COVITE, voru á sama máli. Gagnrýndu þau þessa skiptingu ETA á fórnarlömbum árásanna og sögðu ETA reyna að gera lítið úr glæpum sínum. Spænska ríkisstjórnin brást við yfirlýsingu ETA með því að segja að samtökin hefðu verið sigruð. Þau hefðu hvorki pólitískt né hernaðarlegt vægi og að þeim hefði mistekist að öllu leyti í baráttu sinni. „Þetta er afleiðing styrks laga og reglu. Við höfum sigrast á ETA með lýðræðið að vopni. ETA hefðu átt að biðjast afsökunar fyrir löngu,“ sagði í yfirlýsingu ríkisstjórnar Marianos Rajoy forsætisráðherra. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, ítrekaði í gær ákall stjórnvalda um skilyrðislausa upplausn ETA. Samtökin myndu ekki fá neitt í staðinn fyrir að leggja niður alla starfsemi. Talið er að um 300 meðlimir ETA séu nú í spænskum, frönskum og portúgölskum fangelsum. Þá séu allt að hundrað enn á flótta. ETA hafa áður farið fram á að fangarnir verði fluttir í fangelsi nær fjölskyldum sínum eftir að starfsemi hefur verið lögð niður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira