Vilja lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og hafa leikskóla opna yfir sumartímann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2018 15:05 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni og kynnti stefnumál hans í dag ásamt Pawel Bartoszek í dag. viðreisn Viðreisn kynnti í dag stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Slagorð Viðreisnar í kosningunum er „Einfaldara líf“ og kom fram á kynningarfundi flokksins í dag að hann muni leggja sérstaka áherslu á þrjá lykilmálaflokka, það er skólamál, atvinnumál og velferðarmál. Þá leggur Viðreisn mikla áherslu að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg, þar sé þjónusta við borgarbúa í fyrirrúmi og að borgin sé vel rekin. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek sem skipa 1. og 2. sætið á lista Viðreisnar í Reykjavík kynntu stefnumálin á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins fyrr í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli þeirra var að Viðreisn hyggst hækka framlög til dagforeldra um 50 milljónir króna, byggja upp ungbarnadeildir og hafa sex leikskóla opna yfir sumartímann svo foreldrar í borginni hafi val og þurfi ekki að taka sumarfrí þegar leikskólar loka. Þá vill flokkurinn hækka laun kennara um allt að 100 þúsund krónur og gera skóla Reykjavíkurborgar að eftirsóttum vinnustöðum. Viðreisn vill svo að stjórnsýsla Reykjavíkur verði rafræn að fullu og að ferlið við að senda inn umsóknir, fyrirspurnir og annað verði einfaldað. Í því felist meðal annars að fækka skrefum í stjórnsýslunni. Pawel tók dæmi um að í Reykjavík taki það sautján stjórnsýsluskref að byggja upp vöruskemmu en í Kaupmannahöfn taki það sjö. Viðreisn vill færa Reykjavík nær því. Þá er það á stefnuskrá flokksins að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Þegar kemur að fjármögnun þeirra verkefna sem Viðreisn hyggst ráðast í í Reykjavík fái flokkurinn til þess umboð er meðal annars stefnt að því að selja malbikunarstöðva Höfða og greiða upp skuldir, fækka og sameina ráð hjá borginni auk þess sem gert er ráð fyrir að Reykjavíkur fái tekjur af gistináttagjaldi. Samhliða blaðamannafundinum þar sem stefnan var kynnt var opnuð heimasíða þar sem farið er nánar í stefnumál flokksins í borginni. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00 Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Viðreisn kynnti í dag stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Slagorð Viðreisnar í kosningunum er „Einfaldara líf“ og kom fram á kynningarfundi flokksins í dag að hann muni leggja sérstaka áherslu á þrjá lykilmálaflokka, það er skólamál, atvinnumál og velferðarmál. Þá leggur Viðreisn mikla áherslu að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg, þar sé þjónusta við borgarbúa í fyrirrúmi og að borgin sé vel rekin. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek sem skipa 1. og 2. sætið á lista Viðreisnar í Reykjavík kynntu stefnumálin á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins fyrr í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli þeirra var að Viðreisn hyggst hækka framlög til dagforeldra um 50 milljónir króna, byggja upp ungbarnadeildir og hafa sex leikskóla opna yfir sumartímann svo foreldrar í borginni hafi val og þurfi ekki að taka sumarfrí þegar leikskólar loka. Þá vill flokkurinn hækka laun kennara um allt að 100 þúsund krónur og gera skóla Reykjavíkurborgar að eftirsóttum vinnustöðum. Viðreisn vill svo að stjórnsýsla Reykjavíkur verði rafræn að fullu og að ferlið við að senda inn umsóknir, fyrirspurnir og annað verði einfaldað. Í því felist meðal annars að fækka skrefum í stjórnsýslunni. Pawel tók dæmi um að í Reykjavík taki það sautján stjórnsýsluskref að byggja upp vöruskemmu en í Kaupmannahöfn taki það sjö. Viðreisn vill færa Reykjavík nær því. Þá er það á stefnuskrá flokksins að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Þegar kemur að fjármögnun þeirra verkefna sem Viðreisn hyggst ráðast í í Reykjavík fái flokkurinn til þess umboð er meðal annars stefnt að því að selja malbikunarstöðva Höfða og greiða upp skuldir, fækka og sameina ráð hjá borginni auk þess sem gert er ráð fyrir að Reykjavíkur fái tekjur af gistináttagjaldi. Samhliða blaðamannafundinum þar sem stefnan var kynnt var opnuð heimasíða þar sem farið er nánar í stefnumál flokksins í borginni.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00 Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00
Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00
Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45