Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2018 00:04 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam. Instagram @haffilogi Hafþór Logi Hlynsson segir að mynd sem hann birti á Instagram af sér og Sindra Þór Stefánssyni, sem verið hefur á flótta undan lögregluyfirvöldum eftir flótta úr Fangelsinu Sogni aðfaranótt þriðjudags, sé stuðningsyfirlýsing við æskuvin sinn. Þeir Sindri Þór hafi verið bestu vinir frá því þeir voru níu eða tíu ára pjakkar á Sauðarkróki. Hafþór er árinu yngri en Sindri sem verður 32 á árinu. Sindri var handtekinn í Amsterdam í dag eftir sex daga á flótta undan íslenskum sem erlendum lögregluyfirvöldum. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam vildi ekki upplýsa Vísi um hvað hefði leitt til handtöku Sindra í dag. Sömu sögu var að segja um Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ekki liggur því fyrir hvort hegðun á samfélagsmiðlum hafi komið lögreglu á sporið. Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudagsmorgun þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél.Lögreglan á Suðurnesjum Hugmyndin ekki að vera á flótta Hafþór Logi hefur mikla samúð með vini sínum og telur meðferð lögreglu á honum ekki hafa verið sanngjarna. „Eins og ég skil þetta þá var hann frjáls maður þegar hann yfirgaf landið. Það er búið að vera mikið hæp í kringum þetta en hugmyndin hans var aldrei að vera á flótta,“ segir Hafþór Logi í samtali við Vísi. Dósent í réttarfari hefur bent á að ekki hafi verið rétt staðið að varðhaldi lögreglu eftir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Sindra rann út. Hafþór á líkt og Sindri Þór langan brotaferil að baki en brot hans eru vel á annan tug allt frá árinu 2002. Hann hlaut tveggja og hálfs árs fangelsl fyrir aðild að innflutningi á kókaíni frá Danmörku árið 2012. Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús Hlynur Birti myndina eftir handtökuna Hafþór var meðvitaður um að Sindri Þór hefði verið handtekinn í dag en sagði myndina þó ekki hafa verið tekna í dag. Hún væri „gömul“ en ekki svo gömul eins og Hafþór komst að orði. Hann hefði birt hana eftir handtökuna sem stuðning við vin sinn. Þá sagði hann þá Sindra Þór hafa oft verið saman í Amsterdam. „Ég þekki þetta mál ekki neitt,“ segir Hafþór sem segist hafa verið í Taílandi þegar það kom upp. Raunar hafi hann verið erlendis í lengri tíma. Hann segist í samtali við Vísi vera erlendis og af Instagram reikningi hans var hann kominn til Brussel í Belgíu í kvöld. Sindri Þór er sakaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaverum á Íslandi. Virði þýfisins er talið nema á þriðja hundrað milljónum króna. Sindri Þór á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir aðild sína að þjófnaðinum verði hann fundinn sekur. Eigendur búnaðarins hafa heitið fundarlaunum hverjum þeim sem getur vísað á búnaðinn. Enn hafa engar gagnlegar vísbendingar borist lögreglu. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Hafþór Logi Hlynsson segir að mynd sem hann birti á Instagram af sér og Sindra Þór Stefánssyni, sem verið hefur á flótta undan lögregluyfirvöldum eftir flótta úr Fangelsinu Sogni aðfaranótt þriðjudags, sé stuðningsyfirlýsing við æskuvin sinn. Þeir Sindri Þór hafi verið bestu vinir frá því þeir voru níu eða tíu ára pjakkar á Sauðarkróki. Hafþór er árinu yngri en Sindri sem verður 32 á árinu. Sindri var handtekinn í Amsterdam í dag eftir sex daga á flótta undan íslenskum sem erlendum lögregluyfirvöldum. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam vildi ekki upplýsa Vísi um hvað hefði leitt til handtöku Sindra í dag. Sömu sögu var að segja um Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ekki liggur því fyrir hvort hegðun á samfélagsmiðlum hafi komið lögreglu á sporið. Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudagsmorgun þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél.Lögreglan á Suðurnesjum Hugmyndin ekki að vera á flótta Hafþór Logi hefur mikla samúð með vini sínum og telur meðferð lögreglu á honum ekki hafa verið sanngjarna. „Eins og ég skil þetta þá var hann frjáls maður þegar hann yfirgaf landið. Það er búið að vera mikið hæp í kringum þetta en hugmyndin hans var aldrei að vera á flótta,“ segir Hafþór Logi í samtali við Vísi. Dósent í réttarfari hefur bent á að ekki hafi verið rétt staðið að varðhaldi lögreglu eftir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Sindra rann út. Hafþór á líkt og Sindri Þór langan brotaferil að baki en brot hans eru vel á annan tug allt frá árinu 2002. Hann hlaut tveggja og hálfs árs fangelsl fyrir aðild að innflutningi á kókaíni frá Danmörku árið 2012. Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús Hlynur Birti myndina eftir handtökuna Hafþór var meðvitaður um að Sindri Þór hefði verið handtekinn í dag en sagði myndina þó ekki hafa verið tekna í dag. Hún væri „gömul“ en ekki svo gömul eins og Hafþór komst að orði. Hann hefði birt hana eftir handtökuna sem stuðning við vin sinn. Þá sagði hann þá Sindra Þór hafa oft verið saman í Amsterdam. „Ég þekki þetta mál ekki neitt,“ segir Hafþór sem segist hafa verið í Taílandi þegar það kom upp. Raunar hafi hann verið erlendis í lengri tíma. Hann segist í samtali við Vísi vera erlendis og af Instagram reikningi hans var hann kominn til Brussel í Belgíu í kvöld. Sindri Þór er sakaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaverum á Íslandi. Virði þýfisins er talið nema á þriðja hundrað milljónum króna. Sindri Þór á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir aðild sína að þjófnaðinum verði hann fundinn sekur. Eigendur búnaðarins hafa heitið fundarlaunum hverjum þeim sem getur vísað á búnaðinn. Enn hafa engar gagnlegar vísbendingar borist lögreglu.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00