Elding fékk Kuðunginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2018 16:02 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ásamt fulltrúum Eldingar, Rannveigu Grétarsdóttur framkvæmdastjóra og Sveini Hólmari Guðmundssyni, umhverfisstjóra. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, veitti Eldingu Hvalaskoðun Reykjavík í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Brúarskóla í Reykjavík og Grundaskóla á Akranesi útnefndir Varðliðar umhverfisins. Þá voru fimm stúlkur í 10. bekk Hagaskóla jafnframt útnefndar Varðliðar umhverfisins fyrir verkefnið Pokastöðin Vesturbær. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu á Eldingu Hvalaskoðun sem handhafa Kuðungsins kemur fram að Elding hafi haft virka umhverfisstjórnun í sínum rekstri allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2000. Fyrirtækið hafi ætíð unnið eftir umhverfisvottunarkerfum þar sem stöðugra úrbóta er krafist og fylgst sé með hvernig gengur af óháðum matsaðila. Þá hafi Elding tekið þátt í ýmsum nýsköpunarverkefnum tengdum umhverfismálum, dregið markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, noti eingöngu umhverfisvottaðar efnavörur og aukið verulega flokkun úrgangs frá fyrirtækinu. Elding hafi verið virk í samstarfi um umhverfismál og sýnt frumkvæði og verið virkt í ýmissi þróunarvinnu sem tengist umhverfisvænum lausnum. Þá sé viðskiptavinum Eldingar boðin markviss umhverfisfræðsla sem hluta af leiðsögn hvalaskoðun og norðurljósaferðum frá leiðsögumönnum sem eru menntaðir líffræðingar. Verðlaunagripurinn, Kuðungurinn, sem Elding hlaut, er að þessu sinni eftir Róshildi Jónsdóttur og Snæbjörn Þór Stefánsson hjá Hugdettu. Um er að ræða kertastjaka sem er þrívíð stöplamynd af hlýnun lands og sjávar síðastliðin 100 ár. Er hugmyndin að logi kertisins sem hvílir í kuðungum muni minna Eldingu og starfsmenn þess á mikilvægi þess að halda sínu góða umhverfisstarfi áfram. Þá öðlast Elding rétt til að nýta merki verðlaunanna í kynningu á starfsemi sinni. Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, veitti Eldingu Hvalaskoðun Reykjavík í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Brúarskóla í Reykjavík og Grundaskóla á Akranesi útnefndir Varðliðar umhverfisins. Þá voru fimm stúlkur í 10. bekk Hagaskóla jafnframt útnefndar Varðliðar umhverfisins fyrir verkefnið Pokastöðin Vesturbær. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu á Eldingu Hvalaskoðun sem handhafa Kuðungsins kemur fram að Elding hafi haft virka umhverfisstjórnun í sínum rekstri allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2000. Fyrirtækið hafi ætíð unnið eftir umhverfisvottunarkerfum þar sem stöðugra úrbóta er krafist og fylgst sé með hvernig gengur af óháðum matsaðila. Þá hafi Elding tekið þátt í ýmsum nýsköpunarverkefnum tengdum umhverfismálum, dregið markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, noti eingöngu umhverfisvottaðar efnavörur og aukið verulega flokkun úrgangs frá fyrirtækinu. Elding hafi verið virk í samstarfi um umhverfismál og sýnt frumkvæði og verið virkt í ýmissi þróunarvinnu sem tengist umhverfisvænum lausnum. Þá sé viðskiptavinum Eldingar boðin markviss umhverfisfræðsla sem hluta af leiðsögn hvalaskoðun og norðurljósaferðum frá leiðsögumönnum sem eru menntaðir líffræðingar. Verðlaunagripurinn, Kuðungurinn, sem Elding hlaut, er að þessu sinni eftir Róshildi Jónsdóttur og Snæbjörn Þór Stefánsson hjá Hugdettu. Um er að ræða kertastjaka sem er þrívíð stöplamynd af hlýnun lands og sjávar síðastliðin 100 ár. Er hugmyndin að logi kertisins sem hvílir í kuðungum muni minna Eldingu og starfsmenn þess á mikilvægi þess að halda sínu góða umhverfisstarfi áfram. Þá öðlast Elding rétt til að nýta merki verðlaunanna í kynningu á starfsemi sinni.
Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira