Guns N' Roses koma með mikilli viðhöfn Benedikt Bóas skrifar 24. apríl 2018 05:30 Hljómsveitin á tónleikum í New York í fyrra. Vísir/Getty Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N’ Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Friðrik Ólafsson tónleikahaldari segir að sviðið, ljósin og hljómkerfið verði flutt inn að utan, og að sviðið sjálft sé 65 metrar á breidd með risaskjáum á hliðunum. Hann nefnir til samanburðar að aðalsviðið á Secret Solctice í fyrra hafi verið 24 metrar á breidd, og stærsta svið sem sett hefur verið upp hérlendis. Fimmtán gámar verða fluttir til landsins og 150 manna teymi ferðast með hljómsveitinni, en það mun sjá um uppsetningu í samvinnu við íslenskt framleiðsluteymi. Þá verður sett sérstakt gólf á grasið sem verndar völlinn fyrir álagi. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna muni taka eina viku.Meðlimir sveitarinnar árið 1985.Vísir/gettySlógu strax í gegn - Saga Guns N' Roses Izzy Stradlin, sem þá var meðlimur í hljómsveitinni LA Guns, sá hljómsveitina Hollywood Rose spila þar sem Axl Rose var að syngja. Úr varð að þeir félagar hittust og stofnuðu Guns N’ Roses í mars 1985. Fyrst átti hljómsveitin að heita Heads of Amazon eða AIDS en ákveðið var að sameina nöfn gömlu hljómsveitanna. Skömmu eftir stofnun gekk Duff McKagan til liðs við bandið. Síðar kom gamli Hollywood Rose gítarleikarinn Slash í bandið og fyrsta giggið var spilað í júní 1985. Þeir voru fljótir að fanga athygli stóru útgáfufyrirtækjanna og sömdu við Geffen Records í mars 1986. Platan Appetite for Destruction kom út 1987 og sló strax í gegn. Hún er enn söluhæsta fyrsta plata listamanns í Bandaríkjunum. Þar var hið ódauðlega merki hljómsveitarinnar kynnt, kross með hauskúpum hvers og eins hljómsveitarmeðlims. Welcome to the Jungle var fyrsta smáskífan. Svo kom stórsmellurinn Sweet Child o’ Mine sem rann ljúflega niður í hlustendur og rauk á toppinn á Billboard-listanum. Þetta er eina lagið sem hljómsveitin hefur komið á toppinn á þeim merka lista. Síðan tók við nánast samfelld sigurganga, tónlistarlega séð, þó vandræðin hafi elt nokkra hljómsveitarmenn. Fíkniefni og líkamsárásir urðu vikulegt fréttaefni og hljómsveitin leystist upp um tíma. En þeir eru komnir aftur, ferskir og flottir þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Tónleikar þeirra eru sagðir stórkostlegir en Evróputúrinn þeirra byrjar þriðja júní. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N’ Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Friðrik Ólafsson tónleikahaldari segir að sviðið, ljósin og hljómkerfið verði flutt inn að utan, og að sviðið sjálft sé 65 metrar á breidd með risaskjáum á hliðunum. Hann nefnir til samanburðar að aðalsviðið á Secret Solctice í fyrra hafi verið 24 metrar á breidd, og stærsta svið sem sett hefur verið upp hérlendis. Fimmtán gámar verða fluttir til landsins og 150 manna teymi ferðast með hljómsveitinni, en það mun sjá um uppsetningu í samvinnu við íslenskt framleiðsluteymi. Þá verður sett sérstakt gólf á grasið sem verndar völlinn fyrir álagi. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna muni taka eina viku.Meðlimir sveitarinnar árið 1985.Vísir/gettySlógu strax í gegn - Saga Guns N' Roses Izzy Stradlin, sem þá var meðlimur í hljómsveitinni LA Guns, sá hljómsveitina Hollywood Rose spila þar sem Axl Rose var að syngja. Úr varð að þeir félagar hittust og stofnuðu Guns N’ Roses í mars 1985. Fyrst átti hljómsveitin að heita Heads of Amazon eða AIDS en ákveðið var að sameina nöfn gömlu hljómsveitanna. Skömmu eftir stofnun gekk Duff McKagan til liðs við bandið. Síðar kom gamli Hollywood Rose gítarleikarinn Slash í bandið og fyrsta giggið var spilað í júní 1985. Þeir voru fljótir að fanga athygli stóru útgáfufyrirtækjanna og sömdu við Geffen Records í mars 1986. Platan Appetite for Destruction kom út 1987 og sló strax í gegn. Hún er enn söluhæsta fyrsta plata listamanns í Bandaríkjunum. Þar var hið ódauðlega merki hljómsveitarinnar kynnt, kross með hauskúpum hvers og eins hljómsveitarmeðlims. Welcome to the Jungle var fyrsta smáskífan. Svo kom stórsmellurinn Sweet Child o’ Mine sem rann ljúflega niður í hlustendur og rauk á toppinn á Billboard-listanum. Þetta er eina lagið sem hljómsveitin hefur komið á toppinn á þeim merka lista. Síðan tók við nánast samfelld sigurganga, tónlistarlega séð, þó vandræðin hafi elt nokkra hljómsveitarmenn. Fíkniefni og líkamsárásir urðu vikulegt fréttaefni og hljómsveitin leystist upp um tíma. En þeir eru komnir aftur, ferskir og flottir þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Tónleikar þeirra eru sagðir stórkostlegir en Evróputúrinn þeirra byrjar þriðja júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning