Viðskipti erlent

Yahoo fær milljarða sekt

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Netrisinn Yahoo hefur verið sektaður fyrir að upplýsa fjárfesta sína ekki um tölvuárás og upplýsingaleka árið 2014.
Netrisinn Yahoo hefur verið sektaður fyrir að upplýsa fjárfesta sína ekki um tölvuárás og upplýsingaleka árið 2014. Vísir/Getty
Netrisinn Yahoo hefur verið sektaður um 35 milljónir dollara, eða um 3,5 milljarða íslenskra króna, fyrir að upplýsa fjárfesta sína ekki um tölvuárás og upplýsingaleka árið 2014.  Eignarhaldsfélagið Altaba er skráð fyrir fyrirtækinu Yahoo í dag og mun þurfa að borga sektina að sögn bandarísku verðbréfaeftirlitsstofnunarinnar.

Tölvuþrjótar tengdir rússneskum stjórnvöldum brutust inn í fyrirtækið árið 2014 en samkvæmt frétt Business Insider fengu fjárfestar ekki að vita af árásinni fyrr en á síðasta ári, þegar Verizon keypti Yahoo. Stjórnendur innan fyrirtækisins vissu af tölvuárásinni en íhuguðu ekki að tilkynna fjárfestum sínum málið, samkvæmt bandarísku verðbréfaeftirlitsstofnuninni.

Í árásinni náðu tölvuþrjótarnir gögnum um notendanöfn, tölvupósta og fleiri mikilvægum upplýsingum frá meira en 500 milljón notendum Yahoo. Fyrirtækið er sektað fyrir að hafa blekkt fjárfesta sína í kringum gagnalekann.

Yahoo viðurkenndi á síðasta ári að árið 2013 hefðu tölvuþrjótar náð upplýsingum frá þremur milljörðum notenda í annarri tölvuárás.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×