Dansinn hefur fylgt mér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 06:00 Kveðjustundin að lokinni vorsýningu skólans var tregablandin. Vísir/Anton Vorsýning Ballettskóla Guðbjargar Björgvins var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Í huga margra var það tilfinningaþrungin stund þar sem Guðbjörg lét af stjórn við skólann sinn við það tilefni, á 35 ára afmæli hans. Þegar slegið er á þráðinn til hennar daginn eftir má hún varla vera að því að eyða tíma í viðtal enda að undirbúa kveðjutíma fyrir börnin og þeir taka tvo daga. „Þá koma nemendurnir og skoða upptöku af sýningunni. Ég geri það alltaf á vorin að kveðja þá almennilega fyrir sumarið,“ útskýrir hún og bætir svo við. „En viltu taka fram að skólinn er alls ekki að hætta, það er bara ég sem er að stíga til hliðar.“ Guðbjörg segir líf hennar hafa snúist um dansinn en hvaðan kom henni áhuginn upphaflega? „Ég held bara að foreldrum mínum hafi þótt gaman að setja einkadótturina í ballett. Ég byrjaði þegar ég var sex ára í Ballettskóla Sigríðar Ármann og dansinn hefur fylgt mér síðan.Ertu þá ekki rosa liðug? „Ég veit það nú ekki,“ svarar hún glaðlega. „Þegar maður er að verða sjötíu og tveggja ára fer maður kannski aðeins að stirðna. En ég kenni í skólanum og dansa með börnunum, þá er ég auðvitað alltaf á hreyfingu.“ Í ballettskóla Þjóðleikhússins kveðst Guðbjörg hafa tekið þátt í mörgum danssýningum, barnaleikritum, óperum og leiksýningum. „En ég starfaði aldrei sem dansari, heldur fór strax út í kennslu, hugur minn stóð alltaf til þess. Minn kennsluferill hófst í Listdansskóla Þjóðleikhússins, ég fór síðan eitt ár til Sigríðar Ármann og kenndi svo mörg ár við Dansskóla Eddu Scheving áður en ég stofnaði minn eigin skóla árið 1982.“ Fyrstu árin kveðst hún hafa verið með skólann í kjallara Sundlaugar Seltjarnarness en síðar fært hann í sal undir Hagkaupi á Eiðistorgi og aðsóknin hafi alltaf verið næg. „Ég hef aldrei sóst eftir því að vera með sérstaklega stóran skóla, heldur lagt meira upp úr að þekkja öll börnin og hafa aðstæðurnar notalegar.“ Nemendur eru á öllum aldri. „Forskólabörnin byrja þriggja ára og eru til sex ára, svo tekur við framhaldsdeild og þar eru nemendur allt fram yfir tvítugt. Alltaf eru tvær stórar sýningar á ári, jólasýningar á Eiðistorginu sjálfu og vorsýningarnar í Borgarleikhúsinu.“ En hvað ætlar Guðbjörg að taka sér fyrir hendur nú þegar skólanum sleppir? „O, ég veit ekki. Þetta verður eitthvað einkennilegt til að byrja með. Hugurinn verður tengdur ballettinum eitthvað áfram. En kannski gef ég mér tíma til að setjast niður einhvern tíma og lesa bók um miðjan dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Vorsýning Ballettskóla Guðbjargar Björgvins var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Í huga margra var það tilfinningaþrungin stund þar sem Guðbjörg lét af stjórn við skólann sinn við það tilefni, á 35 ára afmæli hans. Þegar slegið er á þráðinn til hennar daginn eftir má hún varla vera að því að eyða tíma í viðtal enda að undirbúa kveðjutíma fyrir börnin og þeir taka tvo daga. „Þá koma nemendurnir og skoða upptöku af sýningunni. Ég geri það alltaf á vorin að kveðja þá almennilega fyrir sumarið,“ útskýrir hún og bætir svo við. „En viltu taka fram að skólinn er alls ekki að hætta, það er bara ég sem er að stíga til hliðar.“ Guðbjörg segir líf hennar hafa snúist um dansinn en hvaðan kom henni áhuginn upphaflega? „Ég held bara að foreldrum mínum hafi þótt gaman að setja einkadótturina í ballett. Ég byrjaði þegar ég var sex ára í Ballettskóla Sigríðar Ármann og dansinn hefur fylgt mér síðan.Ertu þá ekki rosa liðug? „Ég veit það nú ekki,“ svarar hún glaðlega. „Þegar maður er að verða sjötíu og tveggja ára fer maður kannski aðeins að stirðna. En ég kenni í skólanum og dansa með börnunum, þá er ég auðvitað alltaf á hreyfingu.“ Í ballettskóla Þjóðleikhússins kveðst Guðbjörg hafa tekið þátt í mörgum danssýningum, barnaleikritum, óperum og leiksýningum. „En ég starfaði aldrei sem dansari, heldur fór strax út í kennslu, hugur minn stóð alltaf til þess. Minn kennsluferill hófst í Listdansskóla Þjóðleikhússins, ég fór síðan eitt ár til Sigríðar Ármann og kenndi svo mörg ár við Dansskóla Eddu Scheving áður en ég stofnaði minn eigin skóla árið 1982.“ Fyrstu árin kveðst hún hafa verið með skólann í kjallara Sundlaugar Seltjarnarness en síðar fært hann í sal undir Hagkaupi á Eiðistorgi og aðsóknin hafi alltaf verið næg. „Ég hef aldrei sóst eftir því að vera með sérstaklega stóran skóla, heldur lagt meira upp úr að þekkja öll börnin og hafa aðstæðurnar notalegar.“ Nemendur eru á öllum aldri. „Forskólabörnin byrja þriggja ára og eru til sex ára, svo tekur við framhaldsdeild og þar eru nemendur allt fram yfir tvítugt. Alltaf eru tvær stórar sýningar á ári, jólasýningar á Eiðistorginu sjálfu og vorsýningarnar í Borgarleikhúsinu.“ En hvað ætlar Guðbjörg að taka sér fyrir hendur nú þegar skólanum sleppir? „O, ég veit ekki. Þetta verður eitthvað einkennilegt til að byrja með. Hugurinn verður tengdur ballettinum eitthvað áfram. En kannski gef ég mér tíma til að setjast niður einhvern tíma og lesa bók um miðjan dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning