Jonni sendi stuðningsmönnum pillu: „Ógeðslegt“ og „til skammar fyrir félögin“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2018 14:30 Sérfræðingar Körfuboltakvölds voru vægast sagt óánægð með lélega mætingu í Valsheimilnu á laugardag. Eins og sést var mjög lítið af fólki í stúkunni. vísir Í kvöld fer fram þriðji leikur úrslitaeinvígis Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Valur vann síðasta leik á heimavelli sínum þar sem lokamínúturnar voru hörkuspennandi Fáir urðu hins vegar vitni að þessum lokamínútum, því aðeins örfáar hræður voru í stúkunni. Mætingin var svo léleg að sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds, sem hituðu upp fyrir leikinn í beinni frá Hlíðarenda, höfðu orð á henni og lágu ekki á skoðunum sínum. „Ég hef ekki lýsingarorð og ég veit ekki hvort ég megi segja þau orð sem mig langar að segja um þetta,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Mér finnst þetta bara gjörsamlega fáránlegt og til skammar fyrir félögin.“ „Hérna í dag, það eru ekki einu sinni tveir frá hverjum leikmanni [...] Mér finnst ógeðslegt að horfa á þetta, þær eiga þetta ekki skilið.“ Pálína María Gunnlaugsdóttir tók undir orð Jóns Halldórs og skaut föstum skotum. „Svo er fólk að kvarta yfir því að það sé ekki nógu mikil umfjöllun, umgjörð og eitthvað, hvar er þetta fólk? Er það í stúkunni?“ spurði Pálína. „Það er fullt af fólki sem vælir yfir því að konur fái ekki sömu meðferð og karlar í kringum íþróttir. Það er enginn munur á umgjörðinni hérna og í kringum karlaleikinn í gærkvöldi [leik KR og Tindastóls í úrslitum karlamegin] en þar var stappað,“ bætti Jón Halldór við. Leikur Hauka og Vals fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 19:15. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Í kvöld fer fram þriðji leikur úrslitaeinvígis Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Valur vann síðasta leik á heimavelli sínum þar sem lokamínúturnar voru hörkuspennandi Fáir urðu hins vegar vitni að þessum lokamínútum, því aðeins örfáar hræður voru í stúkunni. Mætingin var svo léleg að sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds, sem hituðu upp fyrir leikinn í beinni frá Hlíðarenda, höfðu orð á henni og lágu ekki á skoðunum sínum. „Ég hef ekki lýsingarorð og ég veit ekki hvort ég megi segja þau orð sem mig langar að segja um þetta,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Mér finnst þetta bara gjörsamlega fáránlegt og til skammar fyrir félögin.“ „Hérna í dag, það eru ekki einu sinni tveir frá hverjum leikmanni [...] Mér finnst ógeðslegt að horfa á þetta, þær eiga þetta ekki skilið.“ Pálína María Gunnlaugsdóttir tók undir orð Jóns Halldórs og skaut föstum skotum. „Svo er fólk að kvarta yfir því að það sé ekki nógu mikil umfjöllun, umgjörð og eitthvað, hvar er þetta fólk? Er það í stúkunni?“ spurði Pálína. „Það er fullt af fólki sem vælir yfir því að konur fái ekki sömu meðferð og karlar í kringum íþróttir. Það er enginn munur á umgjörðinni hérna og í kringum karlaleikinn í gærkvöldi [leik KR og Tindastóls í úrslitum karlamegin] en þar var stappað,“ bætti Jón Halldór við. Leikur Hauka og Vals fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 19:15.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira