Eigum að kaupa íslenskt og borða íslenskt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. apríl 2018 19:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flutti stefnuræðu sína á landsþingi flokksins í dag. Landsþingi Miðflokksins var fram haldið í Hörpu í dag og flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, stefnuræðu sína sem snerist að mestu leyti um umhverfis- og orkumál. Meginþráðurinn var að ekki væri allt sem sýnist og sagði hann þörf á nýjum nálgunum. „Mönnum hættir mjög til að taka ákveðnum hlutum sem gefnum í stað þess að skoða þá upp á nýtt. Menn stinga jafnvel höfðinu í sandinn og vilja ekki ræða um staðreyndir. Og af hverju ekki? Oft er það vegna þess að kerfið sem er byggt upp til þess að fást við viðfangsefnin fer að hafa hag af óbreyttri nálgun," sagði Sigmundur í ræðu sinni í dag. Sigmundur fór yfir galla við hina ýmsu kosti sem teljast umhverfisvænir; líkt og bómullarpoka í stað plasts þar sem bómullarræktin sem slík sé óumhverfisvæn. Þá nefndi hann nokkrar lausnir sem Íslendingar ættu að leggja áherslu á. „Við eigum að leggja miklu, miklu meiri áherslu á landgræðslu og skógrækt. Taka aftur upp áherslu í því. Taka aftur upp átak í því. Þar sem það á við, að sjálfsögðu viljum við ekki hafa skóga alls staðar. Og við eigum að styðja og vernda íslenskan landbúnað vegna þess að það er eitt af því umhverfisvænasta sem við getum gert." Draga eigi úr innflutningi á landbúnaðarvörum sem oft séu framleiddar með óumhverfisvænum hætti. „Við eigum að kaupa íslenskar vörur, borða íslenskan mat. Íslenskur landbúnaður, umhverfisvænn. Umhvefisvæn atvinnugrein í sátt við náttúruna. Ekki eins og landbúnaður svo víða annars staðar þar sem menn nota endalaust af sýklalyfjum, þurfa að vökva alveg linnulaust, nota alls konar óæskileg efni og jafnvel áburð sem bannaður á Íslandi," sagði Sigmundur. „Hvers vegna að vera að flytja það inn, fljúga með það jafvel í flutningavélum, í þotum, eða í besta falli að sigla með það í gámum til Íslands og losa allar þær gróðurhúsategundir sem fylgja þegar við höfum heilnæmastu og umhverfisvænustu framleiðsluna hér." Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Landsþingi Miðflokksins var fram haldið í Hörpu í dag og flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, stefnuræðu sína sem snerist að mestu leyti um umhverfis- og orkumál. Meginþráðurinn var að ekki væri allt sem sýnist og sagði hann þörf á nýjum nálgunum. „Mönnum hættir mjög til að taka ákveðnum hlutum sem gefnum í stað þess að skoða þá upp á nýtt. Menn stinga jafnvel höfðinu í sandinn og vilja ekki ræða um staðreyndir. Og af hverju ekki? Oft er það vegna þess að kerfið sem er byggt upp til þess að fást við viðfangsefnin fer að hafa hag af óbreyttri nálgun," sagði Sigmundur í ræðu sinni í dag. Sigmundur fór yfir galla við hina ýmsu kosti sem teljast umhverfisvænir; líkt og bómullarpoka í stað plasts þar sem bómullarræktin sem slík sé óumhverfisvæn. Þá nefndi hann nokkrar lausnir sem Íslendingar ættu að leggja áherslu á. „Við eigum að leggja miklu, miklu meiri áherslu á landgræðslu og skógrækt. Taka aftur upp áherslu í því. Taka aftur upp átak í því. Þar sem það á við, að sjálfsögðu viljum við ekki hafa skóga alls staðar. Og við eigum að styðja og vernda íslenskan landbúnað vegna þess að það er eitt af því umhverfisvænasta sem við getum gert." Draga eigi úr innflutningi á landbúnaðarvörum sem oft séu framleiddar með óumhverfisvænum hætti. „Við eigum að kaupa íslenskar vörur, borða íslenskan mat. Íslenskur landbúnaður, umhverfisvænn. Umhvefisvæn atvinnugrein í sátt við náttúruna. Ekki eins og landbúnaður svo víða annars staðar þar sem menn nota endalaust af sýklalyfjum, þurfa að vökva alveg linnulaust, nota alls konar óæskileg efni og jafnvel áburð sem bannaður á Íslandi," sagði Sigmundur. „Hvers vegna að vera að flytja það inn, fljúga með það jafvel í flutningavélum, í þotum, eða í besta falli að sigla með það í gámum til Íslands og losa allar þær gróðurhúsategundir sem fylgja þegar við höfum heilnæmastu og umhverfisvænustu framleiðsluna hér."
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira