Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2018 11:00 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen. VÍSIR/AFP Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Í beinni textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, úr dómsal kemur fram að allir þrír dómararnir sem dæmdu í málinu við dómstólinn í Kaupmannahöfn hafi verið sammála um að dæma skyldi Madsen í fangelsi fyrir lífstíð. Um er að ræða þyngstu refsinguna í danska dómskerfinu en ekki er algengt að menn séu dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Danmörku. Madsen var viðstaddur dómsuppkvaðninguna og starði hann niður á borðið fyrir framan sig þegar dómsorðið var lesið upp. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Telja að Madsen hafi skipulagt morðið Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot. Fram kom í réttarhöldunum yfir Madsen að hann eigi að hafa stungið Wall með oddhvössum hlut meðan hún var enn á lífi. Það væri þó ekki hægt að fullyrða um dánarorsök Wall en mögulegt væri að hún hefði verið skorin á háls eða pyntuð. Dómararnir þrír komast að þeirri niðurstöðu í málinu að Madsen hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafði ýmsa hluti í kafbátnum sem dómurinn telur að hann hafi notað til að búta lík Wall í sundur. Þar af leiðandi telur dómurinn ástæðu til að ætla að hann hafi skipulagt morðið. Þá leggur dómurinn áherslu á það að Madsen hafi ítrekað breytt framburði sínum í málinu og lýsingum á því sem gerðist. Þannig hafi hann í fyrstu sagt að Wall hafi fengið lúgu í höfuðið en sá framburður breyttist síðar. Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, tilkynnti í dómsal í dag að hann muni áfrýja dómnum. Hann mun áfram sitja í fangelsi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum og áfram hlýta takmörkunum á því hverjir geta heimsótt hann og sent honum bréf. Engmark mótmælti þessum takmörkunum og sagði að umbjóðandi sinn hefði setið í fangelsi síðan í ágúst og fengið leyfi fyrir fáum heimsóknum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Í beinni textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, úr dómsal kemur fram að allir þrír dómararnir sem dæmdu í málinu við dómstólinn í Kaupmannahöfn hafi verið sammála um að dæma skyldi Madsen í fangelsi fyrir lífstíð. Um er að ræða þyngstu refsinguna í danska dómskerfinu en ekki er algengt að menn séu dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Danmörku. Madsen var viðstaddur dómsuppkvaðninguna og starði hann niður á borðið fyrir framan sig þegar dómsorðið var lesið upp. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Telja að Madsen hafi skipulagt morðið Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot. Fram kom í réttarhöldunum yfir Madsen að hann eigi að hafa stungið Wall með oddhvössum hlut meðan hún var enn á lífi. Það væri þó ekki hægt að fullyrða um dánarorsök Wall en mögulegt væri að hún hefði verið skorin á háls eða pyntuð. Dómararnir þrír komast að þeirri niðurstöðu í málinu að Madsen hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafði ýmsa hluti í kafbátnum sem dómurinn telur að hann hafi notað til að búta lík Wall í sundur. Þar af leiðandi telur dómurinn ástæðu til að ætla að hann hafi skipulagt morðið. Þá leggur dómurinn áherslu á það að Madsen hafi ítrekað breytt framburði sínum í málinu og lýsingum á því sem gerðist. Þannig hafi hann í fyrstu sagt að Wall hafi fengið lúgu í höfuðið en sá framburður breyttist síðar. Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, tilkynnti í dómsal í dag að hann muni áfrýja dómnum. Hann mun áfram sitja í fangelsi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum og áfram hlýta takmörkunum á því hverjir geta heimsótt hann og sent honum bréf. Engmark mótmælti þessum takmörkunum og sagði að umbjóðandi sinn hefði setið í fangelsi síðan í ágúst og fengið leyfi fyrir fáum heimsóknum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45
Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55