Frakkinn Henri Michel lést í gær sjötugur að aldri en hann náði þeim áfanga að þjálfa átta landslið á glæstum ferli.
Hann var frábær leikmaður á sínum tíma og spilaði 58 landsleiki fyrir Frakka. Hann þjálfaði svo liðið frá 1984 til 1988.
Michel náði því að stýra Frakklandi, Kamerún, Marokkó og Fílabeinsströndinni á HM. Hann þjálfaði einnig landslið Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Miðbaugs-Gíneu og Kenía á ferlinum.
Hann varð þrisvar sinnum franskur meistari sem leikmaður Nantes. Hans fyrsta verk sem þjálfari var að vinna ÓL-gull með Frökkum árið 1984.
Hinn afkastamikli Michel lét víða til sín taka en fyrir utan að þjálfa öll þessi landslið þá vann hann fyrir PSG og nokkur afrísk félög.
